Ráðunautafundur - 11.02.1979, Side 73

Ráðunautafundur - 11.02.1979, Side 73
minniháttar svæði að ræða, og hefur því ekki þótt ástæða til að gera yfirlit um landgræðsluframkvæmdir í þeim sýslum. Búið er að gera yfirlit yfir : Vestur-Skaftafellssýslu, Rangárvallasýslu, Gullbringusýslu, Suður-Þingeyjarsýslu, Norður-Þingeyjarsýslu og hluta af Árnessýslu. Við samningu yfirlits voru félagsleg sjónarmið og byggðaþrón höfð sterklega í huga. (Stuðst var við spurninga- lista - viðauki 3). Líklega hefur landgræðslustarfið haft mesta þýðingu fyrir byggðarlög í Vestur-Skaftafellssýslu, Rangárvallasýslu og í Þingeyjarsýslum. Vestur-Skaftafellssýsla: Fyrsta landgræðslugirðing í sýslunni var gerð að Hnausum í Meðallandi árið 1927. Önnur lítil girðing var gerð í Vík í Mýrdal 1933, en árið 1944 var ráðist í fyrsta landgræðslustórvirkið í sýslunni, þar sem er girðing kennd við Leiðvöll í Meðallandi. Sú girðing er 38.5 km á lengd og umlykur 4600 ha. Sáralítið var sáð eða borið á þetta svæði. Vaxtarlítill gróðurslæðingur, einkum melgresi, var fyrir í landinu og náði sér skjótt upp eftir að beit var af- létt, þannig að fljótlega tók að draga úr sandfoki niður í sveitina. Heimamenn fullyrða að þessi girðing hafi bjargað sveitinni frá eyðingu. Er þetta svæði nú eitthvert besta dæmi á landinu um góðan árangur af sjálfgræðslu. En upp- græðslan innan Leiðvallargirðingar hlífir sveitinni aðeins fyrir sandfoki að norðan og norðvestan. í sunnan og suð- austan átt gekk sandbylurinn neðan af Meðallandssandi yfir sveitina. Því var ákveðið að næsta stórátakið í uppgræðslu- málum sveitarinnar skyldi vera friðun Meðallandssands. Árið 1953 var girt milli Kúðafljóts og Eldvatns 19 km löng girð- ing, sem friðar um 14000 ha . Einnig þar hefur sjálfgræðsla haft mest að segja, því melgresi tók snarlega við sér við friðun og tók að sá sér út. í dag halda þessi tvö miklu upp- græðslusvæði verndarhendi yfir byggðinni í Meðallandi á báða ve gu. Önnur landgræðsluverkefni í Vestur-Skaftafellssýslu hafa verið minni í sniðum, en flest hafa engu að síður haft

x

Ráðunautafundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.