Ráðunautafundur - 11.02.1979, Page 75

Ráðunautafundur - 11.02.1979, Page 75
67 frá upphafi barist gegn landeyðingunni með varnargörðum og melsáningum, og á seinni árum með geysimikilli áburðar- og frædreifingu úr lofti. Sjálfgræðsla hefur verið all nokkur á Landmannaafretti, einkum melgresi, en jafnframt hefur mjög mikið verið dreift þar úr lofti . Landgræðsluframkvæmdir í Rangárvallasýslu hafa um árabil tekið drjúgan hluta af fe og kröftum Landgræðslunnar, enda verkefnin þar stærri í sniðum en annars staðar. Til dæmis var áburðardreifing árið 1975 á Gunnarsholtssvæðiö samtals 423 tonn (13.5% af allri áburðardreifingu ársins), á landgræðslusvæði í Landsveit samtals 164 tonn (5.2% af áburðardreifingu ársins), og á Landmannaafrétt 120 tonn (3,8% af áburðardreifingu ársins). Arið 1978 var áburðar- dreifing á þessi sömu svæði : Gunnarsholt 280 tonn, Land- sveit 72 tonn, og Landmannaafréttur 192 tonn . Margir telja að áfok af framanverðum Landmannaafrétti hafi verið upphaf hinnar miklu landeyðingar sem geysaði nið- ur Landsveit fram á þessa öld. Hiö stóra uppgræðslusvæði á framanverðum Landmannaafrétti er því mikilvægur þáttur í varanlegri uppgræðslu og gróðurvernd í Landsveit. Árangur friðunar og uppgræðslu á Landmannaafrétti er góður á svo stuttum tíma (8 árum) . Til dæmis hefur melgresi náð sér það vel upp, að víðast er afgerandi munur innan og utan girðingar . Vingulsáningar norðan til á svæðinu hafa komið vel upp og eru áberandi , en líklega mun tegundasamsetning breytast með árunum. Á Gunnarsholtssvæðinu er sandfok nú næstum alveg úr sögunni, en allt fram undir 1950 var það daglegt brauð , einkum á vorin, að sandfok og moldrok byrgði alla útsýn þar . Mikill hluti uppgræðslusvæðanna er nú nytjaður til slægna eða beitar, eins og kunnugt er . Gefa þessi svæði því nú góðan aró, auk þess sem sandfoki frá þeim er aflétt á stóru svæði umhverfis. Upp úr aldamótum þótti einsýnt að sandfok mundi leggja Landsveit að mesu í eyði . Melsáningar og friðun hafa bjargað byggðinni. Landið innan landgræðslugirðinga í Land- sveit er í heild mikið gróið, aðeins stöku nroldarflesjur eru ógrónar, en túnvingullinn er óðum að breiðast út um þær .

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.