Ráðunautafundur - 11.02.1979, Page 80

Ráðunautafundur - 11.02.1979, Page 80
72 RAÐUNAUTAFUNDUR 1979 LANDGRÆÐSLA RÍKISINS GRÖÐURATHUGANIR SUMRIN 1974 - 1976 Elín Gunnlaugsdóttir . Unnar á vegum Náttúrufræðistofnunar Islands fyrir Landgræðslu ríkisins. Tilgangur: Tilgangur athugananna er að bera saman plöntusamfélög á svæðum, sem hafa hlotið mismunandi meðferð og/eða svipaða meðferð á hinum ýmsu tímum. Einnig er áætlað að fylgjast með hvort gróðurbreytingar verða á svæðunum, og þeir blettir þar sem gróðurathuganirnar hafa farið fram merktir, svo að hægt verði að endurtaka þær síðar. P1öntusamfélögin eru einkum borin saman með tilliti til tegundasamsetningar, þekju einstakra tegunda eða hópa og þéttleika, auk annars . Athuganirnar hafa farið fram í Norður - og Suður - Þingeyjarsýslu og í Rangárvalla- og Árnessýslu. Gróður- lendi þeirra staða þar sem athuganirnar hafa farið fram eru einkum melar og sandar. Á þessi svæði hefur tilbúinn áburð- ur verið borinn á, og oftast hefur grasfræi jafnframt verið sáð um leið og borið var á í fyrsta skipti. Framkvæmd: 9 Til athugananna var valin reitastærðin 2x2 (4m ). Á flestum stöðum var mæld út röð þriggja slíkra reita, þekjumælingareita, þannig að reitaröðin myndar eitt snið . Flestar háplöntutegundirnar eru greindar á staðnum, en ör- fáum safnað ásamt mosum og fléttum og greint síðar. Þekja tegundanna er metin í hverjum reit. Þekjan er metin í hundraðshlutum (%), sem síðan er breytt í Braun - Blanquet skala. Þekja mosa er metin í heild, þar sem þeir koma fyrir, en ekki þekja einstakra mosategunda. Tíðni tegundanna (háplantna) er og athuguð . Tíðnin segir til um x hve mörgum smáreitum af tilteknum fjölda

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.