Ráðunautafundur - 11.02.1979, Blaðsíða 94

Ráðunautafundur - 11.02.1979, Blaðsíða 94
86 sem það hafði ekki aðgang að öðru en lúpínu, án nokkurs aðlögunartíma. Slíkar snöggar fóðurbreytingar setja yfirleitt meltingarstarfsemina úr skorð- um. Blóðsýni voru tekin úr öllum lömbunum 18/7 og efnagreind á Keldum. Guðný Eiríksdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson sáu um efnagreiningarnar. Efnin sem mæld voru, gefa hugmynd um heilbrigðisástand lambanna en niðurstöðurnar sýndu engin frávik frá því sem eðlilegt er talið. Beitarathugun var aftur gerð í girðingunni 1978 og voru notaðir 5 sauð- ir frá tilraunastöð Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Korpu. Sauðirnir voru teknir beint af innigjöf 29. maí og fluttir í hólfið í Heiðmörk. Til að draga úr áhrifum af snöggum fóðurbreytingum voru sauðirnir látnir hafa frjálsan aðgang aö heyi fyrstu vikuna. Niðurstaða beitarathugunarinnar var mjög á sama veg og 1977, sauðirnir léttust að meðaltali um 9 kg á þremur vikum (29/5 til 21/6), þar af um 5.2 kg fyrstu vikuna. Þeir virtust hungraðir þegar þeir voru teknir úr hólfinu, en höfðu þó ekki alveg klárað heyið. Sauðirnir voru nýrúnir þegar þeir voru teknir úr húsi, en kalsaveður var framan af júní. Gæti það hafa haft áhrif á niðurstöður athugunarinnar. Nokkuð ljóst virðist að lúpínan er vafasöm til beitar að minnsta kosti ef skepnurnar hafa ekki aðgang að öðrum gróðri með. Æskilegt væri að gera beitartilraun á landi þar sem uppskera gróðurs samanstæði aðeins að hluta til af lúpínu, en ekki eingöngu eins og er á núver- andi tilraunasvæði. Algéngt er, að sumarbústaðaeigendur kvarti undan því, að sauðfé hafi hreinsað upp lúpínu úr löndum þeirra ef friðun hefur brugðist. Einnig sjást víða skörp skil við friðunargirðingar þannig að þétt lúpínu- breiða getur verið innan girðingar, en að utan ekki ein einasta planta. Þetta bendir til þess að lúpínan geti verið talsvert bitin. Gildir líklegast sama lögmál um skepnur og lúpínu og mannskepnur og konfekt, að gott geti verið að narta í hvoru tveggja, en hvorugt hollt í óhófi. Vistfræðirannsóknir. 1 heimkynnum sínun í Alaska er lúpínan víða meðal fyrstu tegundanna til að nema land í kjölfar hopandi jökla og annars staðar, þar sem gróður hefur orðið fyrir röskun. Yfirleitt hopar lúpínan þar er hún hefur vaxið í nokkurn tíma og aðrar tegundir, svo sem grös, runnar og tré, sem tilheyra æðri gróðursamfélögum taka við. Hve langan tíma þessi gróðurfarsbreyting tekur, fer mjög eftir aðstæðum og frjósemi landsins, eða frá nokkrum árum upp í marga áratugi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Ráðunautafundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.