Svava - 01.11.1903, Blaðsíða 40

Svava - 01.11.1903, Blaðsíða 40
186 er fallið liafði úthyrðis. Þá fann hann á leið sinni hakk- neskan liðsforingja, sem beiddi hann fyrir bréf til Sir Jolins, og æskti jafnframt eftir, að hann fengi svarið nresta dag; sagðist mundi verða til staðins á sömu miðum, Strax sem Pettrell var kominn aftur til skipsins kallaði hann mig á eintal og sýndi mér bréflð. Við brutum bréfið upp og lásum það. Innihald þesa var, að Frakkar buðu SirJohn £100,000 til að láta af hendi í kyrþey skip sitt. Við læstum bréfinu aftur og Pettrell fór með það til Sir Johns, en á meðan gat eg náð í sýnishorn af undirskrift sjóliðsforingjans, er eg reyndi að stæla sem bezt. Síðan • ritaði eg svar upp á bréfið, og gaf í skyn, að tilboði þeirra mundi verða tekið en beiddi um lengri frest. Næsta dag var Pettrell afhent hréf frá Sir John, erhann átti að færa frakkneska foringjanum, en það bréf sendum við aldréi, ^ heldur bréfið er eg hafði falsað. Bréf Sir Johns fylgir hér með og er það merkt nr. 2”. ,,Lestu það’, greip dr. Hollaad fram í. Sir William tók brófið og las: „H. B. M. S. „Medusa”, „Herra: — Eg hefi veitt móttöku yðar svívirðilega tilboði, með að framselja yður skip mitt og fremja þannig stór glæp. Eg er Englendingur! Það svar ætti að vera yður nóg. En veki þér framar máls á þessu svívirðilega at- riði, skal eg senda yðar lullnægjandi svar með púðri og kúlnadrífu. Með djúpri fyrirlitningu, er eg yðar óvinur, JOHN LANDFOED, BART’’.

x

Svava

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svava
https://timarit.is/publication/1264

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.