Svava - 01.11.1903, Blaðsíða 5

Svava - 01.11.1903, Blaðsíða 5
151 nœgilegur tii húsagjörðar og eldiviðar. Þetta var ná aðal-ástæðurnar, sem komu þeim félögum til að álíta strönd Winnipeg-vatnsin8 heppilegasta nýlendusvæðið. Nokkurir af sendinefnd þessari héldu austur aftur, þeg- ar afráðið var með þeim um nýlendustaðinn; en Skafti varð eftir í Austur-Selkirk við járnbrnutarvinnu og Sigurður Kristófersson með honum. Unnu þeir Skafti og Sigurður þar sjö vikur. En að þeim liðnum var fólksins von að austan til Nyja-íslands og vildu þejr f'jálpa því til að komast ofan 'eftir. Um lok október- mánaðar, síðasta sumardag, konni þeir með fólkið til Nýja-Islands og var Skafti þar um veturinn. Yar þá dýrtið allmikil í nýlenduuni, eins og búast mátti við, þar sem aðflutningar og samgöngur var miklum erfiðleik- um háð. Hundrað pund hveitiinjöls kostuðu $3.75, fros- in jarðepli 90 cts hvert bu-shel, saltað svínakjöt 16 cts PUndið, reykt 18 til 20, kaffi 40 cts pundið, púðursykur 14 cts, steinolía 40 cts hvort gallon, edik 40 cts pottur- ^un, te 65 pundið, vísundalcæfa (pemmican) 20 cts pundið 1 hundrað punda belgjum. Af öðrum matartegundum en þessum höfðu menn lítið, og reyndi Friðjón Friðriks- sem gjörðist verzlunarmaður nýlendunnar, að hafa að sér svo mikið af vörum þessum, að engan brysti i-ráðustu nauðsynjar, Hveitikom sneru menn sundur í.

x

Svava

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svava
https://timarit.is/publication/1264

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.