Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2016, Page 4
4 Fréttir Vikublað 30.–31. mars 2016
Sími 568-5556 www.skeifan.is
Eysteinn Sigurðsson
Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000
eysteinn@skeifan.is / skeifan.is
Magnús Hilmarsson
Sölumaður / Sími: 896-6003
magnus@skeifan.is / skeifan.is
Sigurður Hjaltested
Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400
sigurdur@skeifan.is / skeifan.is
Föst
söluÞÓKNuN
Sími 568-
5556 www
.skeifan.is
1% + vsk.Vegna mikillar sölu vantar allar stærðir eigna á skrá
Settu 2,2 milljarða
króna í Heimavelli
n Hlutaféð aukið n Vilja kaupa 450 íbúðir n Stálskip og Sjóvá í eigendahópnum
E
igendur leigufélagsins
Heimavellir hafa aukið
hlutafé þess um 2,2 millj
arða króna á síðustu tveim
ur mánuðum. Á því tímabili
keyptu þeir 139 íbúðir af Íbúða
lánasjóði og undirbúa nú tilboð
í leigufélagið Klett sem rekur um
450 íbúðir. Heimavellir er eitt um
svifamesta fyrirtæki sinnar tegund
ar á landinu en stærstu einstöku
eigendur þess eru Stálskip, Sjóvá
og Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrr
verandi forstöðumaður gjaldeyris
miðlunar Glitnis.
„Stækkun eignasafnsins er skýrt
markmið þessara aukninga. Við
erum búin að stilla upp fleiri samn
ingum til að bæta við okkur og það
verða fleiri hlutafjáraukningar á
þessu ári,“ segir Sturla Sighvatsson,
framkvæmdastjóri Heimavalla.
Stefna að 2.000 íbúðum
Sturla svarar aðspurður að eigenda
hópur leigufélagsins hafi ekki tekið
„stórvægilegum breytingum“ í síð
ustu hlutafjáraukningum. Í um
fjöllun DV um Heimavelli í nóv
ember síðastliðnum kom fram
að í félaginu væru einnig þekkt
ir fjárfestar eins og Þórður Már
Jóhannesson, fyrrverandi for
stjóri Straums fjárfestingarbanka,
og Arnar Gunnlaugsson, fyrrver
andi knattspyrnukappi. Það hefði
síðustu ár keypt um 450 íbúðir og
að stefnt væri að skráningu þess í
Kauphöll Íslands.
„Við erum núna með í kringum
700 íbúðir og það er áframhaldandi
stækkun framundan. Við ætlum
okkur að vera komnir með 1.500 til
2.000 íbúðir þegar við skráum okk
ur á markað eftir eitt og hálft ár,“
segir Sturla.
Leggja fram tilboð
Heimavellir var stofnað í júní 2014
og hefur auglýst íbúðir sínar til leigu
fyrir einstaklinga og fjölskyldur.
Komu þar saman smærri fasteigna
félög en hluthafahópurinn varð til
með sameiningu þeirra og aukn
ingu hlutafjár. Leigufélagið á fast
eignir á höfuðborgarsvæðinu,
Suðurlandi, Vesturlandi og Vest
fjörðum og þar á meðal heilu fjöl
býlishúsin í Borgarnesi, Þorláks
höfn, á Akranesi og Selfossi.
„Íbúðalánasjóður lagði í vetur af
stað með sölu á um 500 íbúðum og
það voru settir skilmálar þar sem
hver og einn gat einungis keypt
þriðjung safnsins. Það gerðum við
og það verður gengið frá kaup
samningi um þær 139 íbúðir núna
í apríl,“ segir Sturla.
Aðspurður hvort eigendur
Heimavalla hafi gert tilboð í leigu
félagið Klett, dótturfélag Íbúða
lánasjóðs, sem hefur verið í sölu
ferli síðan í fyrra, svarar Sturla að
félagið muni leggja fram tilboð.
„Það eru 450 íbúðir og það sölu
ferli er í gangi og við þurfum að skila
inn tilboði fyrir 4. apríl. […] Heima
vellir er fagfjárfestasjóður með tak
markaðan starfstíma og okkur ber
að leysa hann upp innan ákveðins
tíma. Verkefni sjóðsins er mjög
skilgreint en hann á að kaupa og
safna að sér íbúðarhúsnæði og búa
til nógu stóran pott til þess að úr
verði grunnur að stóru íbúðaleigu
félagi að skandinavískri fyrirmynd.
Hann geti síðan haldið áfram að
vaxa í höndunum á væntum nýjum
eigendahópi sem að stærstu leyti
yrði lífeyrissjóðir og aðrir stofnana
fjárfestar.“ n
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Leigurisi Heimavellir á nú um 700 íbúðir en stefnir að
eignasafni upp á 1.500 til 2.000 íbúðir. Mynd SiGtryGGur Ari
Framkvæmdastjórinn Sturla Sighvats-
son segir stefnt að skráningu Heimavalla á
markað fyrir árslok 2017. Mynd Björn BLöndAL
Hluthafi Hjónin Guðrún Helga Lárusdóttir
og Ágúst Guðmundsson eru hluthafar í
Stálskipum ehf. en félagið er stærsti eigandi
Heimavalla með 23,9% hlut. Mynd ViðSkiptABLAðið
Stöðvaði Air-
bnb-gistingu
Lögreglan á Suðurnesjum stöðv
aði nýverið starfsemi svokall
aðrar Airbnbheimagistingar
í umdæminu þar sem engin
rekstrar eða starfsleyfi reyndust
vera til staðar. Var því um að ræða
brot á lögum um veitingastaði,
gististaði og skemmtanahald.
Þetta kom fram í tilkynningu frá
lögreglunni í gær, þriðjudag. Í
henni sagði einnig að lögreglan
ætli á næstunni að heimsækja
fleiri staði þar sem heimagisting
er auglýst á Airbnb og athuga
hvort tilskilin leyfi séu til staðar.
A
ðeins ein vefsíða fasteignasala
af 109 uppfyllti öll þau skilyrði
sem gerð eru til upplýsinga
um þjónustu fasteignasala.
Þetta kemur fram á vef Neytendastofu
sem kannaði í byrjun árs vefsíð
ur 109 fasteignasala á landinu
ásamt því að kanna sölustaði
þeirra sem staðsettar eru á
höfuðborgarsvæðinu.
Athugað var hvort verð á
öllum þjónustuþáttum væri
sýnilegt á staðnum og á vefsíð
um fyrirtækjanna þar sem skylt
er að gefa upp verð, bæði þar sem
þjónusta er kynnt og seld auk þess
sem sérstaklega þarf að taka fram ef
annar kostnaður bætist við verðið.
Einnig var kannað hvort allar upplýs
ingar um fasteignasölurnar, svo sem
heimilisfang, kennitala, netfang, vsk.
númer, hlutafélagaskrá og starfsleyfi
kæmu fram á vefsíðu. Fasteignasölum
ber skylda til að vera með lögbundið
starfsleyfi frá innanríkisráðuneytinu.
Aðeins fasteignasalan Nýtt heimili
uppfyllti öll þau skilyrði sem gerð eru
til upplýsinga um þjónustuna.
Flestar athugasemdir sem
komu fram voru vegna
skorts á upplýsingum
um söluaðilann og sölu
þóknun.
Af þeim 109 vefsíðum
sem skoðaðar voru var
verð á öllum þjónustuþátt
um einungis tilgreint á fjórum
síðum en fimm til viðbótar höfðu ein
hverjar upplýsingar um verð. Þá voru
einungis þrjár fasteignasölur með
gjaldskrá sýnilega fyrir alla þjónustu
þætti á sölustað og þrjár til viðbótar
höfðu hluta af upplýsingunum sýni
legan.
Neytendastofa hvetur neytendur
til að vera á verði. n
Vefsíður fasteignasala í ólagi
Aðeins 1 af 109 uppfyllti öll skilyrði sem gerð eru
Laus af
gjörgæslu
Karlmaður á þrítugsaldri sem
særðist lífshættulega eftir hnífa
árás fyrir utan stúdentaíbúðirnar
við Sæmundargötu aðfara
nótt 6. mars síðastliðinn hefur
verið útskrifaður af gjörgæslu
deild Landspítala. Maðurinn var
stunginn í bakið og hlaut áverka
á lunga og lifur. Eftir skurðaðgerð
var manninum haldið sofandi í
öndunarvél en hann var útskrif
aður af gjörgæslu í síðustu viku.
Árásarmaðurinn er enn í
gæsluvarðhaldi, og verður það
til 6. apríl, grunaður um tilraun
til manndráps eða sérstaklega
hættulega líkamsárás.