Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2016, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2016, Side 25
Umræða 17Vikublað 30.–31. mars 2016 Erna Hrund Hermannsdóttir lét son sin sofa í finnsku barnaboxi. – DV Grandagarði 13 • Reykjavík Sími 552-3300 • www.klif.is Allt til rafsuðu í 50 ár AP ÓT EK UM SN YR TIS TO FU M & SN YR TIV ÖR UV ER SL UN UM Marg verðlaunaðar snyrtivörur frá Þýskalandi Fermingagjafir www.artdeco.de artdecois f Pólitísk hjaðningavíg í forsetakosningum? Þ að verður að segjast eins og er að forsetakosningarnar á Ís- landi byrja stórundarlega. Það eru komnir fram á annan tug frambjóðenda. Enginn þeirra er líklegur til að skora hátt – hvað þá vinna kosningarnar. Margir frambjóðendanna virð- ast einungis vera að vekja athygli á sjálfum sér. Þeim er það auðvitað heimilt. En þær sögur ganga fjöllun- um hærra að tvær stórkanónur úr pólitík síðustu áratuga séu að undirbúa framboð, Össur Skarp- héðinsson og Davíð Oddsson. Undireins og annar þeirra býður sig fram gjörbreytist andrúmsloftið í kringum kosningarnar. Þá verður þetta hápólitískt – og þá hefst tími mikillar upprifjunar fremur en að horft verði fram á veginn. Össur hefur setið á Alþingi síðan 1991, í 25 ár, hann var í ríkisstjórn bæði fyrir og eftir hrun, sem sagt í hrunstjórninni sjálfri og í stjórninni sem tók við í ársbyrjun 2009. Davíð Oddsson var sem kunnugt er borgarstjóri í Reykjavík í níu ár, for- sætisráðherra í þrettán ár og seðla- bankastjóri þar á eftir. Er nú ritstjóri Moggans sem er óspart beitt í stjórn- málabaráttu. Báðir eru þeir umdeildir menn – Davíð þó nokkuð umdeildari. Þarna erum við að tala um forsetakosningar sem gætu snúist upp í pólitísk hjaðn- ingavíg með endalausum skírskotunum til gamalla ávirðinga. Vegna fjölda fram- bjóðenda er hugsan- legt að forseti verði kosinn með tuttugu af hundraði atkvæða. Við gætum sem sagt fengið yfir okkur for- seta sem er ekki bara umdeildur, sundrar þjóð- inni fremur en sameinar hana, held- ur er líka með lítið og lélegt umboð. Davíð hefur svo sem ekkert látið hafa eftir sér enn hvort hann ætlar í framboð, þann varnagla verður að slá. Össur er hins vegar mjög al- tillegur þegar forsetakosningarnar ber á góma og í síðustu viku birti hann grein sem hafði það inntak að hann væri hinn eðlilegi arftaki Ólafs Ragnars Grímssonar. n Egill Helgason Af Eyjunni Myndin Gert klárt Fyrir veiðiferð þarf að tryggja að nægjanlegt magn af körum og ís séu um borð. mynd SiGtryGGur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.