Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 4
4 Fréttir Vikublað 12.–14. apríl 2016 … komdu þá við hjá okkur Ertu á leið í flug? Hafnargötu 62, KEflavíK / pöntunarsími 421 4457 Hádegis-tilboð alla daga SJÓNMÆLINGAR LINSUR • GLERAUGU Skólavörðustígur 2 • 101 Reykjavík Sími: 511 2500 • www.gleraugad.is Tryggvi Þór veðjar á píTsur og karókí Þingmaðurinn fyrrverandi opnar ítalskan veitingastað í JL-húsinu Þ etta eru raunverulega þrír veitingastaðir, þeir verða þar sem Nóatúnsbúðin var, og þarna verða kaffihús, Bístró-bar og fínn ítalskur veitingastaður,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um veitingastaðinn Bazaar sem hann er helmingshluthafi í og til stendur að opna í JL-húsinu við Hringbraut á næstu vikum. „Núna erum við að ganga frá leyfum og fínpússa staðinn og ætli við opnum ekki í næstu viku eða þar næstu fyrir almenningi.“ Karókí og kokteilar Tryggvi Þór er stjórnarformaður einkahlutafélagsins JL veitingar sem heldur utan um rekstur veitingastaðarins. Samkvæmt upp- lýsingum DV, sem Tryggvi vil ekki staðfesta, á hann helmingshlut í verkefninu á móti Guðjóni Þór Guðmundssyni, framkvæmdastjóra veitingastaðarins. Tryggvi segir ekki rétt að hann hafi fullyrt að Bazaar verði „besti ítalski veitingastaður- inn á Norðurlöndunum“. Það er þvæla að ég hafi sagt það. En ég get lofað þér því að hann mun slaga hátt í að verða besti ítalski veitingastaðurinn á Íslandi,“ segir Tryggvi kíminn. „Kaffihúsið mun þjónusta hótelið sem verður í JL-húsinu með morgunverð og svo verður hægt að fara þangað í kaffi, kökur, brauð og létta rétti yfir daginn. Síðan verður Bistró-staðurinn með salöt, steikur, hamborgara og annan góðan mat. Ítalski veitingastaðurinn verður fínni veitingastaður og þá aðallega opinn á kvöldin.“ Samkvæmt Facebook-síðu Bazaar verða þar sérsmíðuð hús- gögn og vínskáp- ur og karókí salur. Tryggvi segir tímann einn geta leitt í ljós hvort hann muni opna fleiri veitinga- staði. Aðspurð- ur segist hann ekki hafa komið áður að veitinga- rekstri. „Nei, nei, ég er einungis aum- ur hagfræðingur. Fyrir mér er þetta einungis fjárfesting. Ef þetta gengur vel verður kannski hægt að víkka það út. Félagi minn [Guðjón Þór Guðmundsson] er mjög sjóaður í þessu en hann var kostnaðar- og innkaupastjóri hjá Icelandair og er lærður kokkur og hefur unnið á mörgum stöðum. Svo er rétt að það komi fram að sjónvarpskokkurinn Eyþór Rúnarsson er yfirkokkur staðarins. Þetta stendur allt og fellur með því hversu góður maturinn hans verður,“ segir Tryggvi. Opna hótel í húsinu Rúmt ár er síðan eigendur JL- hússins tilkynntu að þeir ætluðu að opna þar samblöndu glæsihótels og gistiheimilis. Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir koma að fé- laginu JL Holding sem á bygginguna en Margrét Ásgeirsdóttir, athafna- kona og fyrrverandi eiginkona Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, og Sturla Sighvatsson, fjárfestir og fyrr- verandi framkvæmdastjóri leigu- félagsins Heimavellir, eru einnig í hluthafahópnum. Tryggvi segist enga aðkomu hafa að hótelverkefninu og að hann muni áfram koma að öðrum fjárfestingum og ráðgjöf. DV fjall- aði í fyrra um tilraunir hans og hóps fjárfesta til að leggja fram til- boð í alla stofnfjárhluti Arion banka í AFLi-sparisjóði, sem var á þeim tíma stærsti sparisjóður landsins, og Sparisjóði Norðurlands. Hópur- inn féll frá þeim áformum þegar tilkynnt var um samruna AFLs og Arion banka í byrjun júní 2015. „Veitingastaðurinn er búinn að taka mikinn tíma síðasta hálfa árið en svo er hitt og þetta sem dettur inn á borð til mín.“ n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Kemur víða við Tryggvi Þór Herbertsson hyggst hasla sér völl í veitingageiranum. JL-húsið Iðnaðarmenn voru önnum kafnir þegar ljósmyndara DV bar að garði. myndir siGtryGGur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.