Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 11
Fréttir 11Vikublað 12.–14. apríl 2016 MagnesíuM Kísill Hin fullkomna tvenna fyrir Heilsu og fegurð Kolbeinn fær 80 þúsund á tímann fyrir stjórnarsetu n 25 milljónir á ári fyrir 320 vinnustundir n Þrír stjórnarmenn í LBI skipta á milli sín 100 milljónum K olbeinn Árnason, sem sagði upp störfum sem fram­ kvæmdastjóri Samtaka fyrir­ tækja í sjávarútvegi (SFS) í síðustu viku, mun fá jafn­ virði 25 milljóna króna í þóknun á ári fyrir stjórnarsetu í gamla Lands­ bankanum (LBI). Þau laun miðast við að Kolbeinn starfi fyrir stjórn­ ina að hámarki 40 daga á ári – átta vinnustundir á dag – en ef hann vinnur meira fær hann ríflega 600 þúsund króna greiðslu fyrir hvern dag umfram þessa 40. Þetta kemur fram í tillögum, sem DV hefur undir höndum, og kosið verður um á fyrsta aðalfundi LBI ehf. þann 14. apríl næstkomandi. Auk Kolbeins verður ný stjórn LBI skip­ uð þeim Richard Katz, fyrrverandi starfsmanni fjárfestingabankans Goldmans Sachs um langt skeið, og Christian Anders Digemose, en hann hefur starfað sem lögfræðilegur ráð­ gjafi kröfuhafa gömlu bankanna undanfarin ár. Samkvæmt heimild­ um DV mun Ársæll Hafsteinsson lög­ maður halda áfram störfum fyrir LBI sem framkvæmdastjóri félagsins. Gert er ráð fyrir því að Banda­ ríkjamaðurinn Richard Katz, sem var skipaður í slitastjórn bandaríska fjármálafyrirtækisins MF Global eftir að það lýsti sig gjaldþrota árið 2011, verði stjórnarformaður LBI og fær hann 400 þúsund Bandaríkjadali, jafnvirði 50 milljóna króna, í þóknun á ári. Digemose, danskur ráð­ gjafi sem starfar í London, fær 140 þúsund pund, jafnvirði 25 milljóna króna, í þóknun fyrir stjórnar setuna en auk þess á hann rétt á umtals­ verðum viðbótargreiðslum ef hann vinnur meira en 40 daga á ári. 80 þúsund króna tímagjald Áður en Kolbeinn tók til starfa sem framkvæmdastjóri SFS sumarið 2013 hafði hann verið framkvæmdastjóri lögfræðisviðs slitabús Kaupþings. Kolbeinn var einn af lykilstarfsmönn­ um Kaupþings og vann náið með slitastjórn og helstu ráðgjöfum kröfu­ hafa við að útbúa þann nauðasamn­ ing sem var lagður fyrir Seðlabank­ ann í október 2012 en hlaut aldrei brautargengi. Þá var hann einnig fenginn til að vera slitastjórn Kaup­ þings innan handar sem ráðgjafi um tíma eftir að hann hafði látið þar af störfum. Miðað við að stjórnarlaun Kolbeins og Digemose eru 25 milljónir fyrir að vinna að hámarki 40 daga á ári, eða sem nemur 320 vinnustundum, þá fá þeir 625 þúsund krónur í þóknun á dag. Það jafngildir tímagjaldi upp á ríflega 78 þúsund krónur. Til saman­ burðar var tímagjald slitastjórnar Glitnis jafnvirði um 57 þúsunda króna á síðasta ári og hafði þá hækkað um 250% frá árinu 2009. Yfir 200 milljarða eignasafn Slitabú LBI lauk nauðasamningum fyrr á þessu ári í kjölfar þess að innt var af hendi síðasta hlutagreiðslan til forgangskröfuhafa sem fengu kröfur sínar greiddar að fullu. Í frumvarpi að nauðasamningi sem var lagt fyrir samningskröfuhafa undir lok síðasta árs var gert ráð fyrir því að þær eignir sem yrðu á forræði stjórnar hins nýja eignarhaldsfélags myndu nema um 231 milljarði króna. Þar munar lang­ samlega mestu um skuld Landsbank­ ans við LBI í erlendri mynt, hún var 125 milljarðar í árslok 2015, og lána­ safn til erlendra fyrirtækja að fjárhæð 46 milljarða. Stærstu hluthafar LBI eru vogunar sjóðurinn Anchorage Capi­ tal, Deutsche Bank Trust Company Americas og vogunarsjóðurinn Burlington Loan Management. Þá er Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) einnig í hópi stærstu hluthafa félags­ ins en ESÍ átti samþykktar kröfur á hendur slitabúinu sem nema um 97 milljörðum króna. Miðað við að áætl­ aðar endurheimtur almennra kröfu­ hafa LBI séu 14,38% þá getur ESÍ vænst þess að fá um 14 milljarða í er­ lendum gjaldeyri í sinn hlut. Við staðfestingu nauðasamnings gaf LBI út skuldabréf í evrum og nýja hluti í félaginu, sem voru afhentir þeim kröfuhöfum sem voru hluti af nauðasamningnum í hlutfalli við fjár­ hæð krafna þeirra. Samkvæmt nauða­ samningsfrumvarpinu var um að ræða vaxtalaus skuldabréf að jafnvirði 288 milljarða íslenskra króna með lokagjalddaga á árinu 2035. Afborg­ anir af bréfinu til hluthafa ráðast af því hvernig hvernig stjórn LBI tekst til við að umbreyta óseldum eignum í reiðu­ fé á komandi misserum og árum. n Hörður Ægisson hordur@dv.is Hærri stjórnarlaun í Glitni og Kaupþingi Gamli Landsbankinn er síðastur gömlu bankanna til að halda hluthafafund og koma á fót nýju félagi til að halda utan um óseldar eignir slitabúsins. Laun stjórnar­ manna LBI eru lægri en laun stjórnar hjá Glitni HoldCo og Kaupþingi en eins og greint hefur verið frá í DV þá samþykkti hluthafafundur Glitnis að þriggja manna stjórn félagsins fengi samtals 175 milljónir króna í þóknun á ári fyrir stjórnarsetu. Þá samþykkti hluthafafundur Kaupþings í síðasta mánuði að laun til fjögurra manna stjórnar félagsins myndu einnig nema samtals um 175 milljónum á ári. Þannig fá Óttar Pálsson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda LOGOS, og Jóhannes Rúnar Jóhannsson, fyrrverandi formaður slitastjórnar, hvor um sig 250 þúsund evrur, jafnvirði um 35 milljóna króna, í þóknun fyrir stjórnarsetu sína. Fulltrúi ESÍ greiddi atkvæði gegn tillögu um stjórnarlaun á hluthafafundi félagsins. Í tilfelli Glitnis HoldCo fær Bretinn Mike Wheeler 525 þúsund evrur, jafnvirði ríflega 70 milljóna króna, í þóknun fyrir að gegna starfi stjórnarformanns. Aðrir stjórnarmenn Glitnis HoldCo, Daninn Steen Parsholt og Norðmaðurinn Tom Grøndahl, fá hvor um sig 350 þúsund evrur, jafnvirði 50 milljóna króna, í þóknun fyrir stjórnarsetu á árinu 2016. Þá er einnig gert ráð fyrir því samkvæmt sérstöku kaupaukakerfi Glitnis að vinni stjórnarmennirnir meira en 72 daga á ári eigi þeir rétt á greiðslu upp á 7.000 evrur, jafnvirði 980 þúsunda króna, fyrir hvern dag umfram þessa 72. 50 milljónir Richard Katz 25 milljónir Kolbeinn Árnason 25 milljónir Christian Digemose

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.