Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 26
Vikublað 12.–14. apríl 201618 Fólk Viðtal 515 7900 | alskil@alskil.is | alskil.is fólk á Facebook,“ segir Helgi og bros­ ir í kampinn. Mjólkin var leynivopnið Helgi vakti mikla athygli ytra fyrir þá staðreynd að líkami hans var óvenju fljótur að mynda bein. Ungur aldur hans hjálpaði eflaust til en aðal­ ástæðan var leynivopn sem að faðir hans bar í son sinn daglega. „Pabbi keypti daglega ferska mjólk sem ég drakk af áfergju. Ég held að það hafi verið lykilatriðið sem og lýsið sem pabbi kom með að heiman,“ segir Helgi. Það var svo sannreynt þegar feðgarnir tóku Ítala á fertugsaldri undir sinn verndarvæng. „Beinin mynduðust mjög hægt í honum, það gerðist eiginlega ekki neitt. Pabbi fór þá að kaupa auka­ skammt af mjólk handa honum og píndi ofan í þennan vin okkar,“ segir Helgi. Árangurinn lét ekki á sér standa og fljótlega fóru bein Ítal­ ans að vaxa og gróa. Þá einkenndi matarskortur veruna í Kurgan. Erfitt var að fá máltíðir á spítalanum og þegar mat var að fá á annað borð þá var hann gjörsamlega óætur að mati Helga. „Pabbi lét sig stundum hafa það. Hann fór hins vegar alla daga út í bæ til þess að kaupa ætan mat handa mér,“ segir Helgi. Ofboðslegur kuldi í Síberíu Dagarnir gátu verið langar og ein­ hæfir á spítalanum í Kurgan. Af­ þreying var lítil sem engin en Helgi var í daglegri þjálfun og skoðunum sem styttu honum stundir. „Náms­ bækurnar voru með í för og hug­ myndin var sú að læra þegar stund gæfist milli stríða. Því miður var lítið um það,“ segir Helgi og hristir bros­ andi kollinn. Hann náði þó góðum tökum á rússneskunni og býr að því enn þann dag í dag. Ekkert símasamband var til Ís­ lands en feðgarnir skrifuðu af og til bréf til þess að láta vita af sér. Spítalinn var griðastaður þeirra feðga en Helgi reyndi þó að komast út undir bert loft eins oft og hægt var. „Það var ofboðslegur kuldi þarna stóran hluta ársins og það fór ekki vel í dreng með brotin bein,“ segir Helgi. Hann hélt sig að mestu innandyra yfir mestu kuldaskeiðin en þegar sól hækkaði á lofti þá varð ofboðslega heitt í borginni. „Veðurfarið var ótrú­ lega öfgakennt þarna úti. Ég reyndi að fara daglega út í göngutúr þegar veðrið var gott. Ég var alltaf með bún­ að utan um þann útlim sem verið var að lengja og það gerði mér stundum erfitt fyrir varðandi hreyfingu. Sér­ staklega þegar lærleggirnir voru lengdir,“ segir Helgi. Að hans sögn gat hann þó byrjað að stíga í fótinn nán­ ast daginn eftir stóru aðgerðirnar sem framkvæmdar voru. „Þrátt fyrir að vera beinbrotinn þá studdi búnaður­ inn svo vel við þá útlimi sem verið var að lengja,“ segir Helgi. Brast í grát í Nauthólsvík Helgi fór í þriðju og síðustu aðgerðina árið 1989 þegar upphandleggirnir voru lengdir. Sú aðgerð var auðveld miðað við það sem á undan var geng­ ið. Vel hafði gengið að lengja fót­ leggina og þegar þarna var komið sögu hafði Helgi því lengst um tæpa fjörtíu sentimetra. Við upphaf fyrstu aðgerðarinnar var hann 114 senti­ metrar á hæð en við lok annarrar að­ gerðarinnar var hann orðin 155 senti­ metrar. „Ég er núna 152 sentimetrar, hef aðeins skroppið saman,“ segir Helgi og skellihlær. Eins og fyrr segir var draumur Helga að geta sest undir stýri og hann rættist dag einn í Nauthólsvík þegar að faðir hans leyfði honum að prófa að keyra bílinn þeirra í Nauthólsvík. Helgi var þá nýkominn úr annarri að­ gerðinni og hafði tekið út nánast alla hækkunina. „Um leið og ég keyrði löturhægt af stað þá brotnaði ég gjör­ samlega saman og hágrét,“ segir Helgi og horfir hálffeimnislega á blaða­ mann. Að upplifa árangur allra þeirra óbærilegu kvala sem hann hafði þurft að upplifa síðastliðin ár reyndist hon­ um um megn. Draumurinn orðin að atvinnu Það er við hæfi að Helgi starfar í dag sem leigubílstjóri hjá Hreyfli og hefur gert síðan um aldamótin. Drengur­ inn sem þráði að setjast undir stýri á bifreið er atvinnubílstjóri. „Ég kann alltaf vel við mig undir stýri og mér líkar starfið vel,“ segir hann. Við­ skiptavinir séu kurteisir og komi vel fram við hann en af og til komi upp leiðinlegar uppákomur. „Einu sinni vorum við tveir bíl­ stjórar pantaðir að húsi þar sem gleðskapur var í gangi. Gestgjafinn kom út, nokkuð vel við skál, og þegar hann sá mig þá horfði hann á mig með fyrir litningarsvip og sagði að hann ætlaði ekki að stíga fæti upp í bíl hjá mér,“ segir Helgi og viður­ kennir að þetta viðmót hafi komið flatt upp á hann. Hann skrúfaði niður rúðuna og sagði samstarfsfélaga sín­ um frá þessu og sá brást við með því að segja húsráðandanum að þá tæki hann hvorugan bílinn. „Svo keyrðum við báðir í burtu. Ég var þakklátur fyr­ ir stuðninginn,“ segir Helgi. Hann segist afar minnugur á and­ lit og löngu síðar hafi hann komið að leigubílaröðinni niðri í miðbæ að nóttu til. „Veðrið var slæmt og langt á milli bíla. Ég þekkti þá manninn sem beið fremstur í röðinni, þar var hús­ ráðandinn fyrr nefndi kominn. Hann gerði sig líklegan til að opna dyrnar og stíga inn en þá tilkynnti ég honum að hann stigi ekki fæti inn í þennan bíl. Hann tók því ekki vel en ég sagði á móti að staðan væri 1­1,“ segir Helgi kíminn en tekur fram að slíkar upp­ ákomur séu fáheyrðar undantekn­ ingar. Baráttan við Bakkus Eins og áður segir kynntist Helgi brennivíni snemma á lífsleiðinni og af illri nauðsyn. Samleið hans og Bakkusar spannaði um þrjá­ tíu í ár og mestallan tímann hafði hann stjórn á drykkjunni. „Ég skemmti mér mikið þegar ég var alkominn heim frá Kurgan og missti nánast ekki úr helgi,“ seg­ ir hann. Upp úr 2010 hafi neyslan hins vegar stóraukist. „Mér leið illa andlega um það leyti og fór að leita í flöskuna þegar ég kom heim af vöktum. Fannst sjálf­ sagt að fá mér einn drykk til þess að slaka á og líða betur,“ seg­ ir Helgi. Smám saman jókst neyslan og svo rann upp fyrir Helga að hann var orðinn dagdrykkju maður sem þarfnaðist hjálpar. „Mér leið skelfilega illa einn daginn og sá að þetta gengi ekki svona mikið lengur. Ég hringdi þá í vin minn og sagðist þurfa hjálp. Fyrst hélt hann að ég væri að spá í fjár­ mögnun á nýjum rallbíl en ég leið­ rétti það fljótt,“ segir Helgi og hlær. Um leið og hann nefndi brennivínið brást vinur hans fljótt við og hringdi á Vog og þangað var Helgi mættur daginn eftir og fór í rúmlega þriggja vikna meðferð. „Hjá SÁÁ er unnið stórkostlegt starf og mér var hjálp­ að að takast á við vandamálið. Ég hef verið edrú síðan og er duglegur að mæta á fundi. Ég hef eignast fjöl­ marga vini í þessu ferli sem mér þykir afar vænt um,“ segir Helgi og kveðst þakklátur fyrir að eiga marga góða að. Hugsar til Kurgan Hann segist reglulega hugsa til Kurgan og þeirra ára sem hann eyddi þar. Þrátt fyrir sársaukann sem tengist staðnum og á köflum frum­ stæð skilyrði þá hugsi hann með mik­ illi hlýju til þessa tíma. „Ég hef ekki farið þangað út síðan 1989 en mig langar mikið til þess einn daginn, enda eflaust margt breyst. Ég veit að spítalinn er þarna enn og hann hefur núna verið nefndur í höfuðið á Ilizarov, vini mínum. Ætli ég setji ekki fyrst stefnuna á að taka þátt í sterku rallmóti og síðan endurnýja kynnin við Síberíu,“ segir Helgi glaður í bragði. n „Þetta var gjör- samlega óbæri- legur sársauki og reglu- lega öskraði ég og grét til skiptis. Ég hélt á tímabili að ég væri að deyja. Hlýjar minningar Helgi kveðst þakklátur fyrir tímann í Kurgan og minnist dvalarinnar með hlýju þrátt fyrir erfiðar stundir á köflum. Fjöl- miðlar sýndu aðgerðun- um mikinn áhuga og Helgi varð þjóðþekktur. MyND Sigtryggur Ari Í spelkum Hér má sjá búnaðinn sem Helgi var með um fæturna. Hann gat stigið í fæturna strax eftir að beinin voru brotin en átti erfitt með gang, sérstaklega þegar lærleggirnir voru lengdir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.