Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 8
8 Fréttir Vikublað 12.–14. apríl 2016 Brjóstapúðahneykslið kostaði ríkið 61 milljón n Mun minna en áætlanir gerðu ráð fyrir n 131 kona lét fjarlægja PIP-silíkonpúða á Landspítalanum K ostnaður íslenska ríkisins vegna PIP-verkefnisins svo- kallaða nam rúmlega 61 milljón króna. Verkefnið fól í sér að bjóða öllum kon- um sem fengið höfðu ígræddar PIP- brjóstafyllingar hér á landi upp á ómskoðun og að fjarlægðir yrðu si- líkonpúðarnir umdeildu árið 2012. Kostnaður ríkisins vegna þessa var talsvert minni en jafnvel hóflegustu áætlanir gerðu ráð fyrir. 131 kona lét fjarlægja hina gölluðu púða úr brjóst- um sínum á Landspítalanum. 350 konur fóru í skoðun Kostnaðurinn við verkefnið kom í ljós í svari heilbrigðisráðherra við fyrir- spurn Willums Þórs Þórssonar á Al- þingi á dögunum. Willum Þór lagði fyrir nokkru síðan fram fyrirspurnir til allra ráðherra varðandi kostnað ráðuneyta þeirra vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa á árun- um 2010, 2011 og 2012, eða í tíð síð- ustu ríkisstjórnar. Þar kemur fram í sundurliðuðu svari ráðherra að PIP- verkefnið hafi kostað 61,4 milljónir króna. 11,2 milljónir rúmar fóru til Krabbameinsfélags Íslands en konum með PIP-brjóstapúða var boðið að fara í ómskoðun hjá Leitarmiðstöð Krabbameinsfélagsins frá 2. febrúar til 31. maí 2012. 350 konur fóru í slíka skoðun og reyndust alls 208 konur vera með leka púða. 50 milljónir í brottnám Rúmlega 50,2 milljónir króna fóru síð- an til Landspítalans vegna verkefnis- ins. Konum stóð til boða að láta fjar- lægja PIP-púða sína með aðgerð á vegum Landspítala en ísetning nýrra brjóstpúða var ekki framkvæmd af spítalanum þar sem brottnám PIP- púðanna var álitið nauðsynleg heil- brigðisþjónusta en ísetning nýrra púða taldist fegrunaraðgerð. Konur sem kusu að fá nýjar brjósta- fyllingar í stað þeirra gömlu urðu að greiða allan kostnað sjálfar og láta gera það á einkastofum. Í tilkynningu á vef velferðarráðu- neytisins í byrjun febrúar 2012, þar sem verkefnið var kynnt, kom fram að áætlaður kostnaður ríkisins vegna þessa yrði á bilinu 90–150 milljónir króna. Var gert ráð fyrir að það myndi ráðast af umfangi einstakra aðgerða og því hve margar konur myndu nýta sér boð stjórnvalda. Ljóst var á þeim tíma að um 400 konur hefðu fengið PIP-brjóstafyllingar á Íslandi á árunum 2000–2010. Var gert ráð fyrir að einhverjar þeirra hefðu þegar verið fjarlægðar, einhverjar konur væru ekki sjúkratryggðar hér á landi og þyrftu því að greiða sjálfar kostnað vegna aðgerða að fullu. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðu- neytinu var enginn frekari kostnaður vegna PIP-verkefnisins en fram kemur í svari ráðherra. Ljóst er því að brjóstapúða aðgerðin kostaði tæpum 30 milljónum króna minna en hófleg- ustu áætlanir gerðu ráð fyrir. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is PIP-hneykslið í hnotskurn Iðnaðarsilíkon og aukin rofhætta Það var í ársbyrjun 2012 sem kom í ljós að franska fyrirtækið Poly Implant Prothese (PIP) hefði vísvitandi fyllt silíkon- brjóstapúða sína með iðnaðarsilíkoni. Fyrir vikið væri mun meiri hætta á að púðarnir rofnuðu. Síðar bárust fréttir af því að silíkonið væri í þokkabót mjög krabbameins- valdandi. Engar læknisfræðilegar né eiturefna- fræðilegar sannanir fundust hins vegar fyrir því að fjarlægja þyrfti óskemmda PIP-silíkonpúða úr brjóstum kvenna, og að þeir væru ekki skaðlegri heilsu fólks þegar þeir rifnuðu en aðrir sambærilegir púðar, samkvæmt niðurstöðu rannsóknarnefndar á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins árið 2014. Niðurstaða nefndarinnar var sambærileg niðurstöðum breskra sér- fræðinga sem komust að þeirri niðurstöðu að púðarnir umdeildu væru ekki krabba- meinsvaldandi, en hins vegar líklegri til að springa en hefðbundnir púðar af sama tagi. Yfirmaður og stofnandi PIP, Jean-Claude Mas, var í lok árs 2013 dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Frakklandi vegna málsins. Hér heima beindist kastljósið að lýtalækninum Jens Kjartanssyni sem var sá eini sem flutti inn og notaði umrædda púða á umræddu tímabili. Íhuguðu viðskiptavinir hans að leita réttar síns gagnvart honum og íslenska ríkinu en ekkert varð úr. Ein kona höfðaði einkamál vegna málsins sem vísað var frá dómi. Franskur dómstóll komst síðan í nóvem- ber 2013 að því að þýskt eftirlits- og vottun- arfyrirtæki, TÜV Rheinland, bæri ábyrgð á því að PIP-púðarnir fóru í umferð. Þúsundir kvenna, þar af fjölmargar íslenskar konur, tóku þátt í hópmálsókn gegn fyrirtækinu. PIP-málið kostaði sitt Kostnaður íslenska ríkisins vegna aðgerða í kjölfar PIP- brjóstapúðahneykslisins var minni en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. Ómskoðun og brottnám púðanna kostaði 61 milljón króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.