Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 15
Umræða 15Vikublað 12.–14. apríl 2016
Ég gat ekkert gert vegna þess að
enginn í skólanum hlustaði á mig
Er þetta nógu skýrt? Er
ykkur þetta skiljanlegt?
Fallið á siðferðisprófinu
Sjana Rut Jóhannsdóttir sagði frá einelti og ofbeldi sem bróðir hennar varð fyrir. – DV
N
ý ríkisstjórn Sigurðar Inga
Jóhannssonar nýtur ekki
trausts þjóðarinnar. Þetta
á að vera ráðherrum og
stjórnarliðum ljóst og því
ættu þeir að gæta þess að fá þjóð
ina ekki upp á móti sér í meira mæli
en nú er. Á stjórnarheimilinu verða
menn að tala varlega og gæta þess
að ögra ekki eins og gerðist þegar
orð féllu þess efnis að ekki yrði boð
að til kosninga í haust nema stjórn
arandstaðan yrði þæg og gerði það
sem henni væri sagt. Þeir sem þetta
sögðu hafa dregið orð sín til baka og
virðast vera að átta sig á því að hót
anir og hrokafullar yfirlýsingar eru
ekki að falla í kramið hjá þjóðinni.
Sömuleiðis ætti stjórnarandstaðan
að varast að falla í þann fúla pytt
að hóta því að stöðva öll mál ríkis
stjórnarinnar, sama hversu góð og
brýn þau eru. Þjóðin er búin að fá
nóg af pólitískum klækjabrögðum og
þá skiptir engu hvort um er að ræða
ríkisstjórnarflokka eða stjórnarand
stöðuflokka.
Fulltrúar ríkisstjórnarinnar ættu
sem fyrst að tilkynna um dagsetn
ingu kosninga, það sýndi allavega
viðleitni til að sefa þá miklu reiði sem
ríkir meðal þjóðarinnar. Það er engin
ástæða til að fara fram á að nýr for
sætisráðherra og fjármálaráðherra
felli iðrunartár í beinni útsendingu
vegna alls þess sem farið hefur á verri
veg síðustu vikur, en það er vel hægt
að fara fram á að þessir sömu menn,
sem og aðrir ráðherrar og þingmenn
stjórnarflokkanna, sýni af sér auð
mýkt – eða allavega vott af henni.
Ekki tókst stjórnarflokkunum að
lappa upp á ríkisstjórnina á sann
færandi hátt. Sá leikur að gera Lilju
Alfreðsdóttur að utanríkisráðherra
er forvitnilegur en Sigurður Ingi er of
tengdur fyrrverandi forsætisráðherra
til að þjóðin geti sætt sig við hann í
embættinu. Hugmyndin um að gera
hinn vel liðna forseta Alþingis, Einar
K. Guðfinnsson, að forsætisráðherra
hefði örugglega fallið í betri jarðveg
hjá þjóðinni. Ekki þar fyrir, líklega
hefði ekkert getað bjargað þessari
ríkisstjórn. Hún er dæmd til að falla
fyrr eða síðar – og þjóðin vill greini
lega að það gerist sem fyrst.
Merkilegum pólitískum ferli Sig
mundar Davíðs Gunnlaugssonar
er mjög líklega lokið. Flokksmenn
hans standa ekki lengur við bakið
á honum og þjóðin er afar ósátt við
fyrrverandi forsætisráðherra sinn.
Það er útilokað að Sigmundur Davíð
geti leitt Framsóknarflokkinn í næstu
kosningum, nema það sé ósk fram
sóknarmanna að flokkurinn þurrkist
út. Bjarni Benediktsson hefur sterk
ari stöðu innan síns flokks en það
felst samt í því ákveðin áhætta fyrir
Sjálfstæðisflokkinn að hafa hann
í formannssæti í kosningum sem
munu snúast um siðferði og siðbót.
Það er ekki hægt að neita því að
ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunn
laugssonar kom góðum málum í verk
og blessunarlega ríkir hér efnahags
legur stöðugleiki. Ríkisstjórnin féll
hins vegar á siðferðisprófinu. Í kjöl
farið virðast miklar sviptingar fram
undan í íslenskum stjórnmálum. n
Hvað vill Ólafur Ragnar?
Ólgan í íslenskum stjórnmálum
hefur orðið til þess að enginn er
að ræða forsetakosningar sem
fara eiga fram laugardaginn
25. júní. Núverandi forseti er
með pálmann í höndunum eftir
vasklega framgöngu á umróta
tíma í íslenskri pólitík. Víst er að
kjósi hann að sitja áfram á hann
vísan stuðning þjóðarinnar. Nú
er þess beðið að forsetinn til
kynni hvort ákvörðun hans um
að hætta standi eða hvort hann
hafi skipt um skoðun. Á meðan
heyrist lítið sem ekkert frá þeim
fjölmörgu sem þegar hafa boðið
sig fram til forseta. Enginn þeirra
á möguleika gegn Ólafi Ragnari
ákveði hann að halda áfram.
Mér var nauðgað
þegar ég var sjö ára
Einar Mikael Sverrisson töframaður sagði frá átakanlegu ofbeldi. – DVSighvatur Björgvinsson hundskammar forystusveit Samfylkingarinnar. – MBL
Vorkosningar, ekki haustkosningar
Þ
að er mikið óráð af hálfu
ríkis stjórnarmeirihlutans að
hafna kosningum nú í vor.
Margt mælir með vorkosn
ingum nú. Þar með hæfist möguleg
sáttagjörð við þjóðina en samkvæmt
skoðanakönnunum er yfirgnæfandi
meirihluti kjósenda fylgjandi al
þingiskosningum þegar í stað. Vel
væri gerlegt að efna til þingkosninga
fyrir lok maímánaðar.
Enga stundarhagsmuni
Á Íslandi er eðlilegt að kjósa á vorin. Þar
vegur þungt að yfir sumarmánuðina
fer fram grunnvinna fyrir fjárlög kom
andi árs þannig að fjárlagafrumvarp
geti komið fram í haustbyrjun. Þá hefst
samtal við þá aðila sem hagsmuna eiga
að gæta, heilbrigðisstofnanir, skóla,
löggæslu, rannsóknarstofnanir og
fulltrúa margvíslegrar þjónustustarf
semi um rekstrarframlag. Þessu sam
tali verður að gefa góðan tíma. Þetta
á ekki að vera andarteppuumræða og
hana mega stundarhagsmunir stjórn
málaflokka ekki trufla. Að vísu ber að
hafa í huga að Alþjóðagjaldeyrissjóð
urinn svindlaði inn á okkur lögum um
Opinber fjármál sem stórlega hefta Al
þingi við fjárlagagerðina á haustin en
leggja þeim mun meira upp úr vinnu
á fyrri stigum.
Almennt séð gæti það vissu
lega orðið fjörugt að blanda fjár
lagaumræðunni við kosningar. Hversu
málefnalegt það yrði skal ósagt látið og
hvort fagurgalinn í aðdraganda kosn
inganna yrði síðan nákvæmlega í sam
ræmi við endanlega niðurstöðu í loka
atkvæðagreiðslu, skal einnig ósagt
látið. En gott og vel, ræðum þennan
möguleika. Ekki er ég á móti því að
lýðræðisvæða fjárlagagerðina!
Ekki slæva vopn Íslands!
Annað sem mælir með kosningum í
vor eru undarlegar og varasamar heit
strengingar um afnám gjaldeyrishafta
en nýr forsætisráðherra kveður afnám
þeirra vera forgangsmál Íslendinga
– lífsspursmál sé að losna við höftin
og að það verði að gerast fyrir kosn
ingar í haust! Þetta er ekki bara óhyggi
leg heldur stórvarasöm nálgun. Ekki
má gleyma því að gjaldeyrishöft eru
hér af illri nauðsyn. Þau eru varnar
múr okkar gegn aflandskrónufólkinu
– spekúlöntunum sem komu hingað
með gjaldeyri til að hagnast á háum
vöxtum og í einhverjum tilvikum
sveiflum í verðgildi krónunnar – sveifl
um sem þeir sjálfir bjuggu til í siðlausri
ásókn sinni í illa fenginn gróða.
Nú stendur til að fara í
aflandskrónuuppboð í vor. Útboðið
byggir á því að menn lækki gjaldeyris
eign sína í verði til þess að komast sem
fyrst út úr peningakerfi okkar með
hana. Menn bjóða með öðrum orðum
niður á við og það gera menn vegna
gjaldeyrishaftanna. Þau eru þannig
okkar vörn, okkar vopn. Ef hins vegar
tímasetning afnáms hafta er ákveðin
og dagsetningin yfirlýst, þá hreyfa
eigendur aflandskrónanna sig hvergi
eða alla vega síður. Með öðrum orð
um, tímasetningin slævir sverð Ís
lands. Liggur þetta ekki í augum uppi?
Liggur þá ekki líka í augum uppi að
yfir lýsingar um tímasetningu afnáms
gjaldeyrishafta eru ekki skynsam
legar?
Sífrið í Viðskiptaráði
Þetta þýðir þá líka að röksemdir
stjórnar meirihlutans um að nú
verandi ríkisstjórn verði að ljúka
afnámi hafta fyrir haustið er ekki bara
heimskuleg heldur beinlínis þjóð
hagslega varasöm. Síðan er náttúr
lega hitt að þótt við höfum hlustað á
sífrið í Viðskiptaráði og öðrum hags
munaaðilum tengdum peninga
valdinu, að mál málanna sé að brask
arar geti hreyft peninga óhindrað inn
og út úr landinu, þá leikur ekki vafi á
því í mínum huga að illar afleiðingar
haftanna hafa verið stórlega ýktar.
Það hefur verið hálf dapurlegt að
hlusta á fulltrúa íslenskra stórfyr
irtækja, sem sjálf eru undanskilin
gjaldeyrishöftum, taka þátt í þessu
harmakveini. Íslenskur almenn
ingur veit varla af þessum höftum,
við förum inn og út sem ferðamenn
eins og ekkert hafi í skorist og fyrir
flest fyrirtæki í erlendum samskipt
um er þetta lítið mál í samanburði
við hina stóru heildarhagsmuni okk
ar að passa upp á stöðug leika efna
hagskerfisins. Höft á fjármagnsflutn
ingum og þar með stýring á genginu
er ekki versta böl Íslands, því fer fjarri.
Gegn auðræði
Annars er mikilvægt að ríkisstjórn
in byrji að reyna að skilja hverju fólk
er að mótmæla. Það er verið að mót
mæla skattaskjólum og þeim sem
þangað hafa leitað, það er verið að
mótmæla Borgunarhneykslinu, það
er verið að mótmæla arðtökunni úr
trygginga fyrirtækjunum, það er verið
að mótmæla fyrirhugaðri sölu bank
anna og minn skilningur er sá að
það sé líka verið að mótmæla mark
aðsvæðingu heilbrigðisþjónustunn
ar. Allt eru þetta mál sem ögra fólki.
Auðvitað á fólk að tala yfirvegað og
af sanngirni. Það á líka við um Aust
urvöll. En förum varlega í að tala nið
ur réttmæta gagnrýni í þjóðfélaginu
gegn yfirgangi peningavalds og mark
aðshyggju. n
Ögmundur Jónasson
þingmaður Vinstri grænna
Kjallari
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
„Þjóðin er búin að
fá nóg af póli
tískum klækjabrögðum
og þá skiptir engu
hvort um er að ræða
ríkisstjórnar flokka eða
stjórnar andstöðuflokka.
Mynd SiGtRyGGuR ARi
Sandkorn
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaSKot
512 70 70fr jáL S t, ó Háð dag b L að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðaLnúmer
ritStjórn
áSKriftarSími
aUgLýSingar
útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • dreifing: Árvakur
Poolborð með
borðtennisborði
Ásamt
því sem
þarf til
að sPila
Pool
verð:
75.514 kr.
180x90 cm.
Pingpong.is - Suðurlandsbraut 10, Reykjavík - Sími 568 3920 & 897 1715