Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 10
10 Fréttir Vikublað 12.–14. apríl 2016 Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is Þú færð gamaldags rofa og tengla hjá okkur í Rafport Borgartún 23, Reykjavík / Sími: 561 1300 / Opið: mán. - fös. 10-18, lau. 11-18 & sun. 12-16 Þú getur líka pantað á netinu www.reykjavikurblom.is Blóm og gjafavara við öll tækifæri Góð og persónuleg þjónusta Skírn - Fermingar - Brúðkaup - Samúð - Útfarir Niðurstöðu beðið í Móabarðsmáli n Rannsókn málsins enn í lás n Fjölskyldan íhugar að flytja L ögreglan á höfuðborgar- svæðinu bíður nú eftir endan legum niðurstöðum réttarlæknisfræðings sem fenginn var til að fara yfir gögn og áverka konunnar í Móa- barðsmálinu svokallaða. Nokkuð er síðan lögreglu bárust bráða- birgðaniðurstöður. Árni Þór Sig- mundsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn hjá kynferðisbrotadeild, segir að niðurstöður réttarlækn- isfræðings verði ekki gefnar upp, en að málið sé í sama lás og verið hefur undanfarnar vikur. Ekkert nýtt „Það hefur allt verið rannsakað og skoðað sem hægt er jafnóðum en það hafa ekki komið margar vís- bendingar undanfarið. Það var að- allega fyrst. En ekkert nýtt komið fram,“ segir Árni Þór aðspurður um hvort sami þungi sé í rannsókn málsins nú og var á upphafsstigum þar sem það var í algjörum forgangi. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið og lögreglan frá upphafi haft úr litlu að moða í leit sinni að árásarmanninum. Mál sem skók þjóðina Nú eru að verða liðnir tæpir tveir mánuðir síðan lögreglu barst fyrsta tilkynning um óhugnanlega og alvarlega árás ókunnugs manns á konu á heimili hennar í Móabarði í Hafnarfirði. Það var 15. febrúar síð- astliðinn. Önnur árás á sömu konu var tilkynnt viku síðar, þann 22. febrúar. Eins og DV greindi frá voru meðal þeirra áverka sem voru á konunni eftir atvikin að tiltekið tákn var rist á kvið hennar. Málið vakti mikinn óhug í þjóðfélaginu enda án fordæma að árásarmaður sitji með þessum hætti um tiltekinn þolanda, sæti færis og láti til skarar skríða í tvígang á sama stað. Heimildir DV herma að konan og fjölskylda hennar íhugi nú alvar- lega að flytja úr íbúðinni þar sem árásirnar tvær eiga að hafa átt sér stað. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Beðið eftir endanlegri niðurstöðu Lögreglan bíður eftir endanlegri niðurstöðu úr rannsókn réttarlæknisfræðings í Móabarðsmálinu. Mynd ÞoRMaR VigniR gunnaRSSon „Það hefur allt verið rannsakað og skoðað sem hægt er jafnóðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.