Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 22
Vikublað 12.–14. apríl 20166 Brúðkaup - Kynningarblað B lómastofa Friðfinns ehf. hefur verið starfrækt síðan 1968 og er því ein elsta blómaverslun á landinu. Dýrmæt reynsla stofunnar, sem hefur safnast saman í gegnum árin og er aðalsmerki hennar, er nú í búningi nýrra viðskiptahátta þar sem verslunin sérhæfir nú í að vera eingöngu með net- og símaþjón- ustu. Að sögn Jennýjar Ragnars- dóttur, eiganda Blómastofu Frið- finns, er stofan í beinu sambandi við blómaheildverslun: „Við erum því ætíð með fersk blóm og engin hætta á að viðskiptavinir okkar fái blóm sem hafa staðið lengi. Við höldum áfram að kappkosta að veita bestu og sem víðtækasta þjónustu í tengslum við blóm og skreytingar. Blómastofan er með blóm á boðstólum fyrir hina ýmsu viðburði og tilefni; svo sem brúð- kaup, fæðingar, afmæli, ráðstefnur, útskriftir og ótal margt fleira.“ Tískan í brúðarvöndum og skreytingum 2016 „Ef hægt er vil ég fá að sjá brúðina áður en ég útbý vöndinn hennar, og helst kjólinn líka, til þess að fá til- finningu fyrir persónunni og stíln- um hennar. Í ár er brúðarblómat- ískan gjarnan með gamaldags blæ, stór blóm og skartgripi má jafnvel þræða inn í vöndinn. Vinsælt er að hafa einhvern hlut í vendinum, t.d. eitt stórt skart sem hefur persónu- lega merkingu og hefur verið í fjöl- skyldunni, eins og t.d. gamli gull- hringurinn hans afa. Þannig eru blóm og skart tengd saman. „Boho“ eða „vintage“ eru lykilorð tískunnar í ár. Villt og látlaus. Eitt stórt blóm í hárinu. Um þessar mundir eru líka flæðandi, stórir vendir að komast í tísku. Þykkblöðungar eru líka mjög vinsælir í dag, í brúðarvöndum og í vasa á borði eða sem hluti annarra skreytinga. Mömmublóm eru vinsæl; þá er fínleg blómaskreyting um úlnlið mæðra brúðhjónanna. Orkídeur og calla blóm eru ekki lengur vinsælar blómategundir í brúðkaupum og sjást hvergi í dag. Svona breytist tískan!“ Fjögur brúðkaupsþemu „Brúðkaupsþemu skiptast gróflega niður í fjóra mismunandi stíla sem er notast við í blómaskreytingum og kjólum og er látnir halda sér alla leið, þ.e. í veislunni og kirkjunni. n Blómastofa Friðfinns ehf. Netfang: blomabud@blomabud.is Sími: 533-1099. Erum á Facebook. Blómastofa Friðfinns Komin í búning nýrra viðskiptahátta Rómantíski 18. aldar stíllinn Hér er stemningin sveita- leg og samsetning blóma er villt og rómantísk. Jafnvel notast við ögn sérkennileg blóm og vöndurinn er bundinn lauslega saman. Ljóðræni stíllinn Þessi stíll er vinsæll hjá ferðamönnum sem koma til Íslands og gifta sig hér á landi. Hér eru blómin í andstæðum litum og brúðhjónin eru ekki alltaf mikið uppáklædd. Allt er hrátt en þó fínlegt. Í brúðarvendinum er t.d. eitt stórt blóm í miðjunni og svo eru tínd blóm í stíl við það. Grænir og glaðlegir litir eru ríkjandi en fara eftir árstíð. Húmor eða hátíðleiki leggja línurnar. Náttúrulegi stíllinn Hér er enginn hátíðleiki á ferð og blóm- in í vöndinn eru tínd úti við, sumir leita í skóginn til að ná í greni og strá. Blóm sem ekki eru ræktuð í gróðurhúsi. Villt yfirbragð. Litatónar valdir eftir árstíð. „Og svo er vert að hafa á bak við eyrað að það þarf ekki alltaf sértök tilefni til að gefa blóm,“ segir Jenný brosandi að lokum. „Það gleður fólk alltaf jafn mikið að fá blóm að gjöf.“ Listræni stíllinn Andstæður eru í lykilhlutverki í þessum stíl. Dökkt og ljóst. Listrænt og fínlegt yfirbragð sem fylgir árstíð. Sérstök blóm eru valin; t.d. stórar, rauðar rósir ef um jólabrúðkaup er að ræða eða svokölluð ömmublóm á sumrin. Brúðarvöndurinn er t.d. byggður upp á löngu skafti sem er vafið með elegant blóm- um. Klæðaburður brúðhjóna er oft svolítið flippaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.