Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 14
14 Fréttir Erlent Vikublað 12.–14. apríl 2016 Rændi 15 mánaða barni og myrti það n Barnið fannst í læk stuttu frá Ólympíugarðinum í Melbourne n Móðirin hljóp á eftir morðingjanum L ögreglan í Melbourne leitar nú að manni sem grunað- ur er um að hafa rænt 15 mánaða gömlu barni og banað því. Barnið, Sanaya Sahib, var í vagni hjá móður sinni þegar því var rænt klukkan tíu á laugardagsmorgun. Sanaya fannst á grúfu í læk um miðja nótt á sunnudag. Lögreglan biðlar til allra sem telja sig hafa upplýs- ingar um dauða barnsins að hafa samband og segist óttast mjög ef maðurinn sem rændi barninu var ótengdur því með öllu. Voru í göngutúr Móðir stúlkunnar, Sofina Nikat, var á gangi með hana í vagni í Ólympíu- garðinum í Melbourne klukkan tíu á laugardagsmorgun. Hún segist hafa orðið vör við mann sem virtist fylgjast með henni og gekk í humátt á eftir henni. Skyndilega kom maðurinn aftan að henni, skellti henni í jörðina, greip barnið og hljóp af stað. Hún hljóp á eftir honum en hann hljóp svo hratt að hún náði ekki að fylgja honum eftir. Hún hljóp þá heim og hringdi á lögreglu sem setti af stað neyðaráætlun og leit að mannin- um. Fjölmargir sjálfboðaliðar buðu sig fram til aðstoðar og hófst leit skömmu eftir símhringingu Sofinu. Fannst látin Þrátt fyrir mikla leit fannst Sanaya Shaib ekki fyrr en aðfaranótt sunnudags. Það var fjölskylda sem vildi ólm taka þátt í leitinni sem fann hana í Darebin-læknum í Melbourne klukkan þrjú um nótt og var hún þá látin. Ástralskir fjölmiðlar hafa greint frá því að fjölskyldan sem fann hana hafi boðið sig fram til að taka þátt í leitinni vegna þess að hún hafði áður staðið í svipuðum spor- um og foreldrar Sanayu. Ættingi þeirra hvarf fyrir nokkrum árum – en fannst eftir umfangsmikla leit. Þau vildu aðstoða fólk sem upp- lifði sömu hremmingar og þau höfðu gert áður. Angaði af áfengi Maðurinn sem lögregla leitar að er dökkur yfirlitum og líklega svartur. Hann mun vera á þrítugs- aldri og hávaxinn. Hann var svart- klæddur og berfættur. Hann ku hafa angað af áfengi. Hann var sprettharður og komst á undan á hlaupum. Engar öryggismynda- vélar eru í garðinum og því hef- ur lögregla aðeins lýsingar móður barnsins til staðfestingar. Svo virð- ist sem enginn annar hafi verið á svipuðum slóðum og mæðgurnar í garðinum fyrir utan þennan mann á þessum tíma. Ekki grunuð Móðir telpunnar og faðir eru skil- in og hafði Sofina búið hjá vin- um nærri Ólympíugarðinum. Hún taldi öruggast að hlaupa heim þegar hún sá að hún náði ekki manninum. Sofina Nikat er 22 ára og Sanaya var hennar fyrsta barn. Nafn föður barnsins hefur ekki komið fram í áströlskum fjölmiðl- um en foreldrarnir eru sagðir hafa tekið þátt í leitinni og upplýsingar frá Sofinu eru notaðar til að leita að hinum grunaða. Hún er ekki grunuð um að hafa átt þátt í hvarf- inu eða bera ábyrgð á dauða barns- ins, segir lögregla. Foreldrarnir eru sagðir vera í miklu uppnámi, eðli- lega, en geri sitt besta til að lið- sinna lögreglu. Lögreglan veit ekki hversu lengi barnið var í læknum og dánar- orsök þess hefur ekki verið stað- fest. Krufning verður framkvæmd á næstu dögum. Foreldrarnir eiga einnig eftir að bera kennsl á barnið, en það mun þó aðeins vera formsatriði. „Það er mjög ógnvekj- andi ef þetta var tilefnislaus árás,“ segir yfirmaður rannsóknarinnar, Stuart Bailey. „Við þurfum að vera varkár, vitandi hvað hefur gerst, en við þurfum líka að bíða og leyfa rannsókn málsins að hafa sinn gang,“ sagði hann við fjölmiðla á sunnudagsmorgun. Hann hefur biðlað til almennings að gefa sig fram ef einhver telur sig hafa upp- lýsingar um þennan harmleik. n „Það er mjög ógn- vekjandi ef þetta var tilefnislaus árás. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Mæðgurnar Hér má sjá mæðgurnar saman. Myndina setti Sofina inn á Facebook á fimmtudag. Sanaya er sögð hafa verið hamingjusamt barn, búið við mikið atlæti foreldra sinna og umhyggju. Mynd FAcEbook Sjálfstætt starfandi apótek í Glæsibæ Opnunartími: Virka daga frá kl. 8.30-18.00 Laugardaga frá kl. 10.00-14.00 Okkar markmið er að veita þér og þínum framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn Uppakomur • Leikir • Tilboð Skútuvogi 12h, Reykjavík S: 568-9620 - bilaretting.is Vinnum fyrir öll tryggingafélög Útvegum bifreið meðan á viðgerð stendur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.