Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 25
Vikublað 12.–14. apríl 2016 Fólk Viðtal 17
eldbakaðar
eðal pizzur
sími 577 3333
www.castello.is
Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði
hann hélt af stað til Síberíu var
hann 114 sentimetrar á hæð.
Úr varð að faðir Helga fór með
drengnum og tók sér leyfi frá vinnu
á meðan. Feðgarnir gerðu ráð fyrir
að þeir yrðu í hálft ár úti og að Helgi
myndi aðeins undirgangast eina
meðferð. „Við vissum í rauninni
ekkert hvað vorum vorum að fara
út í og það var kannski ágætt. Ég
þráði bara að stækka og foreldrar
mínir veittu mér ómetanlegan
stuðning við að gera mér kleift að
reyna að láta þann draum rætast,“
segir Helgi. Feðgarnir áttu ekki
eftir að koma aftur til Íslands fyrr
en ári síðar og þá eingöngu til þess
að hvílast aðeins fyrir fleiri stórar
Helgi Óskarsson
Undirgekkst, fyrstur
Norðurlandabúa,
byltingarkennda aðgerð
í Síberíu til þess að
lengjast. Draumurinn um
að geta sest undir stýri
á bifreið kom honum í
gegnum verstu kvalirnar.
Mynd Sigtryggur Ari
aðgerðir og langdvalir í austri.
umdeildur læknir
Sjúkrahúsið sem Helgi fór á var um-
deilt með afbrigðum. Á ensku hét
það Kurgan Research Institute for Ex-
perimental and Clinical Ortho paedics
and Traumatology og í forsvari fyrir
það var læknirinn og frumkvöðullinn
dr. Gavriil Abramovich Ilizarov. Hann
þróaði sérstaka aðferð og búnað til
þess að lengja fólk en mikil tortryggni
mætti sovéska lækninum til að byrja
með.
Andúð læknayfirvalda í Moskvu
sem og alþjóðasamfélagsins var mikil
en smám saman fór árangur aðgerð-
anna að tala sínu máli og hróður dr.
Ilizarovs barst víða. Aðferðir hans
voru teknar upp um allan heim og
meðal annars hafa slíkar aðgerðir
verið framkvæmdar hér á landi. Eins
og nafnið gefur til kynna var spítalinn
í borginni Kurgan, sem er ein elsta
borgin í gjörvallri Síberíu, í 2.000 kíló-
metra fjarlægð frá Moskvu.
Misstu af jarðarförinni
Helgi talar afar hlýlega um dr. Ilizarov
sem var einn valdamesti maður-
inn í Kurgan og goðsögn í lifandi lífi.
„Starfsfólk og aðrir sjúklingar tipluðu
á tánum í kringum hann og ávörp-
uðu hann af óttablandinni virðingu.
Ég og pabbi, sennilega óvanir stétta-
skiptingunni, vorum hins vegar mjög
ákveðnir og kröfuharðir í hans garð og
ávörpuðum hann eins og jafningja.
Starfsfólkið átti ekki orð yfir þessu en
Ilizarov kunni að meta þetta og á milli
okkar feðganna og hans tókst mikil
vinátta,“ segir Helgi.
Þegar ljóst var að Helgi væri búinn
að undirgangast sína síðustu aðgerð
vildi sovéski læknirinn endilega lengja
Helga um 15 sentimetra í viðbót. „Ég
held að hann hafi ekki viljað missa
okkur í burtu, en þá var ég búinn að
fá alveg nóg,“ segir Helgi og hlær dátt.
Ilizarov lést árið 1992, þá 71 árs gam-
all. „Ég og pabbi hefðum gjarnan vilj-
að fara út og fylgja honum til grafar.
Það reyndist þó of dýrt með þessum
skamma fyrirvara,“ segir Helgi og eftir-
sjáin er greinileg í rödd hans.
Beinin brotin með meitli
Aðgerðin sem Helgi undirgekkst og
byggði á uppgötvunum dr. Ilizarov
fólst í því að bein hans voru brotin
með eins konar meitli og síðan voru
langir naglar boraðir í gegnum beinið
á nokkrum stöðum. Því næst voru
staðboltar og járnhringir settir utan
um beinið til þess að geta skrúfað
beinbrotin í sundur, fjórum sinnum á
dag. „Þeir reyndu að ná um tveimur
millimetrum á dag. Utan um leggina
var síðan grind, eins konar spelkur,
sem hélt öllu í stað,“ segir Helgi og
hlær þegar hann sér augljósan skelf-
ingarsvipinn á blaðamanni.
Eins og áður segir höfðu feðgarnir
ekki gert sér grein fyrir því hversu
langan tíma meðferðin tæki og
hvað þá að um fleiri en eina yrði að
ræða. „Fyrsta meðferðin, þar sem
fótleggirnir voru lengdir, tók rúmt
ár. Við fórum síðan heim til Íslands
þar sem ég jafnaði mig en síðan
héldum við aftur út,“ segir Helgi.
Hann og faðir hans fóru tvisvar út
í viðbót þar sem Helgi undirgekkst
lengingu á lærleggjum og síðar
upphandleggjum. Í hvert skipti
dvöldu þeir í heilt ár í síberísku
borginni.
Barátta við tryggingastofnun
„Þetta voru miklar fórnir sem
foreldrar mínir færðu fyrir mig.
Pabbi var allan tímann frá vinnu
en sem betur fer vann hann hjá
fyrirtæki bróður síns þannig að
hann naut mikils skilnings,“ segir
Helgi. Fjárútlátin vegna aðgerðanna
voru aftur á móti þungur baggi og
sérstaklega vegna fyrri aðgerðarinnar
sem fjölskyldan þurfti sjálf að borga
að fullu. „Sjúkratryggingarnar hérna
vildu ekki taka þátt í þessari aðgerð
sem þótti áhættusöm. Þeir læknar
sem sögðu álit sitt á þessu voru mjög
neikvæðir og töldu margir að ég
myndi aldrei ná mér að fullu, jafnvel
að ég myndi enda í hjólastól það sem
eftir var ævinnar,“ segir Helgi.
Ferð feðganna til Kurgan vakti
mikla athygli fjölmiðla á sínum
tíma og ítarlega var fjallað um
hana í helstu fjölmiðlum landsins.
Sérstaklega var barátta fjölskyldunnar
við Tryggingastofnun áberandi í
fjölmiðlum og niðurstöðu þeirrar
baráttu voru gerð ítarleg skil. „Það
var verið að sýna kvikmynd á
Ríkisútvarpinu eitt kvöldið en allt í einu
var útsendingin rofin út af sérstökum
fréttum. Þá kom bara örstutt innslag
um að Tryggingastofnun hefði
fallist á að taka þátt í kostnaði næstu
aðgerðar fyrir Helga Óskarsson og
svo hélt myndin áfram,“ segir Helgi
og hlær dátt við tilhugsunina. Hann
segir að athyglin hafi verið mikil um
tíma og sérstaklega nokkur ár eftir
að aðgerðirnar voru yfirstaðnar. „Það
voru alltaf einhverjir sem mundu
eftir mér þegar ég fór út að skemmta
mér og reglulega varð ég fyrir áreiti
vegna þess en aldrei neinu alvarlegu.
Ég var samt feginn að athyglin fjaraði
smám saman út.“
deyfði sársaukann með vodka
Helgi fór út í sína aðra aðgerð árið
1983, þá á fjórtánda aldursári.
Ætlunin var að lengja lærbeinin og
laga beinin sem voru nokkuð bogin
sem þýddi að Helgi var æði fattur.
„Aðgerðin á lærunum var langverst.
Þetta var gjörsamlega óbærilegur
sársauki og reglulega öskraði ég og
grét til skiptis. Ég hélt á tímabili að ég
væri hreinlega að deyja,“ segir Helgi.
Hann var svæfður þegar beinin
voru brotin og búnaðinum komið
fyrir en að öðru leyti var lítið um að
hann honum væru gefin verkjalyf.
„Þeir sem önnuðust mig voru sparir
á verkjalyfin, aðallega svo að ég yrði
ekki háður þeim en eflaust líka út af
kostnaði,“ segir Helgi. Kvalirnar gerðu
að verkum að fljótlega byrjaði hann
að deyfa sársaukann með því, sem
er líklega einkennandi fyrir ímynd
Sovét ríkjanna í Vesturlöndum,
vodka.
„Ég smyglaði því yfirleitt inn sjálfur
og faldi í rúminu mínu. Góð vinkona
mín meðal starfsfólks smyglaði líka
reglulega til mín flöskum,“ segir
Helgi. Hann saup vodka af stút í hvert
sinn sem kvalirnar urðu óbærilegar
og án þess hefði hann varla getað
sofnað á kvöldin. „Í eitt skipti var ég
alveg að drepast úr verkjum og ekki
til einn dropi af vodka. Þá teygði ég
mig í rússneskan rakspíra sem ég
þrælaði í mig,“ segir Helgi og hryllir
við minninguna. Þessi kynni af
Bakkusi í Síberíu hjálpuðu honum í
gegnum verstu raunirnar en síðar á
lífsleiðinni átti brennivínið eftir að
verða honum fjötur um fót.
Sérstakt mannlíf á spítalanum
Á meðan meðferðirnar stóðu
yfir bjuggu íslensku feðgarnir á
spítalanum. „Það var í raun það
eina sem var í boði. Kurgan var mjög
frumstæður bær og þar var lítið um
að vera. Langbestu aðstæðurnar
voru því á spítalanum,“ segir Helgi.
Á þeim tíma sem Helgi dvaldi á
sjúkrahúsinu í Kurgan var það ein
stærsta meðferðarstofnun veraldar,
með pláss fyrir um 1.000 sjúklinga.
Mannlífið á spítalanum var æði
sérstakt á köflum en samveran var
mikil og því eignaðist Helgi góða vini
þar ytra.
„Ég var með ítalskan
herbergisfélaga í fyrstu meðferðinni.
Það var ungur strákur eins og ég og
við urðum ágætis vinir. Sá ítalski
höndlaði sársaukann mjög illa og
grét allar nætur. Foreldrar hans, sem
voru mikið sómafólk, gátu hreinlega
ekki horft upp á son sinn kveljast
svona mikið og því létu þau aðeins
þessa einu meðferð duga. Pabbi
minn var aftur mun harðari af sér
og ég kannski líka. Við fórum þetta
saman á hörkunni,“ segir Helgi.
Eftirminnilegur Japani
Helgi var fyrsti Norðurlandabúinn
sem undirgekkst þessa
byltingarkenndu meðferð. Flestir
sjúklingarnir voru frá Sovétríkjunum
sálugu en einhverra hluta vegna
voru margir ítalskir sjúklingar á
sjúkrahúsinu. Að öðru leyti var um
allra þjóða kvikindi að ræða og einn
sá eftirminnilegasti í huga Helga var
japanskur maður sem hann kynntist
vel.
„Sá var bara af eðlilegri stærð,
meðalmaður. Hann var forvitinn um
aðgerðina og dreymdi um að verða
hærri. Hann lét sig því hafa þessar
kvalir og þennan langa meðferðar-
tíma til þess að hækka um nokkra
sentimetra,“ segir Helgi og hlær dátt.
Hann missti samband við alla þessa
fjölbreyttu vini sína þegar aðgerða-
tímabilinu lauk og harmar það mjög.
„Það hefði verið gaman að vera í
sambandi við þetta fólk í dag. Þetta
var fyrir tíma samfélagsmiðlanna og
því var flóknara að vera í sambandi
við erlenda vini. Það er þó aldrei að
vita nema ég reyni að finna þetta
Í fréttum Hér má sjá myndir af Helga sem birtust í DV á árum áður. Þar má greinilega sjá
hversu vel aðgerðirnar heppnuðust. Þegar yfir lauk hafði hann hækkað um 40 sentimetra.„Þetta var gjör-
samlega óbæri-
legur sársauki og reglu-
lega öskraði ég og grét til
skiptis. Ég hélt á tímabili
að ég væri að deyja.