Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 16
Vikublað 12.–14. apríl 201616 Fólk Viðtal 5 5 2 - 6 0 6 05 5 2 - 6 0 6 0 Ugly. is - smiðjUvegi 2 og l angarima 21 H elgi er fæddur í maí 1969 og ólst upp í Hlíðunum. „Svæðið sem Kringlan reis á var leiksvæði bernsku minnar og því tengjast margar góðar minningar,“ segir Helgi. Hann átti að mörgu leyti góða æsku en varð þó fyrir aðkasti og stríðni vegna litningagalla sem olli dvergvexti Helga. „Ætli það yrði ekki kallað einelti í dag. Það er því miður það sem hendir iðulega þá sem eru öðruvísi. Ég átti hins vegar mjög trausta vini sem að veittu mér stuðning,“ segir hann. Skólagangan var sársaukafull og hann vill ekki ræða hana sérstaklega. „Ég á eftir að gera það upp síðar. Af því að ég var öðruvísi þá var ég sendur í Öskjuhlíðarskóla sem reyndist mér mjög þungbært. Þar fékk ég engan veginn þá örvun sem að ég þurfti,“ segir Helgi og dæsir. „Þjóðfélagið var einfaldlega ekki upplýstara á þessum tíma, sem afsakar þó ekki hvernig komið var fram við mig.“ Fann ástríðuna í ralli Bílar hafa verið ástríða Helga frá barnsaldri, og þá sérstaklega rallakstur. „Ég kann ekkert að gera við bíla né hef ég sérstakan áhuga á því. Mér finnst aftur á móti gam- an að keyra og hef verið viðloðandi rallakstur og allt samfélagið í kring- um þá íþrótt lengi. Þar á ég marga kunningja og vini,“ segir Helgi. Hann hefur margoft spreytt sig sem ökumaður á mótum en hefur ekki keppt síðan 2008. „Ég á þrjú ár í fimmtugt og ég er búinn að lofa sjálfum mér því að ég leigi öflugan bíl og setjist aftur undir stýri á sterku móti áður en þau tímamót bresta á,“ segir Helgi dreyminn. Það var faðir Helga, Óskar Einarsson, sem smitaði hann af rallbakteríunni. „Pabbi hafði afskaplega mikinn áhuga og leyfði mér að fylgja sér hvert skref. Ég var líklega 6–7 ára þegar ég áttaði mig á því að ég gæti líklega aldrei sest undir stýri vegna fötlunar minnar og það var gríðarlegt áfall,“ segir Helgi. Norskt vikublað örlagavaldur Það átti eftir að breytast. Árið 1981 keypti móðir Helga fyrir tilviljun norskt vikublað sem reyndust örlagarík kaup. „Í því var grein um ítalskan dreng sem einnig var dverg- vaxinn. Hann fór í byltingarkennda meðferð sem að snerist um að lengja beinin í líkamanum og þannig bætti hann við sig þónokkrum sentimetr- um,“ segir Helgi. Foreldrar hans voru nýlega skildir á þessum tíma en sambandið á milli þeirra var afar gott og milli þeirra ríkti gagnkvæm virðing og vinátta. „Mamma hringdi í pabba og sagði honum frá þessari í grein. Sá gamli óð í málið og sendi bréf með hjálp rússneska sendiráðsins til sjúkrahússins í Sovétríkjunum sem bauð upp á þessa nýju meðferð,“ segir Helgi. Rúmlega hálfu ári síðar barst loks svar sem kom þeim gjörsamlega í opna skjöldu. Helgi fékk pláss á sjúkrahúsinu og átti að vera mættur eftir viku. „Ég vildi að við drifum okkur af stað. Ég var þá þrettán ára gamall og þráði að verða eins og aðrir,“ segir Helgi brosandi. Þegar Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Ég hélt á tímabili að ég væri að deyja“ „Þegar maður hugsar tilbaka þá var þetta algjör bilun. Ég sé ekki eftir neinu en að sama skapi er ég ekki viss um að ég gæti lagt þetta á mig aftur,“ segir Helgi Óskarsson, sem þrettán ára gamall, í apríl 1982, fór til Kurgan í Síberíu til þess að láta lengja sig. Fæðingargalli olli dvergvexti hjá Helga en eftir þrjár aðgerðir á rúmum þremur árum hafði hann stækkað um rúma 40 sentímetrar. Bein hans voru brotin með meitli og strekkt í sundur sem olli honum óbærilegum kvölum. Draumurinn sem knúði hinn unga dreng áfram var að geta sest undir stýri á bifreið og það var til­ finningarík stund þegar það gekk eftir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.