Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 23
Vikublað 12.–14. apríl 2016 Kynningarblað - Brúðkaup 7 Brúðarbílaleiga Richards: Rolls Royce - Silver Shadow R ichard D. Woodhead er eig- andi sérlega glæsilegrar Rolls Royce-bifreiðar sem hægt er að leigja fyrir hátíð- leg tilefni. Þessi eðalvagn er af gerðinni Silver Shadow sem var framleidd á árunum 1965–1976. „Minn bíll er módel 1972 og ég flutti hann inn frá Svíþjóð en ég keypti hann af bróður mínum sem hafði fest kaup á bílnum í Miami í Ameríku. Þetta er að sjálfsögðu átta strokka vél og státar af flottri núm- eraplötu eða Ö25,“ segir hann. Að sögn Richards er bíllinn aðallega notaður þegar um hátíðleg tæki- færi er að ræða eins og stórafmæli og svo er hann vinsæll til leigu hjá brúðhjónum. „Fólki þykir sértök til- finning og upplifun að vera ekið til og frá kirkju í virðulegri glæsibifreið sem er af mörgum talin ein vandað- asta breska bílasmíð sögunnar. Það er líka óhætt að segja að Rollsinn leggi sitt af mörkum til þess að setja glæsibrag og vissan stíl á brúðkaup- ið. Það er alltaf ákveðinn sjarmi fólginn í því þegar brúður kemur til kirkju í skreyttum brúðarbíl eða í gljábónuðum, fallegum bíl.“ Rollsinn er glæsilegur brúðarbíll Sumir kjósa að skreyta bílinn, þá oftast með blómaskreytingum, en þann sið má rekja aftur til þess tíma á öldum áður þegar hestvagn- ar brúðhjóna voru blómum prýddir á öldum áður. Sá siður tíðkaðist reyndar ekki hér á landi en hefur nú fest sig í sessi. „Brúðarbíllinn er oft besti bíllinn sem er til í fjölskyldunni og gjarn- an er það góður vinur sem býður sig fram sem bílstjóra þessa merk- isdags. En ef bíl sem hentar sem brúðarbíll er ekki að finna í bíla- flota fjölskyldunnar þá er tilvalið að leigja Rolls Royce-bílinn en með honum fylgir að sjálfsögðu bílstjóri. Ég mæli með því að væntanleg brúðhjón sem hafa áhuga á að leigja þennan draumabíl hafi sam- band sem fyrst enda styttist nú í öll sumarbrúðkaupinn,“ segir Richard að lokum. n Nánari upplýsingar fást í síma: 894-3833.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.