Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Side 12
Helgarblað 15.–18. apríl 201612 Fréttir LÍFRÆN EGG nesbu.is Í FYRSTA SINN Á ALMENNUM NEYTENDAMARKAÐI NESBÚ EGG Að skila eða ekki skila lyklum B jarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokks- ins, krafðist þess í að minnsta kosti tvígang opinberlega á síð- asta kjörtímabili að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna segði af sér. Í fyrra skiptið mældist stuðningur við ríkisstjórn- ina 36,1 prósent en í það síðara 28,9 prósent samkvæmt könnun- um MMR. Samkvæmt nýjustu könnun MMR frá 6. apríl síðast- liðnum, eftir að upplýst var um aflandsfélagaeign ráðherra, mælist fylgi við ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks 26 prósent. Í minnst þrígang mældist síðasta ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna með minna fylgi. Hvor tveggja ríkisstjórn VG og Samfylkingar og ríkisstjórn Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokks gerði breytingar á ráðherraliði sínu en virti kröfu stjórnarandstöðu og al- mennings um að víkja að vettugi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur stigið til hliðar sem forsætis- ráðherra og hefur núverandi ríkis- stjórn boðað að gengið verði til kosninga í haust, nokkrum mánuð- um fyrr en áætlað var. Engin dag- setning er þó komin á þær kosn- ingar enn. Í brimróti síðustu daga í skugga afhjúpunar Panama-skjal- anna hefur bæði inn á þingi sem og í kröftugum mótmælum verið há- vær krafa um að einstaka ráðherrar og/eða ríkisstjórnin segi af sér og boðað verði til kosninga strax. Enn á eftir að koma í ljós hvort orðið verði við kröfum mótmælenda en ljóst er að ýmsir núverandi stjórn- arþingmenn og ráðherrar höfðu uppi sambærilegar kröfur á síðasta kjörtímabili þegar gaf á bátinn hjá ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar. DV ákvað því að rifja upp nokk- ur dæmi um fylgisþróun síðustu tveggja ríkisstjórna út frá lykildag- setningum þar sem kröfur um af- sögn og breytingar voru hafðar uppi sem og hvað var að gerast í þjóð félaginu á umræddum tíma. Allar tölur um fylgi eru fengnar úr gögnum og könnunum MMR. n n Bjarni sagði vinstristjórnina umboðslausa með 36% fylgi n Krafði Jóhönnu um lyklana Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Hæðir og lægðir Núverandi stjórnar- þingmenn og ráðherrar kröfðu síðustu ríkis- stjórn afsagnar vegna hinna ýmsu mála á síðasta kjörtímabili. Stuðningur við ríkis- stjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks nálgast nú óðfluga verstu lægðir vinstri- stjórnarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.