Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Side 24
Helgarblað 15.–18. apríl 2016 Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is IVECO Da ily 4x4 - tilbúinn í hvað se m er! Teppahreinsivörur frá HOST Decitex er merki með allar hugsanlegar moppur og klúta í þrifin. UNGER gluggaþvottavörur, allt sem þarf í gluggaþvott Erum einnig með: Marpól ehf. • Nýbýlavegur 18, Dalbrekkumegin • 200 Kópavogur Sími: 660 1942 • marpol.is Öflugur kísilhreinsir Frábær á sturtugler, vaska, keramikhelluborð og fleira. Frábærar þýskar ryksugur frá SEBO fyrir heimili og fyrirtæki 24 Skrýtið Sakamál Kúlnahríð í Kawit n Bae og Colt-inn hans fóru í bæinn n Engum var hlíft Þ ann 4. janúar, 2013, gekk Ronald nokkur Baquiran Bae berserksgang í Kawit á Filippseyjum. Rétt upp úr klukkan níu að morgni þessa dags gengu Bae og starfsmaður hans og félagi, John Paul Lopez, inn í verslun í Kawit. Þar hittu þeir fyrir þrjú börn úr Caimol- fjölskyldunni, sem Bae þekkti vel. Eitt barnanna, Ken Cedric, þriggja ára, var guðsonur Bae. Bae spurði börnin hvort faðir barnanna og nágranni hans, Berto Caimol, væri á staðnum og svöruðu þau að svo væri ekki. Ljóst er að Bae líkaði ekki svarið því hann mund- aði .45 kalibera Colt-skammbyssu og skaut á börnin. Michaella, sjö ára, lét þar lífið en systir hennar, Michelle, tveggja ára, og Ken Cedric særðust. Valkösturinn stækkar Bae og Lopez yfirgáfu verslunina og hlupu niður götuna. Bae skaut á hvern þann sem varð á vegi hans og Lopez sá um að hlaða byssuna þegar þurfti. Þeir fyrstu sem féllu í valinn voru Alberto Fernandez og hundur- inn hans. Síðan skaut Bae barnshafandi konu, Rheu de Vera, í kviðinn og einnig þriggja ára dóttur hennar, Monicu. Bræðurnir Al Dorio og Anton- io voru svo ólánsamir að verða á vegi félaganna. Antonio slapp með skrekkinn, þrátt fyrir að vera skotinn í bakið, en Al þurfti ekki að kemba hærurnar. Bae skaut að auki til ólífis fer- tuga konu, Irene Funelas, og Boyet Toledo, 44 ára. Umsátur Að lokum fór Bae heim til sín og áður en langt um leið bar lögregluna að og reyndi að fá hann til að gefast upp. Bae var ekki á þeim buxunum og lét kúlunum rigna yfir laganna verði. Skothríð hans var svarað og var Bae ekki til frásagnar þegar þessum hildarleik, sem tók ekki nema hálfa klukkustund frá upphafi til enda, lauk. Meðan á umsátrinu stóð tókst Lopez að forða sér og var heitið verð- launum fyrir vitneskju sem leiða myndi til handtöku hans. Að lokum sá hann þann kost vænstan að gefa sig fram við lögregluna. Sjö látnir og ellefu særðir Þegar upp var staðið voru sjö látn- ir auk Bae sjálfs og ellefu manns á aldrinum tveggja ára upp í 73 höfðu særst. Fleira átti þó eftir að koma úr kafinu því Lopez gaf við yfirheyrsl- ur í skyn að ýmislegt annað en jarð- veg væri að finna undir yfirborðinu í kringum hús hans. Í ljós kom að þar fór Lopez ekki með fleip- ur því jarðneskar leifar eins manns, Teodulo Villanueva, aðstoðar- manns Bae, höfðu verið huslaðar þar. Villanueva hafði árið 2003 svik- ið Bae í tengslum við hanaslag þess fyrrnefnda og galt fyrir með lífi sínu. Ekki liggur ljóst fyrir hvað orsak- aði atburðarás 4. janúar, 2013, sagt er að Bae og Lopez hefðu innbyrt slatta af áfengi og fíkniefnum áður en til kastanna kom. n Hundur Albertos Fólk eða dýr; Bae gerði þar engan greinarmun á. Ronald Baquiran Bae Lét kúlunum rigna yfir allt og alla. „Ljóst er að Bae lík- aði ekki svarið því hann mundaði .45 kali- bera Colt-skammbyssu og skaut á börnin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.