Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Síða 28
Helgarblað 15.–18. apríl 201628 Menning S aga tónlistarinnar er sann- kallað stórvirki eftir Árna Heimi Ingólfsson og fyrsta yfirlitsritið um tónlistar- sögu eftir íslenskan höfund. Árni Heimir er listrænn ráðgjafi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og gestaprófessor í tónlistarfræðum við Listaháskóla Íslands, auk þess að vera píanó- og semballeikari. „Þetta er yfirlitsbók um alla fleti tónlistar á Vesturlöndum frá því byrjað er að skrifa niður nótur um aldamótin 800 og til dagsins í dag. Ég reyni að flétta saman menn- ingarstrauma og hið ytra samhengi hlutanna og listaverkin sem spretta úr þessum jarðvegi,“ segir Árni Heimir. Það er ljóst að margra ára vinna hlýtur að liggja að baki svo miklu riti en bókin er um 600 blaðsíður. „Það tók mig þrjú ár að skrifa þessa bók en þegar ég lít til baka finnst mér eins og ég hafi verið allt lífið að undirbúa hana,“ segir Árni Heimir. „Öll mín menntun tengist tónlist og það gerir sömuleiðis vinna mín í Hörpu og rannsóknir og kennsla hér heima og við er- lenda háskóla og sömuleiðis störf mín sem píanisti og kórstjóri. Í bók- inni finnst mér alls staðar sjást þess merki hvað ég hef verið að gera síð- ustu fimmtán árin og öðruvísi hefði ég ekki getað gert þetta. Það sem hjálpaði mér mest við vinnslu bók- arinnar er hvað tónlistar grunnur minn er breiður. Sem flytjandi, kennari og fræðimaður hef ég snert á svo mörgu sem snertir tónlist og þess vegna fengið nasasjón af þess- um ólíku tímabilum sögunnar.“ Það hlýtur að fylgja því mikil gleði að bókin skuli loks vera komin út. „Það fylgir því kannski fyrst og fremst mikill léttir. Það er fullkom- lega galið að taka að sér að skrifa verk eins og þetta en það sem knúði mig áfram var ákveðin hug- sjón. Mér fannst að bók af þessu tagi yrði að vera til hér á landi. Í kennslu hef ég rekið mig á að það er ekki til bók sem hægt er að vísa fólki á ef það vill til dæmis lesa sér meira til um Bach eða langar til að skoða rómantískar óperur á 19. öld. Árið 1987 kom út Saga vestrænnar tónlistar sem Jón Ásgeirsson þýddi úr ensku en sú bók hefur ýmsa vankanta og endurspeglar auðvit- að ekki það nýjasta í heimi fræð- anna. Í kennslu um tónlist hafa því meira og minna verið notaðar bæk- ur sem eru skrifaðar á ensku. Út- koman er sú að hér eru kynslóðir af ungu tónlistarfólki sem hefur nær eingöngu lesið um tónlist á ensku. Sem kennari fer maður yfir próf þar sem nemandi hefur til dæmis skrifað St. John Passion eftir Bach í staðinn fyrir Jóhannesarpassían. Ég er svo gamaldags og það mikill málræktar sinni í mér að mér finnst þetta alveg ómögulegt. Mér finnst að ef við ætlum að búa í þessu landi og eiga þetta tungumál þá verðum við að kunna að hugsa um hluti á tungumáli okkar, og þar á meðal hluti sem tengjast tónlist.“ Hugmyndin um hinn frjálsa listamann Hvert er mesta blómaskeiðið í sögu tónlistarinnar? „Svarið við því fer eftir því hvern þú spyrð. Mér finnst 18. öldin óskaplega áhugavert tímabil því þar eru svo margir straumar í gangi á svipuðum tíma. Þetta er öldin sem á bæði Bach og Mozart og þar er ekki hægt að klikka. Á þessum tíma verða miklar breytingar í öllum strúktúr hins klassíska tónlistar- lífs. Áður var tónskáldið annað- hvort þjónn kirkjunnar eða eign aðalsmannsins sem hann vann fyrir. Aðalsmaðurinn bókstaflega átti verk tónskáldanna sem unnu hjá honum og gat ráðstafað þeim að vild og ekki var hægt að halda tónleika úti í bæ án leyfis hans. En á þessum tíma var að mótast hug- myndin um hinn frjálsa listamann og snillinginn sem ræður sér sjálfur og býr til sínar eigin reglur. Svo kemur maður eins og Beethoven og sprengir öll viðmið. Árin í kringum 1910–30 eru líka sérlega áhugaverð en þá tekur tón- listarheimurinn mið af fyrri heims- styrjöldinni og landfræðilegum flokkadráttum þar sem Þýskaland og Frakkland eru harðvítugir and- stæðingar. Síðan er áhugavert hvernig tónlist og pólitík tengjast í þriðja rík- inu og Sovétríkjum Stalíns. Það eru því ekki bara mörg blóma- skeið í tónlistarsögunni, það eru líka tímabil sem er sérlega áhugavert að skoða í hinu stærra samhengi listar og þjóðfélagsaðstæðna.“ Veðjað á rétta fólkið Er það þannig að áhrifamestu tón- skáldin eru þau frægustu, menn eins og til dæmis Bach og Beethoven? „Já. Það er ástæða fyrir því að þessi vinsælustu tónskáld eru svona vinsæl. Hluti af starfi mínu í Hörpu er að velja verk á efnisskrá Sinfóníunnar og setja saman dag- skrá. Ég fær oft tillögur að flutningi á eldri verkum sem eru óþekkt eða eftir óþekkt tónskáld. Ég vil ekki al- hæfa en þegar ég hlusta á þessi verk átta ég mig á því að í 90 prósent til- vika er ástæða fyrir því að enginn hefur heyrt um þau. Stundum tekst sögunni að veðja á rétta fólkið. Beethoven var afar áhrifamikill bæði í samtíma sínum og eftir það, og skuggi hans er mjög langur. Allt annað á við um Bach því hann var ekki frægur sem tónskáld í lifanda Knúinn áfram af hugsjón Árni Heimir Ingólfsson er fyrstur Íslendinga til að skrifa yfirlitsrit um tónlistarsögu Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Það tók mig þrjú ár að skrifa þessa bók en þegar ég lít til baka finnst mér eins og ég hafi verið allt lífið að undirbúa hana. Árni Heimir Ingólfsson „Mér finnst að ef við ætlum að búa í þessu landi og eiga þetta tungumál þá verðum við að kunna að hugsa um hluti á tungumáli okkar, og þar á meðal hluti sem tengjast tónlist.“ Mynd SIgtryggur ArI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.