Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Síða 30
Helgarblað 15.–18. apríl 201630 Menning S HELGASON - Steinsmiðja síðan 1953 Opnunartími Mán - fim 9:00 -18:00 Föstudaga 9:00 - 17:00 Laugardaga 10:00 -14:00 Sími: 557 6677 Netfang: shelgason@shelgason.is www.shelgason.is G eisladiskar, hljómsveita- bolir, myndasögur og tölvu leikir eru uppi um alla veggi – vínylplötur og DVD-myndir í bak- herberginu. Það er lágt til lofts og gangurinn svo þröngur að maður þarf að smeygja sér fram hjá öðr- um gestum sem fletta í gegnum endalausa staflana. Í græjunum er þungarokk spilað á lágum hljóð- styrk. Bjallan í hurðinni klingir. Stöðugur straumur af viðskiptavin- um rennur inn um dyrnar og nið- ur í þessa litlu steinsteyptu við- byggingu sem hýsir Geisladiskabúð Valda á Vitastígnum. Falinn á bak við stafla af diskum á afgreiðsluborðinu er eigandinn, maðurinn á bak við nafnið, Þor- valdur Kristinn Gunnarsson, betur þekktur sem Valdi. Þarna hefur hann staðið vaktina í tæplega tvo áratugi og fóstrað íslenska þungarokkssam- félagið, skapað vettvang fyrir tón- listar- og tölvuleikjanörda af öllum stærðum og gerðum. Þegar DV kíkti í heimsókn var mikið að gera hjá Valda, nóg af viðskiptavinum auk þess sem skipulagning fyrir alþjóðlega plötu- búðadaginn á laugardag var í full- um gangi. Rokksveitin Sólstafir mun spila fría tónleika í portinu á bak við búðina – ef veðrið helst þurrt. Elti tónlistina frekar en peningana „Ég byrjaði hérna sumarið 1998. Það var bara af því að ég hafði áhuga á tónlist og tölvuleikjum. Ég var að klára viðskiptafræðinám við Háskól- ann og ætlaði kannski að fara meira út í eitthvað svoleiðis en svo hef ég bara verið hérna síðan – ákvað að elta tónlistina frekar en peningana,“ segir Valdi og glottir. „Til að byrja með var ekkert þarna bak við,“ segir Valdi og bend- ir aftur fyrir sig að bakherberginu sem nú er fullt af vínylplötum og DVD-myndum. „Þetta voru diskar, plötur og mjög mikið af vídeóspól- um. Í byrjun var ég mikið að selja notað en núna er örugglega sjötíu prósent af því sem ég er með nýtt,“ segir hann. Ungur maður kemur upp að af- greiðsluborðinu og réttir Valda þungarokksplötu á vínyl og forvitn- ast svo um hvort það styttist í að hann fái boli merkta sænsku svart- málmssveitinni Watain. Það finnst Valda líklegt og bendir honum á að fylgjast með á Facebook-síðu búðar- innar hvenær sendingin kemur. Alveg frá upphafi hefur búðin verið vettvangur og nánast heima- völlur íslenska þungarokkara. „Ég var sjálfur mikill þungarokkari þegar ég var krakki og unglingur – og er ennþá. Þegar ég byrjaði var ég með aðeins meira svoleiðis efni en eðlilegt var. Þannig að þetta var svo- lítið eins og í myndinni The Birds [eftir Alfred Hitchcock], það birtist fyrst einn fugl og síðan koma hundr- uð fugla á eftir honum.“ Last man standing Þegar geisladiskabúðin hóf starf- semi sína voru Skífan og Japis risarnir á geisladiskamarkaðnum. Valdi viðurkennir að hann hafi alls ekki búist við því að vera sá síðasti sem stæði eftir tæpum 20 árum seinna. „Maður var svo saklaus að maður hélt alltaf að með tímanum myndi úrvalið aukast og búðirnar verða betri. En það sem hefur gerst er eig- inlega þveröfugt. Í Hagkaup finnur þú bara það sem er á topp 10, þar er engin breidd. Það sem varð stóru búðunum að falli var að þær voru bara að veðja á það sem var vin- sælt og seldist vel. Þegar internetið tók yfir minnkaði salan rosalega á Geisladiskurinn lifir n Geisladiskabúð Valda er elsta plötubúðin í miðbænum n Rónar jafnt sem ráðherrar versla við Valda Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Á bak við búðarborðið í 18 ár Valdi opnaði Geisladiskabúð Valda árið 1998. „Þetta er mjög breið- ur hópur, allt frá göturónum og upp í ráðherra Fagnar Alþjóðlega plötubúðadeginum Valdi fyrir utan geisladiskabúðina. Metsölulisti Eymundsson 6.–12. apríl 2016 1 JárnblóðLiza Marklund 2 Hælið Sankta PsykoJohan Theorin 3 Kryddjurtarækt fyr-ir byrjendur Auður Rafnsdóttir 4 Independent peopleHalldór Laxness 5 Aðeins ein nóttSimona Ahrnstedt 6 Saga tónlistarinnarÁrni Heimir Ingólfsson 7 Kuggur 14 Hoppað í París Kuggur 14 Hoppað í París 8 Hugskot - skamm, fram - og víðsýni Friðbjörg Ingimarsdóttir/ Gunnar Hersveinn 9 Meira blóð Jo Nesbø 10 Kuggur 15 Rassaköst í Róm Sigrún Eldjárn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.