Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2016, Blaðsíða 38
Helgarblað 15.–18. apríl 201638 Fólk Karamella og perur Súkkulaði og ferskjur Vanilla og kókos Bragðgóð grísk jógúrt að vestan Tilboð á Lappset útileiktækjum 2016 Leitið til sölumanna í síma 565 1048 HEILDARLAUSNIR FYRIR LEIKSVÆÐI - Leiðandi á leiksvæðum jh@johannhelgi.is • johannhelgi.is Uppsetningar, viðhald og þjónusta • Útileiktæki • Girðingar • Gervigras • Hjólabrettarampar • Gúmmíhellur • Fallvarnarefni „Þetta egg mun breyta sögunni“ Kristen og Dax gerðu sér glaðan dag á frumsýningu GOT L eikarahjónin Dax Shepard og Kristen Bell eru grjótharðir aðdáendur þáttanna Game of Thrones, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hjónin fengu miða á frumsýningu þáttanna í Los Angeles í vikunni og mættu í sér- útbúnum hlýrabolum auk þess að láta teikna á sig húðflúr á bringuna sem átti að sýna aðdáun þeirra, en á þeim stóð meðal annars: „ Winter is coming“ eða veturinn nálgast, setningu sem aðdáendur þáttanna ættu að kannast vel við. Svo virðist sem þau hafi lifað sig betur inn í frumsýninguna en flestir viðstaddir, en Kristen segir frá þessu ævintýri þeirra á Instragram- myndasíðunni sinni. „Á einum tímapunkti lyfti ég melónu upp yfir höfuðið á mér og sagði: „Þetta egg mun breyta sögunni“ og hljóp út um eldvarna- hurð,“ segir hún og bætir við að aðrir gestir hafi látið sér nægja að drekka kokteila og spjalla saman í jakkafötum og fínum kjólum. Sjálf er Kristen önnum kafin við að kynna kvikmyndina The Boss, sem sýnd er í kvikmyndahúsum um allan heim um þessar mundir. Í myndinni leikur hún annað aðal- hlutverkið á móti gamanleik- konunni Melissu McCarthy. n Grjóthörð Hér má sjá þau Kristen og Dax á frumsýningunni. Mynd Kristen Bell/instaGraM Úrvalssveit KK Tónlistarmaðurinn og lífskúnstnerinn KK fagnaði 60 ára afmæli sínu á dögun- um með tónleikum í Eldborg í Hörpu. KK spilaði að sjálfsögðu með úrvalssveit íslenskra tónlistarmanna, meðal annars þeim Magnúsi Eiríkssyni, Jóni Ólafssyni, Ellen Kristjánsdóttur og Eyþóri Gunnarssyni. Ljósmyndari DV rak inn nefið og smellti af nokkrum myndum af þessum miklu hátíðahöldum. Gleði Jón Ólafsson sveiflar hér vígalegum blómvendi, en hann var að sjálfsögðu hluti af úrvalssveit KK sem spilaði með honum. Vinátta Magnús Eiríksson lét ekki sitt eftir liggja og steig á svið ásamt KK og Jóni Ólafs- syni. KK og Magnús hafa spilað saman um árabil og félagsskapur þeirra hefur gefið af sér mörg falleg lög, plötur og tónleikaferðalög. systkini Ellen Kristjánsdóttir var að sjálfsögðu mætt til að fagna með bróður sínum. Úrvalssveit spilaði með KK undir dyggri stjórn Eyþórs Gunnarssonar, eiginmanns Ellenar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.