Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Blaðsíða 16
Helgarblað 8.–11. júlí 2016
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7000
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
16 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Brexit hjálpar Viðreisn
Ný könnun MMR sýnir að Fram
sóknarflokkur, Samfylking og
Viðreisn eru með svipað fylgi,
um 9 prósent. Viðreisn má vel við
una en niðurstaðan er slæm fyrir
hina flokkana tvo. Viðreisn virð
ist komin til að vera, allavega fyrir
næstu kosningar. Ýmsir töldu að
hinar sterku Evrópusambands
áherslur Viðreisnar myndu reyn
ast flokknum fótakefli því áber
andi áhugi á þeim málum er ekki
hjá þjóðinni um þessar mund
ir. Eftirleikurinn í kosningun
um í Bretlandi um Evrópusam
bandið hefur þó fremur orðið
til að hjálpa flokknum en ekki.
Eftir að Bretar ákváðu að ganga
úr Evrópusambandinu bendir
ýmislegt til að staða Breta verði
næstu árin lakari en áður, pundið
er í frjálsu falli, mikill pólitískur
óstöðugleiki ríkir og þjóðin er
greinilega mjög klofin. Um leið
vaknar sú spurning hvort Bretar
hefðu ekki verið betur komn
ir innan sambandsins en utan
og ímynd Evrópusambandsins
verður fyrir vikið mun betri en
hún hefur verið síðustu misseri.
Viðreisn gæti grætt á þessu. Frá
Viðreisn fréttist síðan að forsvars
menn flokksins leiti nú að vel
þekktum einstaklingum til að fara
í framboð fyrir flokkinn. Fullyrt er
að einhverra tíðinda sé að vænt
bráðlega í þeim efnum.
Tökum
leik eftir
EM leik
Frábært úrval af
foosball borðum
Pingpong.is - Suðurlandsbraut 10, Reykjavík - Sími 568 3920 & 897 1715
Áf
ram
Ísl
an
d!
Smjörklípa vogunarsjóða
S
tærstu eigendur aflandskróna
kusu að taka ekki þátt í ný
afstöðnu gjaldeyrisútboði
Seðlabankans. Fjárfestingar
sjóðirnir munu því um ófyrirséð
an tíma þurfa að sitja um kyrrt hér
á landi með fjármuni sína á vaxta
lausum reikningum. Af viðbrögðum
sjóðanna að dæma er ljóst að þeim
hugnast ekki þessi niðurstaða – og
hafa þeir í hyggju að láta reyna á rétt
sinn fyrir dómstólum. Verði þeim að
því. Sú vegferð mun hitta þá sjálfa
hvað verst fyrir.
Förum yfir nokkrar staðreyndir.
Þeir sem hafa átt aflandskrónur á
undanförnum árum hafa haft for
gang á aðra fjármagnseigendur sem
hafa verið fastir undir höftum. Háir
vextir hafa gert þeim mögulegt að
flytja úr landi samtals tugi milljarða
á liðnum árum og þá áttu þeir þess
einir kost að selja krónueignir sínar
í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri í
23 gjaldeyrisútboðum sem Seðla
bankinn hefur haldið. Málflutningur
fulltrúa sjóðanna um að stjórn
völd séu með aðgerðum sínum að
hygla innlendum aðilum á kostnað
aflandskrónueigenda er því vand
ræðalegur.
Með frumvarpi fjármálaráðherra
um meðferð aflandskrónueigna var
tryggt að hægt yrði að hefja almenna
haftalosun á Íslendinga, óháð þátt
töku í gjaldeyrisútboði Seðlabank
ans. Frumvarpið felur það ekki í sér,
öfugt við það sem haldið er fram af
hagsmunavörðum bandarísku sjóð
anna, að verið sé að þrengja að fjár
festingarheimildum frá því sem áður
var. Þvert á móti er verið að auka
fjárfestingarkosti þeirra og úttektar
heimildir sömuleiðis innleiddar. Þá
felast jafnframt engin ný tíðindi í
því að aflandskrónueigendur muni
búa við lágvaxtaumhverfi. Þær að
stæður voru skapaðar fyrir meira en
ári – í aðdraganda þess að kynnt var
heildstæð áætlun stjórnvalda um
losun hafta á raunhagkerfið – þegar
undanþága þeirra til fjárfestinga í ís
lenskum verðbréfum var nánast al
farið einskorðuð við ríkisvíxla.
Þrátt fyrir dræma þátttöku í
útboði Seðlabankans, þar sem
aflandskrónustabbinn minnk
aði aðeins úr 319 milljörðum í 238
milljarða, þá er rangt að draga þá
ályktun að slíkt sé til marks um að
illa hafi tekist til við framkvæmd
útboðsins. Vissulega má færa fyrir
því rök að æskilegt hefði verið að
fleiri aflandskrónueigendur, meðal
annars í ljósi mikils og ört vaxandi
gjaldeyrisforða, hefðu kosið að fall
ast á skilyrði Seðlabankans og selt
eignir sínar í útboðinu í skiptum
fyrir erlendan gjaldeyri. Þegar litið
er til fyrri gjaldeyrisútboða bankans
– meðalgengið í þeim var 219 krón
ur fyrir hverja evru – þá stóð þeim
núna til boða útganga úr höftum á
afar hagstæðu gengi. Þótt stærstu
eigendur aflandskróna hafi kosið að
nýta sér ekki þann glugga þá skipt
ir það ekki sköpum. Útboðið sjálft,
og þátttaka í því, var aldrei aðal
atriðið í áætlun stjórnvalda til að
leysa aflandskrónuvandann heldur
markaði það einungis endapunkt
á forgangsröð sem hefur hing
að til hyglað aflandskrónueigend
um. Það sem öllu máli skiptir er að
sköpuð hefur verið trúverðug um
gjörð í kringum aflandskrónueignir.
Girt er fyrir þann möguleika að þær
geti valdið óstöðugleika þegar stigin
verða afgerandi skref á næstunni við
að opna stórlega fyrir fjármagnsvið
skipti Íslendinga.
Allt tal bandarískra vogunar
sjóða, endurómað af ráðgjöfum
þeirra í íslenskum fjölmiðlum, um
að aðgerðum stjórnvalda fylgi ein
hver stórkostleg lagaleg áhætta er
byggt á afar veikum grunni og að
ríkið kunni að standa frammi fyrir
greiðslufalli verður að teljast í besta
falli kjánaleg umræða. Lánshæfi ís
lenska ríkisins fer um þessar mundir
hækkandi og skuldir ríkissjóðs eru
greiddar niður af meiri hraða en
áður hefur sést. Erlendir bankar
hafa í samskiptum sínum við Seðla
bankann gert engar athugasemd
ir við áætlun stjórnvalda og þá hef
ur matsfyrirtækið Moody's tilkynnt
að það muni á næstunni endur
meta lánshæfi Íslands með frek
ari hækkun í huga. Höfuðstóll
ríkisskuldabréfa, sem aflandskrónu
eigendur fjárfestu í eftir setningu
hafta, verður enda greiddur út í
krónum að fullu þegar bréfin verða
á gjalddaga. Aflandskrónueigend
um verði aftur á móti ekki heim
ilað í kjölfarið að skipta þeim yfir
í gjaldeyri miðað við skráð gengi
krónunnar. Það jafngildir hins
vegar augljóslega ekki greiðslufalli á
skuldbindingum ríkisins.
Því verður vart trúað að íslenskir
ráðgjafar aflandskrónueigenda geri
sér ekki grein fyrir þessum einföldu
sannindum þrátt fyrir að þeir kjósi
að halda á lofti þeirri smjörklípu
að hætta sé á greiðslufalli ríkis
ins til að beina sjónum frá þeirri
slæmu stöðu sem sjóðirnir hafa
sjálfviljugir komið sér út í. Þótt flest
ir sjái í gegnum bullið þá er það
ekki einhlítt. Það hefur verið ótrú
legt að sjá ýmsa íslenska fjölmiðla,
einkum og sér lagi RÚV, taka gagn
rýnislaust undir þennan dæma
lausa málflutning hagsmunavarða
aflandskrónueigenda. Þegar litið er
til forsögunnar þá ætti sú staðreynd
hins vegar kannski ekki að koma
mikið á óvart. n
„Því verður vart
trúað að íslenskir
ráðgjafar aflandskrónu-
eigenda geri sér ekki
grein fyrir þessum ein-
földu sannindum.
Sandkorn
Leiðari
Hörður Ægisson
hordur@dv.is
Þetta er ekki boðlegt og
alveg örugglega ekki tilviljun
Ari Edwald, forstjóri MS, var ósáttur við dagsetninguna á úrskurði Samkeppniseftirlitsins. – Vísir
Af hverju alltaf
bara strákar?
Hrannar Björn Arnarson ritaði pistil um kynjahalla í fótbolta. – Vísir
Ég hafði hlakkað til,
fólk treysti á mig
Skúli Mogensen var á meðal þeirra sem keyptu miða á fótboltaleik í meintri svikamyllu Björns Steinbekk. – DV