Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Blaðsíða 4
Helgarblað 8.–11. júlí 20164 Fréttir Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ Súrdeigsbrauðin okkar eru alvöru u Heilkorna u 100% spelt u Sykurlaus u Gerlaus u Olíulaus T ugþúsundir Íslendinga hafa lagt leið sína á Evrópumótið í knattspyrnu sem hófst í Frakklandi fyrir þremur vikum. Mikill fjöldi fylgdi liðinu í riðlakeppninni en þá fóru stórir hópar gagngert á leikinn við Englendinga í 16-liða úrslitum keppninnar í Nice og á viðureignina gegn Frökkum í 8-liða úrslitunum í París um liðna helgi. Á annan tug flugvéla fór, til að mynda, frá Íslandi með knattspyrnuáhugamenn til Parísar í tengslum við leikinn gegn Frökkum. Ekki liggur ljóst fyrir hversu margir lögðu land undir fót ein- göngu vegna Evrópumótsins en hópurinn er mjög stór. Allt að tíu þúsund íslenskir áhorfendur voru á hverjum leik. Kortavelta Íslendinga í Frakklandi hefur verið gríðarleg. Sú spurning hlýtur að vakna hvort þessi mikli straumur Íslendinga til Frakklands hafi komið niður á sölu á öðrum ferðum nú þegar sumar- frí landsmanna eru að ná hæstum hæðum? Þeir sem selja ferðir til sólar- landa segja svo ekki vera heldur sé straumurinn stöðugur. Löngun grípur fólk Guðrún Sigurgeirsdóttir, fram- leiðslustjóri hjá VITA-ferðum, segir málið hafa verið tekið fyrir á fundi síðastliðinn föstudag. Það hefði þurft að setja nokkur sæti á tilboð undir lok júní, en annað líti vel út. „Mikið er um bókanir á næstu tveimur mánuðum. Ferðir í júní seldust upp ef undan eru skildir síðustu dagar þess mánaðar. Það er eins og það grípi fólk mikil löngun og þörf fyrir að komast út. Ég held að í fram- haldinu muni það gerast að minnkandi eft- irspurn verði í ferðir í haust og í vetur. Það fólk sem er að fara á Evrópumótið núna fer ef til ekki út aftur í haust,“ segir Guðrún. Karlinn á EM, konan í borgarferð Þyrí Kristínardóttir, sölustjóri hjá Heimsferðum, segist síður en svo merkja minnkandi eftirspurn eftir ferðum í sólina. Að hennar mati er hreinlega um viðbót að ræða. „Þetta kemur okkur ekki beint á óvart en það voru fjölmargir búnir að ákveða sig snemma í ár hvað varðar ferðir til útlanda, þá bæði á EM í knattspyrnu og ferðir af öðru tagi. Maður hefur líka séð ákveðið mynstur í þessu, eiginmað- urinn fer á EM með vinunum og eiginkonan fer í staðinn í borgarferð í haust með vinkonun- um. Svo eru þó nokkur dæmi um að fólk skelli sér líka í sólar- landaferð í viku- tíma. Almenningur tekur enn fremur óvænt- ar ákvarðanir, kannski mun meira en áður. Eftirspurnin er svo sannarlega fyrir hendi. Við skynj- um mikla útrásarþörf hjá fólki. Kannski er ástæðan að einhverju leyti að fólk, sumt hvert, hafi meira á milli handanna en áður. Ég veit ekki fyrir víst, en áhuginn á að ferð- ast er mikill,“ segir Þyrí. n Útrásarþörf Íslendinga sjaldan verið meiri Eftirspurn í sólarlandaferðir ekki minni þrátt fyrir mikinn straum fólks á EM í knattspyrnu Jón Kristján Sigurðsson jonk@dv.is „Almenningur tekur enn fremur óvæntar ákvarðanir, kannski mun meira en áður. Nauthólsvík Íslensku góðviðrisdagarnir eru ekki ýkja margir, ár hvert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.