Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Blaðsíða 24
Helgarblað 8.–11. júlí 201620 Fólk Viðtal Bandaríkjunum í blindni. Kannski byrjaði þetta allt þar.“ Það gerðu valdhafar hér líka, ekki satt? „Þeir lýstu því yfir að við værum staðföst þjóð. Við erum auðvitað í NATO. Nú kemur í ljós að allt málið var stútfullt af lygi. Hverju eiga ráða- menn að trúa þegar mál eru kynnt fyrir þeim? Hversu mikið er hægt að kanna bakgrunn upplýsinga sem lagðar eru til grundvallar til að taka rétta afstöðu?“ Á að fara eftir lögum Hvað finnst þér um stöðuna á Íslandi hvað varðar móttöku flóttamanna? Nýjasta málið snýst um Reginu sem er ólétt og verið er að vísa úr landi með tvö lítil börn. „Ég er lögfræðingur og væri að brjóta öll prinsipp ef ég segði annað en að við verðum að fara eftir lög- um. En af hverju eigum við að brjóta lög í þessum málaflokki en ekki mála- flokknum um fjármálastofnanir.“ Hvað fannst þér til dæmis um að- gerðir prestanna í Laugarneskirkju? „Ég gagnrýni þá aðgerð mjög. Ef á að vinna á móti íslenskum lögum undir merkjum Þjóðkirkjunnar er ég tilbúin að flytja frumvarp um að- skilnað ríkis og kirkju í þinginu. Það er svo mikið af fólki á Íslandi sem á bágt, hvar endar þetta og hvaða for- dæmi er verið að skapa? Ég fer að ís- lenskum lögum sjálf og ætlast til þess að aðrir geri það líka. Ég get alveg sagt þér að ég vildi ekki vera dóttir eða eiginkona neins þeirra lögreglu- manna sem þurftu að fara í þetta verk í Laugarneskirkju. Myndbönd voru tekin upp, og milljónir eru bún- ar að horfa á þetta. Ég sárvorkenni þeim og er búin að vera mjög hugsi yfir þessu.“ Kommentakerfin haughús Þú hefur verið mjög umdeild sem stjórnmálamaður, og það hlýtur að hafa verið talsvert álag. Þú hefur ver- ið kölluð rasisti og ýmislegt annað. Hvernig líður þér vegna þess? „Þannig tal snertir mig ekki neitt og ekki krakkana heldur. Ég er fædd og uppalin í sveit og gekk alltaf í þau verk sem þurfti að vinna, og var aldrei að spá í hvort aðrir væru að horfa á mig. Ég verð alltaf svo hissa þegar þetta gerist. Ótrúlega skrítið að fólk hafi svona miklar skoðanir á mér.“ Er þetta bara gaman? „Já, mér finnst þetta svolítið gam- an. Svo er uppáhaldið mitt þegar mér er líkt við Söruh Palin í Bandaríkjun- um. Fólk á svo bágt stundum.“ Hugnast þér Palin? „Nei, alls ekki, en það er alltaf ver- ið að reyna að finna eitthvað til að gera lítið úr mér. Þeir aðilar sem eru að þessu halda að þeir séu að gera mér mikinn óleik. Ég hugsa stund- um um hvað þetta fólk sé eigin lega að gera í lífinu. Er það að vinna, er það með laun, er þetta fólk á bótum eða vinnur það hjá hinu opinbera? Skattfénu er illa verið þegar tíminn er nýttur í þetta. Hvað fer þetta fólk að gera þegar ég hætti? Það hlýtur að skapast tómarúm. Það er afar skrít- ið að fólk skuli standa í því á Face- book að búa til einhverja gervimenn til þess eins að pönkast í mér. Ég kalla kommentakerfin bara haughús. Líður þessu fólki svona illa, eða hefur það ekkert að gera? Svæsnasti gervimað- urinn var stofnaður eftir hinn mikla kosningasigur minn 2013, þegar ég náði því að verða annar þingmaður Reykjavíkur. Þá var einhverjum inn- an míns flokks svo mikið í mun að ég yrði ekki ráðherra að það var stofn- aður heill gervimaður sem var látinn drulla út alla veggi og öll kommenta- kerfi. Svo kom í ljós að myndin var af agalega myndarlegum norskum pí- anósnillingi. Mig grunar hver þetta var, en ég held að hann viti ekki að ég veit. Ég setti þetta á Facebook og fór í viðtal á Stöð 2 í kjölfarið, og þá var öllu sem gervimaðurinn hafði sett á netið eytt samstundis.“ Fengur að Lilju Þú hefur stundum sagt að fjölmiðlar væru ósanngjarnir við þig og orð þín hafa verið túlkuð þannig að þú haf- ir hótað að skera niður fjárframlög til RÚV. Hafa fjölmiðlarnir verið slæmir? „Þegar upp er staðið finnst mér það ekki, þeir eru bara svona afskap- lega áhugasamir um mig. Ég gæti verið í 2–3 viðtölum á dag og farið létt með það. Ég hef aldrei nokkurn tímann beðið sjálf um viðtöl, eða reynt að koma sjálfri mér á framfæri, nema þegar ég sendi frá mér yfir- lýsinguna um að ég væri að hætta á þingi.“ Á Sigmundur Davíð að leiða flokkinn áfram? „Flokksþing verður vonandi haldið strax í haust og þar verður sú ákvörðun tekin. Við þurfum líka að endurnýja okkar stefnu fyrir kosn- ingar. Við getum ekki farið aftur í kosningar með loforð um að ná pen- ingum af kröfuhöfum og fella nið- ur skuldir heimilanna. Það þarf að koma eitthvað nýtt til. Sigmundur verður að taka ákvörðun um hvort hann gefur kost á sér áfram í for- mennsku. En ef ég hugsa um þetta á mannlegum nótum þá er ég alveg hissa á að Sigmundur hafi ekki bara einn góðan veðurdaginn staðið upp og sagt „fokkjú, þið kunnið ekki gott að meta“.“ Væri betra fyrir flokkinn og þjóð- ina að hann færi – eða er hann bara málið? „Svo ég segi það bara hreint út, þá studdi ég Höskuld í for- mannskjörinu 2009. En Sigmundur Davíð var lýðræðislega kosinn og ég stend með mínum foringja. Ef Sig- mundur fer fram og geldur afhroð er sú staða skýr. Fari hann fram og vinni stór sigur er sú staða líka skýr. Flokkurinn á margar flottar konur og það er mikill fengur að hafa feng- ið Lilju. Ef Lilja færi í formanns- framboð í framtíðinni og Sigmund- ur hætti – myndi ég styðja hana. Það þarf engan snilling í markaðsmálum til að sjá að það yrði best fyrir flokk- inn að ég mundi leiða Reykjavíkur- kjördæmi suður og Lilja Reykja- víkurkjördæmi norður. En ég mun auðvitað ekki gefa kost á mér svo að hún gæti valið sitt kjördæmi ef hún hefur áhuga. Ég mun starfa með flokknum áfram. Ég er svo pólitísk að ég get aldrei slitið mig alveg frá þessu. Sviðið er laust og ég ætla ekki að vera með einhverja afskiptasemi og leiðindi á kantinum. Svo er pólitík svo miklu meira en þingið og snýst um samfélagið allt. Ég þarf ekki endilega að sitja í steinhúsi við Aust- urvöll og reyna að búa til lög.“ Trúi á Guð Hvað ætlarðu að gera núna? Ætlarðu að hella þér út í blómaskreytingar eða lögmennsku? „Ég veit það ekki, og mér finnst það svo spennandi. Ég hefði nú varla farið út í sex ára háskólanám í lögfræði ef ég ætlaði mér aldrei að nota það. Ég á eftir að ná mér í réttindi héraðsdómslögmanns og hæstaréttarlögmanns. Þegar ég var nýútskrifuð opnaðist óvænt sá möguleiki að fara á þing. Það er mjög skrítin upplifun að sitja á þingi með háskólamenntun og horfa upp á kjararáð á einni nóttu hækka laun ráðuneytisstjóra um það sem sam- svarar þingfararkaupi á mánuði. Sú launastefna kjararáðs að halda þingmönnum undir meðal aunum til dæmis háskólamenntaðra, leiðir af sér að löggjafinn verður veikari og veikari. Það er þá annaðhvort fólk sem á fjársterka maka, eins og Sig- mundur Davíð, sem getur stund- að þingmennsku, eða fólk sem er nægjusamara. Með þessu móti missum við allt okkar fólk út í at- vinnulífið þar sem hæfileikar þess nýtast en við þyrftum að nýta þessa krafta inni á þingi.“ Ertu femínisti? „Ekki eins og femínistar skil- greina sig. Ég vil að konur og karlar hafi jöfn réttindi í þessu samfélagi og vil kalla mig jafnréttissinna.“ Trúirðu á Guð? „Já, ég trúi en er ekki trúrækin. Í nútímasamfélagi er kirkjan afgangs, en ég er mjög stolt af því að Dóm- kirkjan hafi hlutverk í þingsetningu og öðrum hátíðlegum athöfnum á þinginu. Ég lít á kirkjuna og ríkið sem órjúfanlega heild – en ber fulla virðingu fyrir þeim sem eru trúlausir eða trúa á eitthvað annað en ég. Það er trúfrelsi í landinu.“ Hvað með yfirskilvitleg fyrirbæri, hefurðu til dæmis séð draug? „Já, ég er mjög trúuð á slíkt. Ég er meira að segja mjög næm sjálf. Ég finn á mér hluti og er með gríðar- lega sterkt innsæi. Ég sá draug í barnaskólanum sem ég gekk í. Þar ruggaði ruggustóll af sjálfum sér og það var alltaf umgangur uppi á lofti þó að enginn væri þar. Sömuleiðis er ég sannfærð um líf eftir dauð- ann og trúi á orku og kraft, til dæmis í Snæfellsjökli. Við sem erum fædd hér á Íslandi höfum ákveðna orku til að bera og erum kannski framar öðrum þjóðum í innsæi. Við getum myndað svo mikla orku eins og sást til dæmis síðast á EM.“ Hlakkar til að hætta Er eitthvert pláss í lífinu fyrir áhuga- mál? „Ég keypti íbúð í Hlíðunum í fyrra með frábærum garði. Fyrir austan fjall rækta ég matjurtir með Maríu systur minni. Það hefur nú ekki verið mikið um frístundir. Ég hlakka til að hætta því ég get farið að sinna fjölskyldu og vinum miklu meira en að undanförnu. Fyrstu vikurnar mun ég hvíla mig. Svo finnst mér dásamlegt að ferðast og er nýlega orðin mikill Ítalíuaðdáandi.“ Hvað með ástalífið, ertu eitthvað að fara á stefnumót? „Ég var gift en skildi 2002. Síðan þá hef ég verið ein – ekki fundið þann eina rétta. Ég var einu sinni í saumaklúbbi með ótrúlega hressum vinkonum sem skráðu mig á Tinder og nokkrum mínútum síðar var það komið í fjölmiðla. Ég entist kannski 10 mínútur þar. Ég verð bara að fara að ganga í að finna mér kærasta. Ég held að það væri kostur að hann væri ekki framsóknarmaður, því ég mundi helst ekki vilja ræða þau mál við elskhugann. Húmor skiptir öllu og að maðurinn sé vel gáfum gæddur, annað er opið. Það er orðið ansi langt síðan ég var skotin síðast!“ n „Ef Lilja færi í for- mannsframboð í framtíðinni og Sigmundur hætti – myndi ég styðja hana. Ekki fundið þann rétta Alþingiskonan hafði ekki mikinn tíma til að leita að ástinni. Mynd SiGTryGGur Ari „Ég finn á mér hluti og er með gríðarlega sterkt innsæi. Ég sá draug í barnaskólanum sem ég gekk í. Fanntófell ehf. | Bíldshöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is · Viðhaldsfrítt, mikil ending og endalausir möguleikar í hönnun. · Upplitast ekki, dregur ekki í sig lit, raka, óhreinindi eða bakteríur. · Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði. AKRÍLSTEINN, HARÐPLAST OG FENIX Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.