Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Blaðsíða 30
Helgarblað 8.–11. júlí 201626 Menning Eina sápan sem þú þarft fyrir alla fjölskylduna og heimilið dr. bronner’s: Viljum ekki endurtaka okkur n Sólstafir er stærsta þungarokksveit landsins n Aðalbjörn Tryggvason söngvari hefur verið meira en 20 ár í bransanum H ljómsveitin Sólstafir er sú íslenska þungarokksveit sem hefur náð langsamlega mestum vinsældum á al- þjóðavettvangi. Hún ferðast reglulega um heiminn og leikur á stærstu rokkhátíðum heims við hlið helstu meistara þungarokksögunnar – nú síðast lék hún við hlið Dave Mustaine úr Megadeath á Copenhell- tónlistarhátíðinni. Sólstafir vinnur nú að sinni sjöttu breiðskífu, þeirri fyrstu eftir manna- breytingar sem rötuðu í fjölmiðla víða um heim og málaferli við fyrrverandi trommuleikara sveitarinnar. Þeir hafa þó tekið sér hlé frá lagasmíðunum til að spila á tvennum tónleikum á þungarokkhátíðinni Eistnaflugi sem fer fram í Neskaupstað um helgina. Aðalbjörn Tryggvason, Addi, söngvari sveitarinnar settist niður með blaðamanni DV og ræddi um ferilinn, þungarokk, íslenska texta og hljómsveitaskilnaði. Michael Jackson og þungarokk „Ætli þetta hafi ekki byrjað með Michael Jackson árið 1987,“ segir Addi um upphaf tónlistaráhugans. „Mamma keypti Thriller handa mér á kasettu. En svo var ég farinn rakleiðis yfir í AC/DC. Guns'n'Roses, Metallica og Slayer,“ rifjar hann upp. „Staðan í íslensku þungarokki var svolítið sérstök á þessum tíma. Í kring- um 1990 var mikið dauðarokk komið til Íslands. Fyrstu tónleikarnir sem ég mætti á voru í porti við Tryggvagötu í júlí árið 1991, þar sem Krua Thai var seinna. Þar var Útideildin fyrir vand- ræðaunglinga og þar voru haldn- ir tónleikar. Við tókum þá strætó, vinirnir úr Breiðholtinu, niður í bæ og sáum þarna hetjur eins og Frikka Pönk, Sigurjón Kjartansson, Gísla Sigmundsson og Sororicide. Fólk var að slamma og það var „mosh pittur“. Árið eftir vorum við búnir að stofna hljómsveit, svo þungarokkið var búið að taka öll völd,“ segir Addi og útskýrir hvernig þetta öfgakennda listform gagntók hann. Merki hljómsveita voru teiknuð á svarta eða græna bomber-jakka og þarna sameinuðust ýmis olnboga- börn og andfélagslegir tónlistar- nördar. „Enginn af okkur spilaði fót- bolta, en þarna náði fólk saman.“ Úr myrkrinu komu Sólstafir Dauðarokkbylgjan dalaði, menn klipptu hárið og sneru sér að öðrum tónlistarstefnum. Addi rifjar upp að á sama tíma og síðrokkið var að taka yfir hafi þeir félagarnir uppgötvað nýtt form af þungarokki, svartmálm. „Þetta var eitthvað alveg nýtt. Við vorum bara: „hólí sjitt!“ Þetta var eins og eitthvert kukl. Það var ekki lengur blóð og slím á „lógóunum.“ Þetta var miklu mystískara og andlegra, fólk var að tengja þetta við „the dark side“. Svo kom goðafræðin svolítið seinna inn í þetta,“ segir hann. Árið 1995 stofnuðu Addi, Halldór Einarsson bassaleikari og Guðmundur Óli Pálmarsson trommuleikari Sól- stafi með það fyrir augum að spila svartmálm. „Á þessum tíma var engin sena til að spila í og engir til að spila með á tónleikum. Við ætluðum þess vegna bara að gera demó og kannski eina plötu, svona „underground“. Við vorum inni í bílskúr að semja „black- metal“ og spiluðum ekkert á tónleik- um fyrr en eftir fjögur ár,“ segir hann. Addi hafði áður leikið á bassa og trommur í hljómsveitum en greip nú í gítarinn og fór að öskra. „Ég kunni ekkert á gítar og hvað þá að syngja, það er rétt núna í dag að mér finnst ég geta kallað mig söngvara – eftir 20 ár. Fyrst þegar við vorum að taka upp þá reykti ég bara svona tíu Lucky Strike- sígarettur, þurrkaði röddina vel upp, og lét svo vaða – öskraði gömul ljóð eftir Hannes Pétursson og Grím Thomsen, Ásareiðin og Til Valhallar, af innlifun. Við vildum helst taka upp sönginn þegar röddin var komin upp að hæstu sársaukamörkum – þá var eymdin svo sönn.“ Bölvuð plata og ófilteruð tjáning Eftir að hafa tekið upp nokkur demó og dreift um neðanjarðar-kasettu- dreifinet svartmálmsheimsins tóku Sólstafir upp breiðskífuna Í blóði og anda, en hún kom þó ekki út fyrr en árið 2002, þremur árum eftir að upp- tökum lauk. „Sú plata var öll samin 1997 og 1998, þegar ég var ég búinn að vera hlusta mikið á Smashing Pumpkins og Mogwai. Mér finnst eins og stíll- inn okkar hafi fæðst þegar við fór- um að semja „blackmetal“ undir áhrifum frá þessum böndum,“ segir hann. Næsta plata, Masterpiece of Bitterness, var alfarið á ensku og sú þriðja sömuleiðis, fyrir utan titillagið Köld, sem var fyrirboði þess sem koma skyldi, lágstemmdara, tilfinn- ingaþrungið þungarokk á íslensku. „Þetta eina lag var með rosa- lega „soft“ söng en ég var ekki það sjálfsöruggur að mér dytti í hug að syngja það á tónleikum. Við vorum sko þungarokkarar! Eftir að hafa tekið sönginn upp á ensku höfðum við aukaklukkutíma í stúdíóinu eða eitthvað, svo ég ákvað að prófa að syngja nokkrar línur sem ég hafði samið fyrir mig sjálfan á íslensku. Ég var hins vegar feiminn og vildi ekki nota þetta, en hinir strákarnir og upptökustjórinn, kusu allir með því,“ segir hann. „Ég er mjög þakklátur í dag því þetta breytti meiru en ég gerði mér grein fyrir. Þegar ég var farinn að syngja svona hreint, í stað þess að öskra, varð þetta persónulegra. Ég gerði mér svo grein fyrir að þegar ég syng svona hreint þarf það eigin- lega að vera á íslensku, á tungumál- inu sem ég hugsa á, hitt verður svo mikill „filter“. Á íslensku er það „ófilt- eruð“ tjáning. Köld varð svo eigin- lega helsti „hittarinn“ á plötunni. „Það er rétt núna í dag að mér finnst ég geta kallað mig söngvara – eftir 20 ár. Rúmlega tvítug þungarokksveit Aðalbjörn Tryggva- son hefur leitt Sól- stafi frá árinu 1995. Mynd SigtRygguR ARi Kristján guðjónsson kristjan@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.