Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Síða 14
Helgarblað 8.–11. júlí 201614 Fréttir Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Ég fór í laseraðgerð hjá Sjónlagi í lok maí 2015. Keypti mér Thealoz dropana eftir aðgerðina og var mjög ánægð, ákvað samt að prufa að kaupa mér ódýrari dropa og fann rosalega mikinn mun á gæðum. Þessir ódýrari voru bara ekki að gera neitt fyrir mig og þurfti ég að nota mikið meira magn. Mælti með dropunum við tengdamömmu og er hún alsæl með Thealoz dropana. Elín Björk Ragnarsdóttir Þurrkur í augum? Thealoz augndropar Fæst í öllum helstu apótekum. Reyna að hagnast á hetjunum okkar n Mörg dæmi um ólöglega notkun á ímynd landsliðsins n Samstarfsaðilar mega einir nota merki KSÍ A ðeins samstarfsaðilum KSÍ er heimilt að nota merki KSÍ, þar með talinn lands- liðsbúninginn og leikmenn klædda honum, í markaðs- legum tilgangi. Allmörg dæmi eru um að fyrirtæki hafi í tengslum við þátttöku karlalandsliðsins á EM, birt myndir af landsliðsmönnum – til dæmis úr leikjum – með stuðnings- kveðju eða öðrum skilaboðum. Slíkt er óheimilt með öllu og felur í sér misnotkun á vörumerki KSÍ. Darri Johansen, markaðsráðgjafi hjá Pipar/TBWA, hefur fylgst með ólöglegri notkun fyrirtækja á vöru- merki KSÍ og landsliðsbúningnum, fyrir hönd KSÍ. Hann segir að eftir Englandsleikinn hafi ólögleg notkun myndefnis tekið kipp. „Þetta jókst með betri árangri landsliðsins,“ segir Darri í samtali við DV. Hann segir dæmi um að fyrirtæki hafi prentað bæklinga og dreift í hús þar sem landsliðsmenn í búningi voru á ljós- myndum. Nokkur brotin hafi birst á samfélagsmiðlum á borð við Face- book og Instagram; svo sem í auglýs- ingum fyrir bjór og annan varning. Gert í hugsunarleysi „Í langflestum tilvikum er þetta gert í hugsunarleysi,“ segir Darri um brot- in. Hann hafi þá haft samband við fyrirtækin sem langflest hafi brugðist vel við athugasemdum, haft skilning á reglunum og fjarlægt auglýsingarn- ar eftir mætti. „Einhverjum fannst súrt að geta ekki tengt sig lands- liðinu, sérstaklega þeim sem selja vörur sem tengjast boltanum að ein- hverju leyti.“ KSÍ orðið alþjóðlegt vörumerki Darri segir að fáein dæmi hafi kom- ið upp áður en Evrópumótið hófst en að þetta hafi færst í aukana eftir því sem landsliðinu gekk betur á mótinu. Hann áætlar að um tíu til fimmt- án dæmi um ólöglega notkun vöru- merkis KSÍ eða landsliðsbúningsins hafi komið upp meðan á þátttöku Íslendinga á EM stóð. „Árangurinn hefur vakið mikla athygli og íslenska landsliðið hefur verið mikið í kast- ljósinu. Í ljósi þessa góða árangurs má segja að KSÍ og landsliðið séu í raun orðin alþjóðlegt vörumerki,“ segir Darri. Hann telur að í ljósi þess þurfi áfram að fara fram vöktun á notkun vörumerkisins. „Maður skilur alveg að fyrirtæki vilji tengja sig við lands- liðið en það er ekki leyfilegt að hver sem er geti nýtt sér landsliðsbún- inginn og landsliðsmenn með þess- um hætti.“ Lars fyrir Landsbankann Mjög vinsælt er fyrirtæki semji við landsliðsmenn um að leika í aug- lýsingum, til að reyna að auka sölu á vörum þeirra. Margir landsliðsmenn í knattspyrnu hafa þannig á undan- förnum vikum birst í auglýsingum íslenskra fyrirtækja. Þar má nefna auglýsingar frá Skyr, Lýsi, Vífilfelli, Norðlenska, MS og Gilbert úrsmiði, auk þess sem þjálfarinn Lars Lager- bäck kom fram í sjónvarpsauglýsingu fyrir Landsbankann. Í þessum tilvik- um er ýmist um að ræða auglýsingar frá styrktaraðilum KSÍ eða auglýs- ingar þar sem fyrirtæki semja beint við leikmenn og taka upp auglýsingar án þess að landsliðið eða KSÍ komi fyrir. Við þetta er ekkert að athuga. Samið beint við leikmenn Þær upplýsingar fengust hjá KSÍ að landsliðsmönnum sé í sjálfsvald sett í hvaða auglýsingum þeir leika. Þar semji fyrirtækin við leikmennina án aðkomu KSÍ. Fyrirtækjunum sé hins vegar ekki heimilt að birta myndefni af landsliðsmönnunum í landsliðs- búningi eða æfingaklæðnaði KSÍ í auglýsingum. Dæmi um slíkar aug- lýsingar eru auglýsingin þar sem Eiður Smári Guðjohnsen auglýsir Skyr og Alfreð Finnbogason Lýsi. Að- eins samstarfsaðilum KSÍ er heimilt að birta auglýsingar þar sem menn sjást í landsliðsbúningi. Þeir eru Borgun, Coca-Cola, Landsbankinn, Lengjan, Icelandair og N1. n „ Í langflestum til- vikum er þetta gert í hugsunarleysi. Vinsælir Fyrirtæki hafa sum hver gengið full frjálslega um veiðilendur viðskiptatækifæranna. Mynd epa Lýsi Alfreð Finn- bogason leikur í auglýsingu frá Lýsi. Þar sést ekkert í landsliðsbúninginn eða merki KSÍ, eins og reglur kveða á um. Á æfingu Nokkuð er síðan Kolbeinn Sigþórsson fór að birtast í auglýsingum fyrir MS, þar sem próteindrykkurinn Hleðsla er auglýstur. Það er í góðu lagi þar sem landsliðsbúningurinn eða merki KSÍ kemur ekki fyrir. eiður borðar skyr Mikið var lagt nýlega í auglýsingaherferð fyrir skyr. Þar kemur fjölskylda Eiðs fram en ekkert er í auglýsingunni sem tengir hann beint við landsliðið. Það er ekki tilviljun enda er MS ekki samstarfsaðili KSÍ. Landsbankaauglýsing Lars Lagerbäck lék nýverið í auglýsingu fyrir Landsbankann. Landsbankinn er á meðal styrktaraðila KSÍ, enda sést í lógó sambandsins í auglýs- ingunni, sem tekin er upp á Laugardalsvelli. nokkrir saman Vífilfell, einn styrktaraðila KSÍ, tók upp auglýsingu þar sem Aron Einar Gunnarsson leiðir nokkra landsliðsmenn inn á Laugardalsvöll. Baldur Guðmundsson baldur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.