Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Blaðsíða 2
Helgarblað 8.–11. júlí 20162 Fréttir íslensk framleiðsla Án viðbætts sykurs Gott í boostið, matargerð, baksturinn og fleira Al Thani-fangar miðla fréttum á Facebook Stefnt á að opna vefsíðuna dagsljos.is með umfangsmiklum gögnum um málið F yrrverandi stjórnendur Kaupþings, sem afplána nú dóma sem þeir hlutu fyrir aðild sína að Al Thani-mál- inu svokallaða, hafa stofnað Facebook-síðu sem miðlar nú efni, skrifum og fréttum tengdum mál- inu. Stefnt er á að opna vefsíðu í haust þar sem birt verða gögn tengd málinu. Mannréttindadómstóll Evrópu krafði á dögunum íslensk stjórn- völd svara vegna málsmeðferðar- innar í Al Thani-málinu en dóm- stóllinn mun ekki taka afstöðu til þess hvort mál fjórmenninganna sem dóm hlutu verði tekið til efnis- legrar meðferðar fyrr en þau berast. Nýstofnað Dagsljós Facebook-síðan heitir Dagsljós og var stofnuð þann 3. júlí síðastliðinn. Hún er skilgreind sem fjölmiðla- og/eða fréttasíða á samskipta- miðlinum og hefur þegar deilt fjöl mörgum fréttum af Al Thani- málinu sem birst hafa að undan- förnu, sem og skrifum Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnar- formanns Kaupþings, af Facebook. Notendur Facebook urðu var- ir við síðuna þar sem hún birt- ist á tímalínu þeirra með kostaðri dreifingu, sem er gjarnan notuð til að vekja athygli á nýjum hópum og síðum og krækja í fylgjendur. Nokkrir tugir einstaklinga fylgdu síðunni nokkrum dögum eftir að hún var stofnuð. Gagnaveita ekki fjölmiðill „Þessi Facebook-síða er til að halda utan um fréttir sem fluttar eru af þessu máli þessa dagana. Það er pælingin með henni,“ segir Freyr Einarsson, sem haldið hefur utan um verkefnið fyrir hönd fjórmenn- inganna, í samtali við DV. Freyr er jafnframt skráður eigandi léns- ins dagsljos.is en aðspurður hvort vefsíðan verði nýtt á sama hátt og Facebook-síðan segir Freyr að vefurinn verði líklega opnaður með haustinu en hugmyndin sé ekki að verða fjölmiðill. „Dagsljós er meira hugsað sem gagnaveita eða gagnasafn þar sem við höldum utan um fréttir og gögn af málinu. Það kemur í ljós síðar hvenær vefurinn verður opnaður en hann verður gagnasafn þar sem fólk getur kynnt sér gögn málsins.“ Verkefni fjórmenninganna Facebook-síðan er í lýsingu sögð „samstarfsverkefni áhugamanna um réttlæti“ í Al Thani-málinu og því greinilegt að þarna var um ákveðna hagsmunagæslu að ræða. Freyr segir aðspurður um lýsinguna að það sé ekkert óeðlilegt við það, en „þetta sé ákveðið verkefni sem Hreiðar Már Sigurðsson, Ólafur Ólafsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson standa að.“ Vísbending í nafninu Aðspurður um nafnið Dagsljós segir Freyr það vísan í að ýmislegt hafi ekki komið fram í dagsljósið varðandi Al Thani-málið. „Það er hluti af ástæðu þess að Mannréttindadómstóllinn er að skoða þetta mál, að það eru gögn og annað sem hefur ekki komið fram í dagsljósið, enn sem komið er. Það er því kannski hugmyndin á bak við nafnið, að kalla öll gögn varðandi málið fram í dagsljósið.“ Fjórmenningarnir, sem hlutu þunga dóma fyrir aðkomu sína að Al Thani-viðskiptunum afplánuðu fyrsta árið af dómum sínum á Kvía- bryggju en eru nú allir komnir á áfangaheimilið Vernd eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Dagsljósið Fjórmenningarnir sem dóma hlutu í Al Thani-málinu hafa stofnað Facebook-síðu þar sem fréttum og skrifum tengdum mála- rekstri þeirra er deilt. Stefnt er á að opna vefsíðu með sama nafni síðar þar sem gögn verða gerð aðgengileg.„Verður gagnasafn þar sem fólk getur kynnt sér gögn málsins. Vildi senda hann til Íslands Ráðgjafi Hillary vildi refsa hlutdrægum diplómata R áðgjafi Hillary Clinton hæddist að stöðu sendiherra Banda- ríkjanna á Íslandi, í sam- skiptum sínum við utanríkis- ráðherrann fyrrverandi vorið 2012. Þetta er á meðal þess sem finna má í tölvupóstsamskiptum Hillary, sem Wikileaks hefur birt að undanförnu. Í tölvupóstsamskiptum sem gengu á milli tveggja ráðgjafa Hillary, Sidney Blumenthal og Pat- rick Lang, undir yfirskriftinni „Just a note of skepticism“ eða „Bara svo- lítil tortryggni“ veltir Lang því upp hvort stjórnvöld eigi að leggja trún- að á það mat sem Ísraelsmenn leggja á herstyrk Hizbollah í Sýr- landi. Þetta var í mars 2012 en átök- in blóðugu í Sýrlandi höfðu staðið yfir síðan í apríl 2011. „Eigum við að taka þeirra orð trúanleg? Hvað segir leyniþjónustan?“ Í orðsendingunni er í lokin minnst á diplómatinn Jeffrey Feltman, yfirmann pólitískrar deildar Sameinuðu þjóðanna. Lang spyr hvers vegna hann sé enn í starfi, þar sem hann sé augljóslega hlut- drægur. „Vantar okkur ekki nýjan sendiherra á Íslandi?“ Lang gerir með öðrum orðum að tillögu sinni að refsa eða taka téðan Feltman úr umferð með því að senda hann til Ís- lands. Svar Hillary við vangaveltunum er stutt. „Engin ástæða til tortryggni“. n baldur@dv.is Hillary Er nú forsetaefni demókrata. Beckham til Íslands David Beckham og og Victoria eru á Íslandi. Þau eru gestir Björgólfs Thor Björgólfssonar athafnamanns. Beckham-hjón- in eru heimsfræg. David er fyrr- verandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins. Victoria var söngkona í Spice Girls og hefur getið sér gott orð sem fatahönnuður. Mikil leynd hefur hvílt yfir komu hjónanna en þau ætla að dvelja nokkra daga á Íslandi í sumarfríi. Með í för verða vinahjón þeirra. Ætla þau, meðal annars, í veiði með Björgólfi og líklegt að Langá verði fyrir valinu. Lágpunktur framsóknar Ekki er marktækur munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Pírata, samkvæmt nýrri skoðana- könnun MMR. Sjálfstæðisflokk- urinn mælist með 25,3 prósent en Píratar með 24,3 prósent. Framsóknarflokkurinn hefur ekki mælst með minna fylgi í átta ár en hann mælist með 6,4 pró- senta fylgi. Flokkur Viðreisnar mælist með 6,7 prósent en ekki er marktækur munur á fylgi hans og Framsóknarflokksins. Vinstri græn sækja á á milli kannanna. Fylgið mælist 18 pró- sent en Samfylkingin mælist með 10,9 prósent. Björt framtíð kæmi ekki manni á þing ef kosið yrði nú. Fylgið mælist aðeins 2,9 prósent. Fylgi við Sturlu Jónsson mælist tvö prósent.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.