Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Blaðsíða 32
Helgarblað 8.–11. júlí 201628 Menning Einu eggin á neytendamarkaði með löggilda vottun Lífrænu hænurnar hjá Nesbúeggjum • Fá lífrænt fóður • Fá mikið pláss • Njóta útiveru nesbu.is NESBÚ EGG HVAR ER SÓSAN? Það er alltaf gott veður til að grilla. Kjötið, hvernig skuli meðhöndla það, og meðlæti skipta að sjálfsögðu máli. Allt er þetta þó til einskis ef sósan gleymist, því þar liggur fullkomnunin. Þú gleymir ekki sósunum frá E. Finnsson. Geimverurnar snúa aftur Þ að er freistandi að líta svo á að forsetinn í Independence Day 2, leikinn af Bill Pullman, sé ígildi Nigel Farage, sem lýsir yfir degi sjálfstæðis fyrir hina góðu í baráttu sinni við hreina illsku, og geimverurnar þá ígildi ESB. En hér er um að ræða framhald myndar frá 1996. Og hún hefur að mörgu leyti sömu kosti og galla. Fyrri myndin var mikið sjónar­ spil, og varð reyndar næstvinsælasta mynd sögunnar á sínum tíma. Við höfðum sjaldan séð álíka stórslysa­ mynd, þar sem öll helstu mannvirki Bandaríkjanna voru lögð í rúst. Nú er það hins vegar daglegt brauð, bæði í bíó og í fréttum. Manni hálfleiddist undir álíka senum í síðustu X­Men. Og meira er ekki endilega betra. Það er ágætt að myndin er með­ vituð um að hún gerist 20 árum síðar. Mannkyn hefur lært að vinna saman, enda þarf líklega geimveruárás til að við förum að líta svo á að við séum öll sömu tegundar. Mennirnir hafa að einhverju leyti tileinkað sér tækni geimveranna, og jafnvel fundið aftur leiðina á tunglið. En helsti galli fyrri myndarinnar var að eftir að hún lýsti geimverun­ um sem nánast ósigrandi í upphafi leystist svo undarlega auðveldlega úr öllu saman. Og það er skringi­ lega miðaldalegur hugsunarháttur að láta helstu leiðtoga, bæði forseta og geimdrottningar, halda í slaginn persónulega. Til hvers eru þá allir þessir herir? Geimverustríðsmyndir er geiri sem undirritaður er almennt hrifin af, en því miður er of margt hér sem misferst. Í næstu mynd mun sögu­ sviðið víst færast út í geim, sem er mátulega spennandi, en vonandi verða þá aðrir höfundar á ferð. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir Independence Day: Resurgence IMDb 5,6 RottenTomatoes 30% Metacritic 32 Leikstjórn: Roland Emmerich Aðalhlutverk: Liam Hemsworth, Bill Pullman og Jeff Goldblum Handrit: Roland Emmerich og fleiri 120 mínútur þótt það sé frábært að fá að ferðast um heiminn að gera það sem maður elskar henti það illa með annarri vinnu og fjölskyldulífi, þá sé nýja­ brumið einnig fljótt að fara af rokk­ stjörnulíferninu, djamminu og djúsinu. „Þú brennir bara brýr að baki þér, og við höfum gert það – oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Við höfum farið á festivöl og hagað okkur eins og hálfvitar, höfum þurft að biðjast afsökunar margfalt eða borgað háar fjárhæðir,“ segir Addi og leggur áherslu á að slíkt komi alltaf í bak­ ið á hljómsveitum enda spyrjist slíkt fljótt út í litlum heimi tónleikahalds og ­hátíða. Hann leggur þó enn frekari áherslu á að djammlíferni á tón­ leikaferðalögum komi niður á þeim sjálfum og áhorfendum. „Við erum komnir á þann stað að það er fólk sem keyrir kannski í sjö klukkutíma aðra leið til að sjá okkur – fólk sem er í vinnu og með börn leggur það á sig. Ég get ekki boðið þessu fólki upp á að ég eða einhver annar í hljóm­ sveitinni sé dauðadrukkinn uppi á sviði,“ segir hann. Sár skilnaður við stofnmeðlim Áður en tónleikaferðalagið fyr­ ir Óttu hófst urðu mannaskipti í Sólstöfum sem urðu fréttamatur í kjölfarið. Einn stofnmeðlimurinn, trommarinn Guðmundur Óli, sendi frá sér opinbera yfirlýsingu þar sem hann kvaðst hafa verið rekinn úr sveitinni og lýsti atburðarásinni frá sínum bæjardyrum séð. Í kjölfarið stefndi hann Aðalbirni og hinum hljómsveitarfélögum sín­ um fyrir að nota nafn og vörumerki sveitarinnar í óleyfi en málinu var vísað frá héraðsdómi í byrjun þessa árs. Addi vill lítið segja um málið, en það er augljóst að það hefur tekið á alla hljómsveitarmeðlimi. „Það er alltaf erfitt þegar leiðir skilur, hvort sem það tengist vinnu­ stöðum, hjónaböndum, keiluklúbb­ um eða hljómsveitum. Menn eru búnir að leggja mikið á sig lengi og svo þegar samstarfið gengur ekki upp, þá er eðlilegt að menn verði ósáttir. Við vissum vel að þetta yrði ekki gert í sátt og samlyndi, en það var reynt að gera þetta þannig að allir gætu gengið burt sáttir. Kannski var það ómögulegt,“ segir hann. „En það var annaðhvort að hætta með hljómsveitina eða skilja við einn meðlim, og við völdum seinni kostinn, því okkur langaði að halda áfram að semja tónlist saman,“ segir Addi. Frá því í júní í fyrra hefur Hall­ grímur Jón Hallgrímsson, úr Tender­ foot og Jeff Who?, því haldið á kjuðunum og mun halda áfram sem trommari sveitarinnar. Hafa alltaf spilað á Eistnaflugi Næsta verkefni Sólstafa eru tvenn­ ir tónleikar á Eistnaflugi. Þar leika Amiina og Martin Curtis­Powell með sveitinni. Sólstafir hafa spilað á Eistnaflugi frá því að hátíðin var haldin fyrst, en aðeins Momentum hafa verið jafn staðfastir. Addi rifjar upp að enginn hefði getast búist við því að hátíðin myndi lifa svo lengi. Fyrsta árið hafi átta þungarokkbönd mætt í Neskaup­ stað en aðeins um 30 manns verið í salnum. „Ég bjóst aldrei við að koma aftur á Norðfjörð,“ segir hann. En tólf árum seinna er Addi enn að mæta, og hátíðin orðin að risaviðburði í rokkheiminum, þar sem alþjóðlegar stórstjörnur á borð við Meshuggah og Opeth spila. Eistnaflug er einn helsti vettvang­ ur íslensku þungarokksenunnar, sem Addi segir vera í miklum blóma um þessar mundir: „Fólk heldur vart vatni yfir böndum eins og Mis­ þyrmingu, það er bara bjartasta von­ in í „blackmetal“ heiminum í dag. Hvernig gerðist þetta? Þegar við vor­ um að spila „blackmetal“ þá var Ís­ land sko ekki „hotspot“ fyrir svart­ málm. Fólk var bara: „Hvað eruð þið að reyna? Þið eruð ekki frá Noregi og ekki Englandi, gleymið þessu!“ Það er mikill metnaður í hljómsveitum núna, þær eru að gefa út og ferðast um heiminn, sem er frábært, því það er svo mikið af góðum íslenskum böndum sem hafa bara gefist upp í gegnum tíðina – aldrei komist lengra en á Grand Rokk,“ segir Addi. Sólstafir eru um þessar mundir að semja lög í sameiningu fyrir næstu plötu, en lögin segir hann vera í stöðugri mótun og ómögulegt að vita hvernig þau enda. „Allt sem maður gerir í lífinu hefur áhrif á tónlistina. Oft finnst mér eins og ég sé með GPS­tæki á bakinu, svo kem ég heim og prenta út hvar ég hef verið, það er svolítið eins og þegar maður semur lag, þá getur maður sýnt hvar maður hefur verið, hvað maður hefur hugs­ að og hvað maður hefur séð. Ég veit ekkert hvernig næsta lag verður, lífið er svo óútreiknanlegt.“ n „Ég veit ekkert hvernig næsta lag verður, lífið er svo óútreiknanlegt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.