Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Blaðsíða 38
Helgarblað 8.–11. júlí 201634 Fólk
Lítt hrifinn af þjóðrembu og þjóðernisæsingi í kringum fótboltann
S
veinbjörn Þórðarson er dá-
lítið eins og síðasti geir-
fuglinn. Það eru eflaust fleiri
eins og hann, en það hefur
lítið heyrst í þeim undan-
farnar vikur. Hann hefur nefnilega
ekki gaman af fótbolta, og lítur á
EM-brjálæði síðustu vikna öðrum
augum en margir.
„Ég er ekki mikill áhugamaður
um íþróttir yfirhöfuð,“ segir Svein-
björn í samtali við DV. „En það sem
angrar mig sérstaklega við fótbolt-
ann er þjóðremban og þjóðernis-
æsingurinn í kringum hann. Ég er
sagnfræðingur, og frá mínum bæjar-
dyrum séð er einfaldlega allt of stutt
síðan Evrópa var leikin illa af slík-
um öflum á 20. öldinni.“ Sveinbjörn
segir að það setji óhug að honum
þegar hann sér hegðun hópa sem
fylkja sér að baki fótboltaliðum.
„Hópar fólks koma saman í búning-
um, marsera, öskra og syngja þjóð-
söngva. Þetta vekur ónót hjá mér.
Það eru ekki nema rúm 20 ár síð-
an síðustu þjóðarmorð á grundvelli
þjóðrembu áttu sér stað í Evrópu.“
Þarna vísar Sveinbjörn til þeirra
voveiflegu atburða sem áttu sér
stað í stríðinu milli fyrrverandi ríkja
Júgóslavíu. „Mér finnst svona mú-
gæsingur vera dæmi um hóphugs-
un og hjarðeðli – það versta í mann-
inum. Æsingurinn í fótboltanum
er einmitt ein birtingarmyndin af
þessu.“
VIÐ spiluðum ekki vel
En Sveinbjörn, fannst þér þeir ekki
standa sig vel og eiga hrós skilið?
„Auðvitað var flott að karlalands-
lið Íslands í fótbolta skyldi standa
sig vel á þessu móti. En það fer í
taugarnar á mér að menn séu að
baða sig í ljóma annarra. Það voru
ekkert VIÐ sem spiluðum vel á
mótinu, heldur þessir örfáu menn
í liðinu. Sérstaklega finnst mér
ógeðslegt að sjá pólitíkusa velta sér
upp úr þessu – þeir eru nógu gefn-
ir fyrir þjóðrembing þó að þetta
komi ekki líka. Fyrir hrun voru þeir
að tapa sér í aðdáun á bankamönn-
um. Rætt var um víkingaeðlið og
ýmislegt sem átti að gera okkur svo
einstök og öðrum fremri. Auðvitað
er þetta bull og mér finnst ógeðfellt
að verða vitni að svona tali á hvaða
sviði sem er.“
Fólk pirrað
Skoðanir Sveinbjarnar hafa síst
verið til þess að afla honum vin-
sælda upp á síðkastið. „Margir hafa
pirrast yfir mér. Fólk vill ræða fót-
boltann, og ég þyki skrítinn þegar
ég nenni því engan veginn. Menn
segja að ég taki málið of alvarlega,
þetta sé nú bara fótbolti. Svo eru
færð rök fyrir því að allur æsingur-
inn og til finningarnar þurfi útrás,
og að það sé ágætt að hún taki á sig
þessa mynd, frekar en að við tökum
það til dæmis út í hernaði. Ég fer
samt ekki ofan af því að það sem
við höfum séð á síðustu vikum er
birtingarmynd slæmra hliða mann-
skepnunnar. Ég hef meira að segja
horft upp á suma vini mína, sem ég
veit að eru sama sinnis og ég, drag-
ast inn í hjörðina gegn betri vitund.“
Þynnkan
Nú þegar drengirnir í landsliðinu,
drengirnir í fylgdarliðinu og konan
eina eru öll komin heim hafa margir
talað um að EM-þynnkan hellist
yfir þjóðina. „Já, nú rennur af fólki.
Á tímum Austrómverska veldis-
ins skiptist fólk í bláliða og græn-
liða eftir því hverjum það hélt með
í kappreiðum í borginni. Við virðu-
mst hafa einhverja djúpa mannlega
þörf til að skipta okkur upp í hópa
og halda með einum, gegn hinum.“
Sveinbjörn segir að við þurfum
ekki að bíða neitt voðalega lengi
eftir næsta kasti sem þjóðin tekur.
„Við erum líka svona hysterísk í
kringum Eurovision. Það er annað
fyrirbæri sem mér þykir hrikalega
leiðinlegt, ekki bara vegna slæmrar
tónlistar, heldur vegna þess að mað-
ur sér þar sömu öflin að verki. Ég
vildi óska þess að við sæjum svona
samstöðu og kraft í kringum mikil-
vægari svið mannlífsins, til dæmis
vísindi og fræði, eða í að skipuleggja
samfélag okkar. Hugsaðu þér ef við
ættum til dæmis 11 framúrskarandi
pólitíkusa á landinu.“ n
Sveinbjörn Þórðarson Á öndverðum meiði
við flesta landsmenn. Mynd SIgtryggur ArI„Sérstaklega finnst
mér ógeðslegt að
sjá pólitíkusa velta sér
upp úr þessu – þeir eru
nógu gefnir fyrir þjóð-
rembing þó að þetta
komi ekki líka.
„Ég þyki skrýtinn“
ragnheiður Eiríksdóttir
ragga@dv.is
granda
granda