Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2016, Blaðsíða 10
Helgarblað 8.–11. júlí 201610 Fréttir Tilboð þér að kostnaðarlausu Uppl. í síma: 820 8888 eða markmid@markmid-ehf.is ALHLIÐA FASTEIGNAVIÐHALD Smíðavinna · Pípulagnir · Raflagnir Málningavinna · Múrvinna · Flísalagnir Hellulagnir · Jarðvinna · Lóðavinna Mannúðargjörningur klýfur þjóðkirkjuna n Ekki allir prestar á bandi biskups n Skiptar skoðanir á aðgerðum presta í S kiptar skoðanir eru meðal presta Þjóðkirkjunnar á þeirri ákvörðun Laugarnes­ kirkju að opna dyr sínar og skjóta skjólshúsi yfir íröksku hælisleitendurna Alí Nasír og Majed í lok síðasta mánaðar. Einn sóknar­ prestur sem DV ræddi við segir biskup Íslands hafa tekið þátt í að skipuleggja lögbrot sem sé alvar­ legt mál meðan annar segir að hann vilji frekar að Þjóðkirkjan tæmist en að hún þegi um málefni sem skipti máli. Aðgerðirnar voru gerðar með blessun biskupsembættisins en þar var ákveðið að láta reyna á hina fornu hefð um kirkjugrið. Líkt og komið hefur fram hélt sú hefð ekki og voru Alí og Majed, þar af annar í járnum, færðir í fylgd lögreglu og starfsmanna Útlendingastofnunar út í bíl og þeim ekið út á flugvöll og þeir síðan fluttir úr landi til Noregs. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, og Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju, fóru fyrir framtakinu, sem þau köll­ uðu mannúðargjörning, sem síðan hefur vakið hörð viðbrögð og mis­ yfirvegaða umræðu. Úrsagnir og vandlæting Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálf­ stæðisflokksins og hæstaréttarlög­ maður, hefur sakað prestana um lög­ brot með því að hafa reynt að koma í veg fyrir að lögregla gæti fram­ fylgt lögum í landinu. Helgi Magn­ ús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur sömuleiðis talið eðlilegt að Kristín og Toshiki verði áminnt vegna málsins þar sem hann tjáði sig um málið á Facebook og velti fyrir sér hvort Þjóðkirkjan væri hætt að virða landslög og ákvarðanir stjórnvalda. Bætti hann við að mennirnir væru væntanlega múslímar sem myndu ekki láta sjá sig í kristinni kirkju nema þegar það þjónaði hagsmun­ um þeirra. Ber að halda því til haga að fram hafði komið í fjölmiðlum að Alí og Majed tóku kristna trú, áður en þeim var vísað úr landi. Annar embættismaður, Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur gengið skrefi lengra og sagt sig úr Þjóðkirkjunni vegna málsins en lögreglumenn eru ósáttir við hvernig kirkjan hafi stillt lögreglumönnum upp við vegg í málinu. Ekki allir á bandi biskups Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Ís­ lands, hefur ítrekað fyrri yfirlýsingar sínar þess efnis að kirkjan standi með þeim sem standi höllum fæti en kirkjan ætlaði ekki í stríð við yfirvöld. En ekki fylkja allir prestar sér að baki biskupi. Afar skiptar skoðanir eru meðal presta Þjóðkirkjunnar á þeirri ákvörðun Agnesar biskups að styðja og leggja blessun sína yfir þá ákvörðun Laugarneskirkju og prest­ anna að opna sínar dyr fyrir hælis­ leitendum sem vísa átti úr landi. Vert er að taka fram að lögreglunni var tjáð hvar mennirnir yrðu og reyndu fulltrúar kirkjunnar í engu að hindra störf lögreglumanna þegar þeir sóttu tvímenningana upp að altari Laugarneskirkju á sjötta tímanum að morgni 28. júní síðastliðins. DV leitaði til nokkurra presta og spurði þá út í afstöðu þeirra til að­ gerðanna í Laugarneskirkju, þ.e. hvort þeir styddu þá ákvörðun kirkj­ unnar að skjóta skjólshúsi yfir hælis­ leitendur með þeim hætti sem gert var. Svörin sem fengust endurspegla þann klofning sem virðist vera innan þjóðkirkjunnar, og í samfélaginu um málið, þrátt fyrir að vera ekki tæm­ andi. Skoðanir eru skiptar. Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, skilur ekki hvað biskupi hefur gengið til með því að styðja að­ gerðirnar og hvað þá að funda með þeim sem að þeim stóðu. Sakar hann biskup um aðild að skipulagningu á lögbroti. Hjálmar Jónsson, sóknar­ prestur í Dómkirkjunni, telur altari kirkjunnar hafa verið misnotað í pólitískum aðgerðum. Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafar­ vogskirkju, segir skýrt að kirkjan hafi engin lög brotið. Hildur Eir Bolla­ dóttir, prestur í Akureyrarkirkju, segir aðgerðirnar hafa verið predik­ un í verki. n Vanhugsuð aðgerð Á ekki að misnota altari kirkjunnar til að knýja fram breytingar, segir Hjálmar Jónsson „Þessi aðgerð í Laugarneskirkju er vanhugsuð,“ segir séra Hjálmar Jónsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni. Hann segir það gott, fallegt og sjálfsagt mál að biðja með fólki. „Það er auðsótt í hvaða kirkju sem er. Það sem er ámælisvert er að gera slíkt að pólitískri aðgerð.“ Hjálmar vill meina að hugmyndin um kirkjugrið í þessu samband sé fráleit. Slíkt hafi komið að gagni í löglausum samfélögum fyrr á öldum. „En að tala um kirkjugrið til að hindra eða torvelda framkvæmd laga og milliríkjasamninga er í besta falli kjánaskapur. Eða er Noregur ekki lýðræðisríki?“ spyr presturinn. Hann segir lög og reglur sífellt vera í mótun og endurskoðun í lýðræðisþjóðfélögum samtímans. „Vilji fólk breytingar á þeim í einhverjum efnum þá hefur lýðræðið sína farvegi og opnu leiðir fyrir hvern sem er. En altari kirkjunnar á ekki að nota til þess. Það er misnotkun.“ „Það er betra að allir segi sig úr Þjóðkirkjunni og Þjóð- kirkjan haldi áfram að predika um það sem skiptir máli, frekar en að það séu rosalega margir í Þjóðkirkjunni og Þjóð- kirkjan þegi. Harkalegt Lögreglumenn færa annan hælisleitandann í járn fyrir utan Laugarnes- kirkju að morgni 28. júní. Mynd SkJÁSkot: Stundin/youtubE Hjálmar Jónsson Er allt annað en sáttur við hvernig kirkjan hafi verið að hans mati misnotuð í pólitískum erinda- gjörðum og baráttu. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.