Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Page 4
Vikublað 12.–14. júlí 20164 Fréttir SJÓNMÆLINGAR LINSUR • GLERAUGU Skólavörðustígur 2 • 101 Reykjavík Sími: 511 2500 • www.gleraugad.is Í nýlegri tilkynningu frá Nátt- úrufræðistofnun var varað við hættulegum hitasæknum myglusveppum sem bera heitin Súlufrugga (aspergillus fumigat- us) og Svartfrugga (aspergillus negro). Sýni sem barst stofnuninni staðfestir að um tegundirnar sé að ræða. Þá kom fram í tilkynningunni að líkur væru á að maður hefði sýkst af gróum tegundanna hérlendis með þeim afleiðingum að sveppurinn fór að vaxa og dafna í lungum hans. DV hefur undir höndum stað- festingu frá lækni um að sýkingin átti sér stað og að maðurinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, hafi glímt við veikindi síðustu 10 mánuði. Mögulegt er að hann hafi orðið fyrir óafturkræfum skaða á lungnaberkj- um og þind. Maðurinn fullyrðir að hann hafi verið alheilbrigður áður en hann sýktist en í tilkynningu frá landlækni kemur fram að súlufruggan geti að- eins valdið sýkingu hjá einstakling- um með alvarlega ónæmisbælingu eða langt gengna lungnasjúkdóma. Að mati embættisins eru heilbrigðir einstaklingar ekki í hættu. Myglan getur vaxið í lungum og taugakerfi „Almennir iðnaðarmenn verða að fá upplýsingar um þessa hættu. Myglan getur vaxið í lungum og taugakerfi en ég varð fyrir skemmdum á lungna- berkjum og þind sem óvíst er að gangi til baka,“ segir smiðurinn, sem veiktist alvarlega í kjölfar þess að gró hitasækinna myglusveppa komust í lungu hans þar sem þau uxu og döfnuðu. Veikindi mannsins hafa stað- ið yfir í 10 mánuði en upphaf þeirra má rekja til þess að hann fékk það verk efni að endurbæta ónýtt hús sem heitavatn hafði runnið um í smá tíma en það eru kjöraðstæður fyrir sveppategundirnar súlufruggu og svartfruggu. Sveppategundirnar þekkjast vel í heitari löndum enda þurfa þær 37–50 gráðu hita til að vaxa. Slíkar aðstæður geta hins vegar myndast þegar heitt vatn lekur eft- irlitslaust um hús í nokkra sólar- hringa og í raun má segja að Ísland sé sér á báti varðandi þennan svepp á norðurslóðum enda aðgengi að rennandi heitu vatni gott hérlendis. „Hefði gengið í burtu og neitað að vinna“ „Áður en ég hófst handa hafði húsið verið þurrkað í um tvö ár. Við feng- um ekki rykgrímur við verkið, aðeins var treyst á vélræna loftun. Núna veit ég að það er ekki nóg að nota venju- legar rykgrímur gegn myglugró því hún er svo fíngerð að hún fer auð- veldlega í gegnum þær. Það þarf sér- stakar P95-grímur til að þær eigi að gagnast. Það myndaðist mikið ryk þegar ég var að saga niður spóna- plötur og rífa niður milliveggi sem sýktir voru af myglusveppnum. Ef ég hefði haft hugmynd um hversu hættulegar þessar aðstæður gætu verið þá hefði ég gengið í burtu og neitað að vinna,“ segir smiðurinn. Hann var alheilbrigður áður en vinn- an við húsið hófst. Drakk hvorki né reykti og stundaði mikla útiveru í frí- tíma sínum. Litlir kögglar í lungunum Fyrstu einkennin sem hann fann fyr- ir var eins og rykkorn hefðu komist í lungun. „Þetta voru hins vegar gró myglusveppsins sem stækkkuðu síð- an í lungunum þar til þau voru orðin eins og litlir kögglar. Þá var ég farinn að glíma við alvarlega öndunarerfð- leika.“ Maðurinn fékk sterasprautur við veikindunum sem hjálpuðu honum að hósta upp einhverju af óværunni í lungunum. Nokkrum dögum seinna fór öndun hans hins vegar aftur að daprast og þá greindist hann með þindarlömun í sneið- myndatöku. „Í dag er ég á steratöfl- um sem hafa hjálpað mér mikið síð- ustu mánuði þó að ég fái reglulega hóstaköst. Enn er óvíst hvort skemmdirnar á lungaberkjunum og þindinni gangi til baka,“ segir maðurinn. Það kem- ur í ljós þann 18. ágúst hvort myglan sé enn til staðar í lunganu en þá á að framkvæma berkjuspeglun og taka sýni til myglurannsókna. n Myglusveppur óx og dafnaði í lungum smiðs n Hefur glímt við veikindi í 10 mánuði n Líklega óafturkræfur skaði á lungnaberkjum og þind Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Myglusveppurinn Sýni sem barst Náttúrufræðistofnun reyndist vera Súlufrugga. „Í dag er ég á steratöflum sem hafa hjálpað mér mikið,“ segir maðurinn. Iðnaðarmaður Maðurinn er smiður. Mynd 123rf.coM „Við fengum ekki rykgrímur við verkið, aðeins var treyst á vélræna loftun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.