Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Blaðsíða 10
10 Fréttir É g er ótrúlega hamingjusöm, og hamingjan er eiginlega tvöföld, því að fjölskylda mín er kom- in með öruggan dvalarstað og ég fékk annað tækifæri til að sjá þetta fallega land,“ segir Joniada Dega í samtali við blaðamann DV. Flúðu heimalandið Dega-fjölskyldan flúði frá heima- landinu, Albaníu, þar sem þau töldu öryggi sínu ógnað. Fjölskyldufaðir- inn, Skënder, var virkur í stjórnmál- um en eftir að demókrataflokkurinn sem hann tilheyrði galt afhroð í kosningum 2013 varð staða hans og fjölskyldunnar í Albaníu óbærileg. Til að byrja með sóttu þau um hæli á Íslandi, en síðar breyttu þau umsókn sinni og sóttu í staðinn um dvalar- og atvinnuleyfi. Við þá breytingu fór ferlið á byrjunarreit, en hún var or- sök brottvísunarinnar í maí. Hló af gleði Fjölskyldufaðirinn fékk tölvupóst í byrjun síðustu viku frá Útlendinga- stofnun með tilkynningu um að hann ásamt konu sinni og þremur börnum gætu snúið aftur heim til Ís- lands. „Ég var hjá eldri systur minni og pabbi hringdi í mig með góðu fréttirnar,“ segir Joniada. „Þetta er eitt besta augnablik sem ég hef upplifað. Ég hló bara af gleði, en á sama tíma fannst mér þetta svo óraunverulegt. Við bjuggumst öll við því að þurfa að bíða mun lengur eftir afgreiðslu umsóknarinnar.“ Joniada hafði strax samband við íslenska vini sína sem tóku fréttunum fagnandi. „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom hingað á föstudaginn var að fara í göngutúr. Það er yndislegt að fá að sjá útsýnið og náttúruna aftur.“ Foreldrar Joniödu, Skënder og Nazmie, hafa nú fengið dvalar- og at- vinnuleyfi til árs, og eldri börnin tvö, Joniada og Visar munu bæði hefja háskólanám og hafa fengið dvalar- leyfi á grunni þess til sex mánaða í senn. Kemst aftur undir læknishendur Eins og DV fjallaði um fyrir brottvís- unina hafði eldri sonurinn, Visar, glímt við erfiðan geðrofssjúkdóm, og var í fyrsta sinn farinn að svara meðferð í dvölinni á Íslandi. Læknar hans vöruðu íslensk yfirvöld við því að senda hann úr landi og sögðu að það myndi hafa afar neikvæð áhrif á bataferlið sem hafið var. „Það var mjög erfitt fyrir hann að fara aftur til Albaníu, enda hafði gengið mjög vel hér á landi í meðferðinni. Mamma mín og pabbi sáu um hann allan tím ann og hann hafði lyf meðferð- is. Nú mun hann aftur komast í sam- band við sína meðferðaraðila, sem er mikill léttir.“ Hlakkar til að hefja nám Það er greinilegt á tali Joniödu að hún horfir björtum augum á fram- tíðina. „Ég hlakka til að hefja nám í haust í heilbrigðisverkfræði við Há- skólann í Reykjavík og mun leggja alla áherslu á að standa mig vel í því.“ Joniada vill nota tækifærið til að þakka öllum þeim sem hafa komið Vikublað 12.–14. júlí 2016 Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Þurrkur í augum? Thealoz augndropar Fæst í öllum helstu apótekum. Ég var mjög slæm af augnþurrki án þess að gera mér grein fyrir því. Þar sem ég var með nóg af tárum datt mér ekki í hug að tengja það við aunþurrk. Alltaf með lekandi tár í kulda, og smá vind. Systir mín ráðlagi mér að prufa Thealoz því hún hafði mjög góða reynslu af þeim. Eiginlega bara strax varð ég allt önnur og er hætt að vera með táraflóð og finna fyrir þessari sandtilfinningu. Erla Óskarsdóttir » Loftsíur » Smurolíusíur » Eldsneytissíur » Kælivatnssíur » Glussasíur Túrbínur Bætir ehf. býður upp á viðgerðarþjónustu fyrir flestar gerðir túrbína. Sími 567-2050 - Smiðshöfði 7 - 110 Reykjavík Viðgerða- og varahlutaþjónusta í yfir 30 ár Bætir ehf hefur í rúm 30 ár boðið uppá alhliða viðgerða- og varahlutaþjónustu fyrir breiðann hóp viðskiptavina. Við þjónustum og útvegum varahluti í flestar tegundir dísilvéla og höfum mikla reynslu í ZF og Twin Disc gírum. Bætir ehf hefur um árabil boðið uppá há gæða varahluti, frá framleiðendum á borð við IPD og Interstate Mcbee, sem henta m.a. í vélar frá: Caterpillar® Cummins® Detroit Diesel® Nöfn vélaframleiðenda eru hér aðeins til upplýsinga og eru vörumerkin eign hvers framleiðanda. Cat® og Caterpillar® eru skrásett vörumerki í eigu Caterpillar Inc. Cummins® er skrásett vörumerki í eigu Cummins Engine Company. Detroit Diesel® er skráett vörumerki í eigu Detroit Diesel Corporation. Dega-fjölskyldan er komin heim Joniada Dega: „Ég er ótrúlega hamingjusöm“ Aftur á Íslandi Dega-fjölskyldan hefur fengið tímabundið dvalarleyfi. Á myndinni eru Joniada, Vikem og Nazmie. Á myndina vantar Skënder og Visar. Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.