Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Page 25
F lutningaþjónustan ehf. var stofnuð árið 2004 en fyrir tækið byggir á dýr- mætri reynslu eigandans Jóns Birgis sonar sem hefur starfað í flutningabransanum frá 1989. Að sögn Jóns er fyrirtækið traust flutningaþjónusta með full- gilt rekstrarleyfi. „Hjá fyrirtækinu starfa aðeins reyndir menn sem hafa metnað til að veita afburða þjónustu,“ segir hann. Fyrirmyndar fyrirtækjaþjónusta „Mörg fyrirtæki þurfa ekki á flutn- ingaþjónustu að halda á hverjum degi,“ segir Jón. „En þegar þörfin skapast, skiptir máli að verkefnið sé í höndum aðila sem er starfi sínu vaxinn og traustsins verð- ur. Hvort sem um er að ræða til- fallandi sendingar eða flutning á höf- uðstöðvum fyrir- tækisins er mik- ilvægt að hafa fagmennsku að leiðarljósi. Þar kemur einmitt Flutningaþjón- ustan til skjal- anna!“ segir hann brosandi. Tímabundnar og langtímalausnir „Við útvegum starfsmanninn sem vantar bara stundum. Hjá okkur starfa einungis harðduglegir menn, laghentir, úrræðagóðir og fljótir að komast inn í ný verkefni. Það fær enginn vinnu hjá Flutn- ingaþjónustunni sem ekki hefur hreint sakavottorð og góðan öku- feril. Eitt aðal markmið okkar er hagkvæmni. Ef þig vantar starfs- mann tímabundið inn á lager, eða íhlaupamann í nokkra klukkutíma, hafðu þá samband við okkur. Við getum sett saman hús- gögn, fært til innréttingar og stillt upp ef þörf er á. Við þrífum, göngum frá, stillum upp og gerum það sem til fellur í sam- bandi við flutninga – já og meira til!“ Heildarlausnir og hagkvæmni Jón segir að Flutningaþjónustan geti einnig séð um heildarlausn á flutningamálum fyrirtækja. „Það færist í vöxt í íslensku viðskipta- lífi að fyrirtæki kjósi að láta verk- þætti sem ekki tengjast daglegum rekstri fyrirtækisins, t.d. vöru- dreifingu, frá sér og fela þau sér- hæfðum fagaðilum. Hvort sem um er að ræða vörudreifingu eða aðföng, þá erum við með réttu lausnina fyrir þitt fyrirtæki. Við hvetjum ykkur til þess að hafa samband og kanna hvað við höfum upp á að bjóða,“ segir Jón að lokum. n Flutningaþjónustan ehf., Dugguvogur 17–19, 104 Reykjavík, Sími 555 1100 www.flutningathjonustan.is Flutningaþjónustan á facebook. Flutningaþjónustan: Metnaður og afburðaþjónusta „Hjá fyrirtækinu starfa aðeins reyndir menn sem hafa metnað til að veita af- burða þjónustu. Flutningaþjónusta Kynning

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.