Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Blaðsíða 26
Vikublað 12.–14. júlí 201618 Sport
Brjálað að gera hjá
umBoðsmönnum
Bjarki Gunnlaugsson hjá Total Football segist fá fyrirspurnir frá fleiri löndum en áður
Þ
að er mun meira hringt frá
löndum og klúbbum sem
voru ekkert endilega að
sýna Íslandi áhuga áður,“
segir Bjarki Gunnlaugs-
son hjá umboðsskrifstofunni Total
Football. Þrír landsliðsmenn hafa
gengið til liðs við ný lið frá því Ís-
land lauk þátttöku á EM. Hörður
Björgvin Magnússon gekk til liðs
við Bristol City, Rúnar Már Sigur-
jónsson samdi við Grasshoppers
og hermt er að Jóhann Berg Guð-
mundsson hafi náð samkomulagi
við Burnley, nýliða í ensku úrvals-
deildinni.
Árangur Íslands á EM hefur vak-
ið athygli um heim allan. Enginn
bjóst fyrirfram við að liðið kæmist
í 8 liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti.
Total Football er með tíu leikmenn
úr 23 manna landsliðshópi Íslands
á sínum snærum auk ríflega tuttugu
aðra íslenska atvinnumenn.
Nokkrir eiga eftir að skipta
um félög
Bjarki segir að nú hafi kviknað mik-
ill áhugi á íslenskum leikmönn-
um – nóg sé að gera. „Menn sjá að
þessir strákar sem voru að spila
úti geta spilað á mjög háu getu-
stigi,“ segir Bjarki við DV. Hann á
von á því að nokkrir til viðbótar
eigi eftir að skipta um félög á næst-
unni auk þess sem aðrir fái nýja
og betri samninga. Sumir hverjir
séu þegar á góðum stað. Þar nefn-
ir hann Birki Bjarnason hjá Basel
í Sviss, Jón Daða Böðvars-
son hjá Kaiserslautern
í Þýskalandi og Gylfa
Þór Sigurðsson hjá
Swansea. „Það
þarf að koma eitt-
hvað verulega
gott svo þessir
leikmenn skipti
um félög,“ seg-
ir hann en bæði
Birkir og Jón Daði
eru tiltölulega ný-
gengnir til liðs við sín
félög. „Kolbeinn [Sigþórs-
son] er spurningarmerki – hvort
hann fari eitthvert annað.“
Bjarki segir að allir þessir leik-
menn sem spiluðu á EM séu nú
hærra metnir en áður. Fyrir þá
skipti hins vegar miklu máli að
liðið haldi áfram að standa sig
vel. Og fyrir íslenska knattspyrnu
skipti líka máli að íslensku félags-
liðin standi sig vel í Evrópukeppn-
um. Landsliðið sé eitt og íslenska
deildin annað.
Tröppugangur
Bjarki segir að hingað til hafi leik-
menn yfirleitt fyrst farið út til
Skandinavíu og þaðan til landa eins
og Hollands. Nú verði hann aftur á
móti var við fyrirspurnir frá lönd-
um sem sjaldan hafi haft samband
áður. „Íslenskir leikmenn ættu að
vera áhugaverðir fyrir öll lönd.
Vinnusemi þeirra, dugnaður og
viðhorf er það gott. Þeir eru tækni-
lega góðir og flottir íþróttamenn,“
segir Bjarki.
Hann býst þó ekki við að leik-
menn héðan fari beint út í stór-
lið. Það gerist ekki þannig að
menn fari beint úr áhuga-
mannaliði í Bayern
München eða önn-
ur stórlið. „Þetta
er alltaf einhver
tröppugangur.“
Snýst ekki um
bestu einstak-
lingana
Lið eins og Ísland,
Portúgal og Leicest-
er hafa að mati Bjarka
sýnt umheiminum að fótbolti
snýst ekki um að hafa 11 bestu leik-
mennina innan sinna raða. Það
sem skipti máli sé að hafa besta
liðið. Hann nefnir Gylfa Þór Sig-
urðsson sem dæmi um leikmann
sem fórni sér fyrir liðið. „Hann er
okkar stærsta stjarna. Ef hann hefði
verið að hugsa um sjálfan sig þá
hefði hann ekki unnið jafn mik-
ið fyrir liðið og raun ber vitni. Hjá
Swansea er hann meira í færum
og að skora, en í landsliðinu fórnar
hann sér algjörlega fyrir liðið, þótt
hann sé í öðru hlutverki.“
Bjarki segir að nánast á hverjum
leik í Pepsi-deildinni séu útsendar-
ar frá einhverjum liðum. Hann á
von á mikilli aukningu þar á. n
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
Hafa sannað sig Hetjanna okkar gætu
beðið nýir samningar og ný tækifæri í sterk-
ari liðum. MyNd SiGTryGGur Ari
„ Íslenskir leikmenn
ættu að vera
áhugaverðir fyrir öll lönd.
Tökum að okkur að sérhanna
og útbúa töflur til skipulags