Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2016, Síða 28
Vikublað 12.–14. júlí 201620 Lífsstíll B íddu, deyr rómantíkin ekki hjá öllum?“ spurði vinkona mín þar sem við sátum í grillboði hjá vinum sem virðast svei mér þá bálskot- in eftir áratuga samband og að auki með fimm börn á grunn- og leik- skólaaldri á heimilinu. „Auðvitað er meiri háttar vinna að halda rómantíkinni á lífi,“ sagði vinur minn sem er búinn að vera kvæntur í tíu ár. „Einu sinni rædd- um við um hvað myndi gerast ef við opnuðum sambandið. Sögðum hvort öðru frá þeim sem við mynd- um sofa hjá og því sem við myndum vilja prófa. Við gerðum aldrei neitt slíkt, en þetta skapaði stemningu og æsing á milli okkar sem entist í marga mánuði.“ Leiðirnar eru ýmsar og mismun- andi aðferðir henta eflaust ólíkum pörum. Hér eru níu leiðir lesendum til innblásturs. Lifi rómantíkin! n 1 Farið saman í sturtu Þetta er eitthvað sem fólk gerir gjarnan í tilhugalífinu … en svo hættir það þessari „vitleysu“ og fer aftur að baða sig í einrúmi. Það er einfaldlega svo miklu skemmtilegra að baða sig saman. Ef sturtan rúmar ekki tvo, er að minnsta kosti hægt að plana baðtíma saman. Vera dálítið allsber, knúsast, þvo hvort öðru með sápulöðri og nudda. Líkamleg nánd sem leiðir ekki endilega til kynlífs er líka mikilvæg. 2 Verið tillitssöm í svefnherberginu Nei, ég er ekki að tala um kynlífið, heldur svefninn. Góður nætursvefn er nefnilega forsenda þess að allt annað í lífinu geti gengið vel. Ef þú hrýtur mikið er það skylda þín að gera eitthvað í því máli – láta athuga hvort þú ert með kæfisvefn, eða kaupa eyrnatappa fyrir þann sem þú deilir bóli með. Ef annar aðilinn vill sofa í kulda og hinn í hita, er mikilvægt að komast að málamiðlun. Sama gildir um birtustig í herberginu. Verið sveigjanleg – sofið vel – elskið meira! 3 Knúsist og kelið Kelerí, faðmlög og kossar sem leiða ekki til neins meira eru með því hollara sem pör geta tekið sér fyrir hendur. Snerting, sérstaklega faðmlög sem vara 20 sekúndur eða lengur, auka framleiðslu hamingjuhormóna í líkamanum. Þannig verðið þið bæði örlítið hamingjusamari eftir hvert faðmlag og hamingjusamt fólk er miklu flinkara í samböndum. 4 Planið matartímana saman Matartímar eru stór hluti af lífi okkar. Sumir hafa reyndar grínast með að hjónaband sé ekki annað en tveir einstaklingar sem senda á milli sín „hvað eigum við að hafa í matinn?“-spurningunni þar til annað þeirra deyr. Reynið þá frekar að gera eitthvað skemmtilegt úr þessum hluta lífsins. Setjist niður og planið vikuna, skiptið með ykkur verkum, eldið saman og umfram allt njótið! 5 Hlæið saman Þetta atriði ætti kannski að vera efst á listanum og feitletrað með hástöfum. Það er svo mikilvægt að hlæja saman – eiginlega það mikilvægt að ef þið gerið það ekki ættuð þið að endurskoða sambandið hið snarasta. 6 Gefið hvort öðru pláss Þegar við verðum hluti af pari – biti í stærra púsluspili – er kannski aldrei mikilvægara að halda í sitt persónulega líf. Eitt af því yndislegasta sem hægt er að gera fyrir makann er að leyfa honum að vera einn heima. Já, bara heima, án þess að neinar kvaðir fylgi því. Reglulegar fjarvistir beggja aðila eru líka mikilvægar – þegar maður saknar verður svo gott að hittast aftur! 7 Rífist Já! Það er svo miklu betra að ná gremju út í loftið í stað þess að byrgja hana inni. Það er líka fullkomlega eðlilegt að fólk rífist endrum og sinnum, þó að ástin sé heit og vináttan djúp. Rífist á réttlátan hátt og ekki nota það sem sagt er í hita leiksins gegn hvort öðru síðar. 8 Stundið mikið kynlíf Saman og hvort í sínu lagi. Sjálfsfróun er nefnilega kynlíf líka – og ef þið eruð í opnu sambandi er um að gera að stunda kynlíf með öðru fólki. Verið ævintýragjörn og opin fyrir nýjum hugmyndum hvort frá öðru. 9 Farið á stefnumót Skipuleggið samverustundir þar sem krakkar eru settir í pössun og öll verkefni hversdagsins á pásu. Það þarf ekki að vera dýrt eða flókið. Ísbíltúr eða gönguferð getur alveg verið rómantísk. Huggulegt í haganum Snjólaug og Margeir kela í haganum þó að hartnær hálf öld sé liðin frá fyrsta kossinum. Mynd www.123rf.coM Sumargjöfin í ár! fæst í scootlife ísland, Rofabæ 9, 110 Rvk Þráðlausu Touch heyrnartólin eru seld í Scootlife Ísland. Hægt að tengja við síma, ipad og öll bluetooth tæki. Einnig er hægt að svara í símann með þeim. Rífist, knúsist, hlæið og gefið hvort öðru pláss Níu leiðir til að halda í rómantíkina Komdu að kela! Eftir fimm ár í sambandi eru Jarþrúður og Jóna duglegar að gefa sér tíma til að kela. ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.