Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Síða 4
Helgarblað 19.–22. ágúst 20164 Fréttir Sérmerktu persónulegu gjafavörurnar ALLT MERKILEGT GarðatorG 3, Garðabæ - S: 555 3569 - Sala@alltmerkileGt.iS - alltmerkileGt.iS - Sala@alltmerkileGt.iS Pantaðu í netversluninni Hægt er að fá bæði sent heim eða sækja í nýju versluninni okkar! Allt merkilegt 10 árA Margrét Gauja vill á þing Mar grét Gauja Magnús dótt ir, bæj ar full trúi í Hafnarfirði og varaþingmaður, gef ur kost á sér í 2. sæti í próf kjöri Sam fylk ing­ ar inn ar í Suðvest ur kjör dæmi. Mar grét er 39 ára og hef ur setið í bæj ar stjórn Hafn ar fjarðar frá ár inu 2006, verið for seti bæj ar stjórn ar, formaður um­ hverf is­ og fram kvæmdaráðs, formaður fjöl skylduráðs og stjórn ar formaður Sorpu Bs. Hún er með BA­próf í upp eld is­ og mennt un ar fræðum frá HÍ og kennslu rétt indi og stund ar MA­ nám í upp eld is­ og mennt un­ arsál fræði með áherslu á borg­ ara vit und og lífs sýn ungs fólks. „Hefðum getað fyllt nokkrar íbúðir“ n Þakklát þjóðinni í kjölfar bruna n Mamma tekið vel á móti Perlu V iðbrögðin hafa verið ótrú­ leg. Við hefðum getað fyllt nokkrar íbúðir ef tekið hefði verið við öllu sem okkur bauðst eftir að heim­ ili pabba á Seltjarnarnesi brann,“ segir Jóhanna Ósk Snædal. Heimili fjölskyldunnar til 30 ára er gjörónýtt. Eldur kom upp í húsinu á þriðju­ dag en allt tiltækt slökkvilið á höfuð­ borgarsvæðinu var kallað til. Í hús­ inu bjó bróðir Jóhönnu og Kristján G. Snædal, faðir hennar, ásamt tík­ inni Perlu sem varð eldinum að bráð. Jóhanna biðlaði til þjóðarinnar eftir hjálp. Í frétt Pressunnar var haft eftir Jóhönnu: „Þetta er annað mikla áfallið á mánuði en svo stutt er síðan mamma kvaddi. Nú er pabbi búinn að missa konuna, hundinn, húsið og allt inn­ bú og Dabbi bróðir líka.“ Tíkin Perla gerði nágrönnum vart við eldinn með eymdarlegu gelti. Þegar slökkvilið kom á vettvang var ekki vitað hvort fólk væri í húsinu og fóru reykkafarar inn í það. Eina sem fannst í húsinu var fjölskyldu­ hundurinn sem var dauður uppi í hjónarúmi. Bruninn var mikið áfall og sagði Jóhanna að fjölskylduna vantaði bæði húsnæði og innan­ stokksmuni. Jóhanna segir að síminn hafi logað eftir að hún sendi neyðar­ kall til þjóðarinnar og á aðeins ein­ um degi hafi safnast allt sem til þarf til að halda gott heimili. „Ég hef verið í símanum frá því í gær. Við erum komin með alla innanstokks­ muni og flíkur,“ segir Jóhanna og þá er fjölskyldan að fara að skoða tvær íbúðir sem henni hefur boðist. Systir Jó­ hönnu, Katrín Björg Guðbjörnsdóttir, segir erfitt að sjá á eftir húsinu og tíkinni og finnur mikið til með föður sínum og bróður. Ljósið í myrkrinu er að hennar mati ótrúleg viðbrögð ókunnugs fólks sem hafi létt undir með fjölskyldunni með góðmennsku sinni og hlýhug. Hún áttaði sig á að um æskuheim­ ili hennar var að ræða þegar hún sá fréttir á Facebook. „Það var hræðilegt og síðustu mánuðir er búnir að vera eins og í ömurlegu kantrílagi; pabbi fékk áfall, mamma dó úr krabbameini þann 13. júlí og svo brennur æskuheim­ ilið. Skítt með innanstokksmuni en myndir og persónulega hluti er vont að missa. Og elsku Perlan okk­ ar, mamma hefur tekið vel á móti henni. Þær voru óaðskiljanlegar, þær voru eitt.“ Þegar DV náði tali af Jóhönnu var hún á leið út á Melabraut að ná tíkina Perlu til að grafa hana, en hundinum var komið fyrir í garðinum og hefur verið þar síðan á þriðjudaginn. „Perla var úti í garði þegar við fór­ um þangað í gær. Við máttum ekki fara inn í garðinn því svæðið var lok­ að,“ segir Jóhanna sem fékk leyfi lög­ reglu í dag til að ná í tíkina en lög­ regla hefur lokið störfum á svæðinu. „Ég vil þakka fyrir stuðninginn. Þetta yljar manni svo mikið. Ég er svo þakklát þjóðinni fyrir að styðja við bakið á pabba á erfiðustu stund lífs hans.“ n Jóhanna Ósk Missti æskuheimilið en þakkar þjóðinni. Myndir ÞorMar Vignir gunnarsson Erfið lífsreynsla Húsið gjörónýtt eftir brunann.„Mamma hefur tekið vel á móti henni. Þær voru óaðskilj- anlegar, þær voru eitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.