Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Blaðsíða 8
Helgarblað 19.–22. ágúst 20168 Fréttir Ísland opnast eftir átta ár í höftum n Opnað á beina erlenda fjárfestingu og kaup á verðbréfum fyrir 100 milljónir n Ákjósanlegar aðstæður til haftalosunar E fnahagsumhverfi íslenskra fyrirtækja og heimila tekur stakkaskiptum á komandi mánuðum þegar losað verður að umtalsverðu leyti um höft á fjármagnsflutninga til og frá landinu í tveimur skrefum. Stærstu – og mikilvægustu – breytingarnar, samkvæmt frumvarpi fjármálaráð­ herra um breytingar á lögum um gjaldeyrismál, lúta að því að opnað verður alfarið á beinar erlendar fjár­ festingar fyrirtækja og fjárfesta auk þess sem Íslendingar munu á ný geta ráðstafað hluta af sínum sparnaði til fjárfestinga í ýmiss konar fjár­ málagerningum í erlendri mynt. Frá og með 1. janúar næstkomandi, þegar til stendur að taka seinna skrefið við losun hafta, munu inn­ lendir aðilar þannig hafa heimild til erlendra verðbréfafjárfestinga fyrir 100 milljónir á ári. Þegar fjármagnshöftin voru sett á undir lok nóvembermánaðar 2008 í kjölfar fjármálaáfallsins var þeim í upphafi aðeins ætlað að vara í skamman tíma. Fljótlega varð hins vegar ljóst að þær væntingar myndu ekki ganga eftir enda reyndist sá greiðslujafnaðarvandi sem orsakaði setningu haftanna – miklar krónu­ eignir í eigu erlendra aðila sem gætu leitað úr landi við losun hafta – mun meiri en fyrstu greiningar Seðla­ banka Íslands gerðu ráð fyrir. Þar skipti mestu máli krónueign slita­ búa föllnu bankanna en kröfuhafar þeirra voru nánast alfarið erlendir aðilar. Af hverju núna? Aðstæður í íslensku efnahagslífi til að stíga þau stóru skref sem núna hafa verið boðuð í losun hafta eru eins og best verður á kostið – og líkur á mikilli gengislækkun krónunnar þegar opnað verður fyrir fjármagns­ flutninga eru þess vegna hverfandi að mati flestra greinenda. Fram kemur í greinargerð með frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráð­ herra að efnahagsaðstæður til að fara núna í þessar aðgerðir séu ákjósan­ legar. Þannig heyri sögunni til, eða hafa verið afmarkaðir tímabund­ ið með lagasetningu, stórir áhættu­ þættir sem um árabil höfðu tafið losun hafta – uppgjöri gömlu bank­ anna er lokið og aflandskrónueign­ ir eru núna bundnar sérstökum tak­ mörkunum svo að girt hefur verið fyrir þann möguleika að þær geti valdið gengisóstöðugleika. Þá er einnig bent á að lífeyris sjóðir hafa fengið umtalsverðar heimildir á síðustu mánuðum og misserum, eða samtals fyrir um 80 milljarða, til er­ lendrar fjárfestingar og uppsöfnuð þörf þeirra til að ráðstafa hluta eigna sinna til fjárfestinga í erlendri mynt hefur því minnkað. Þær fjárfestinga­ heimildir sem lífeyrissjóðirnir hafa fengið virðast á þessum tímapunkti mæta að fullu – og meira en það – þörf sjóðanna til að fjárfesta erlendis en fram kom í máli Más Guðmunds­ sonar seðlabankastjóra á blaða­ mannafundi þar sem hafta losun stjórnvalda var kynnt að þeir hafi ekki nýtt þær heimildir til fulls. Almennur fjármagnsflótti verður sömuleiðis að teljast ólíklegur þegar litið er til þess að vaxtamunur Ís­ lands gagnvart útlöndum er í hæstu hæðum, hagvöxtur mælist mun meiri hérlendis en í helstu viðskipta­ löndum, verðbólga er lág og þá er ekki útlit fyrir annað en að framhald verði á miklu innflæði fjármagns vegna þjónustuviðskipta með til­ heyrandi gengishækkun krónunnar. Í greinargerð frumvarpsins er jafn­ framt vikið að því að sterk lausafjár­ staða íslensku viðskiptabankanna og greiður aðgangur að fjármagnsmörk­ uðum gerir þá vel í stakk búna til að standa af sér mikla lækkun innlána. Þá hefur gjaldeyrisforði Seðlabank­ ans stækkað ört að undanförnu – bankinn hefur keypt gjaldeyri fyrir um 500 milljarða frá því í ársbyrjun 2015 – og er hann vel fyrir ofan við­ mið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um æskilega forðastöðu. Þjóðhagsleg­ ur sparnaður hefur einnig haldist hár frá falli bankanna, útlit er fyr­ ir áframhaldandi mikinn viðskipta­ afgang og hrein erlend staða þjóðar­ búsins hefur ekki verið hagstæðari frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Þrepaskipt afnám Í fyrsta skrefi stjórnvalda, sem verður tekið við gildistöku frumvarpsins sem var lagt fyrir Alþingi síðast­ liðinn miðvikudag, er meðal annars lagt til að einstaklingum verði veitt heimild til að kaupa eina fasteign erlendis á almanaksári, óháð tilefni eða kaupverði. Hingað til hafa heim­ ildir einstaklinga til slíkra kaupa takmarkast við viðskipti í tengslum við búferlisflutninga, og við 100 milljóna króna hámarksfjárhæð. Þá er jafnframt lagt til að innlend­ um aðilum verði heimilað að fara í ýmiss konar verðbréfafjárfestingar í erlendri mynt og til að byrja með verður sú heimild takmörkuð við 30 milljónir. Einstaklingar munu jafn­ framt geta sótt sér samtals 750 þús­ und krónur í ferðagjaldeyri í reiðu­ fé gegn framvísun á farseðli – frá og með áramótum verða slíkar tak­ markanir alfarið afnumdar – auk þess sem dregið verður talsvert úr skyldu fyrirtækja og fjárfesta til að koma með gjaldeyri til landsins. Er það gert til að draga úr óhagræði þeirra vegna erlendra fjárfestinga. Þýðingarmesta breytingin sem tek­ ur gildi við samþykkt frumvarpsins, að minnsta kosti út frá sjónarhóli ís­ lensks viðskiptalífs, snýr hins vegar einkum að því að bein erlend fjár­ festing verður í reynd ótakmörkuð. Slíkt fjárfesting getur skipt sköpum til þess að auka hagkvæmni í rekstri fyrirtækja, ekki síst þeirra sem eru í miklum vexti og eru farin að horfa út fyrir landsteinana. Á fyrsta degi næsta árs verða síð­ an tekin enn meira afgerandi skref til að opna á fjármagnsflutninga. Þannig er gert ráð fyrir að innstæð­ uflutningur milli landa verði heim­ ilaður, skilyrði um að erlendar verð­ bréfafjárfestingar fari í gegnum innlenda vörsluaðila felldar niður og takmarkanir á reiðufjárúttektir í gjaldeyri takmarkast ekki lengur við 750 þúsund krónur. Þar með munu Íslendingar geta flutt innstæður og verðbréf til og frá landinu, átt við­ skipti með verðbréf erlendis og keypt eða tekið út gjaldeyri í reiðufé fyrir samanlagt 100 milljónir króna á almanaksári. Í greinargerð frum­ varpsins segir að strax eftir að þessi skref hafa verið framkvæmd ættu höftin „ekki lengur að setja megin­ þorra heimila og fyrirtækja teljandi skorður.“ Hörður Ægisson hordur@dv.is Kjöreign ehf - Ármúla 21 - 108 Reykjavík Sími: 533-4040 - www.kjoreign.is Dan Wiium Hdl, lögg. fasteignasali, Sími 896-4013 Ólafur Guðmundsson Sölustjóri, sími 896-4090 Þórarinn Friðriksson Lögg. fasteignasali, sími 844-6353 Rakel Salóme Eydal Skjalagerð Sigurbjörn Skarphéðinsson Lögg. fasteignasali, skjalagerð Kjöreign fasteignasala – traust og örugg þjónusta í 40 ár Ásta María Benónýsdóttir Fjármál PLUSMINUS OPTIC Smáralind www.plusminus. is Sumar kaupauki Sólgler með öllum gleraugum Index 1,5* Sjóngler

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.