Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Blaðsíða 10
Helgarblað 19.–22. ágúst 201610 Fréttir
MaMMaveitbest.is
Bætiefnaefnaráðgjöf á netinu
...hvenær sem er!
jkmmverslaðu hvar sem er...
Helgi Hrafn talar á við fimm þingmenn
n Þingmennirnir sautján sem gefa ekki kost á sér og tölfræðin á bak við kjörtímabilið þeirra
S
autján alþingismenn hafa gef-
ið það út að þeir hyggist ekki
gefa kost á sér í næstu þing-
kosningum, sem samkvæmt
yfirlýsingum forsvarsmanna
ríkisstjórnarinnar, fara fram 29.
október næstkomandi. Líklega er eins-
dæmi að svo margir þingmenn ákveði
að hætta á þingi en af þessum 17 eru
8 sem eru á sínu fyrsta kjörtímabili.
Reynslumiklir þingmenn og fyrrver-
andi ráðherrar eru þó þarna á með-
al en samanlagður starfsaldur þeirra
þingmanna sem ætla að hverfa í önnur
störf, nemur 139 árum. Einar K. Guð-
finnsson, forseti Alþingis, er þeirra
reynslumestur, eftir 25 ára setu á þingi.
DV ákvað að líta yfir tölfræði kjör-
tímabilsins það sem af er hjá þessum
sautján þingmönnum og skoða ræðu-
fjölda, ræðutíma, fjölda frumvarpa
sem þeir hafa lagt fram sem og fyrir-
spurnir og skýrslur sem fyrstu flutn-
ingsmenn. Þó að verðleikar hvers og
eins þingmanns séu vissulega metn-
ir út frá fleiri þáttum en þeim hversu
oft og lengi þeir standa í pontu þá
hefur hins vegar myndast fyrir því
hefð á Alþingi að útnefna ræðukónga
í gegnum tíðina og er haldið ítarlega
utan um þá tölfræðiþætti sem hér eru
tíundaðir á vef Alþingis.
Helgi Hrafn aðsópsmikill
Af tölfræðinni að dæma þá er ljóst
að mestu mun muna um brotthvarf
Helga Hrafns Gunnarssonar, þing-
manns Pírata, sem hefur haft sig
mikið í frammi á sínu fyrsta kjör-
tímabili enda hefur framganga hans
vakið eftirtekt og aflað Pírötum
mikils fylgis ef marka má kannanir.
Enginn þingmannanna sautján hefur
flutt jafnmargar ræður 1.400 talsins,
en ræða í þessu tilfelli getur verið
ræða, svar, flutningsræða, andsvar,
grein fyrir atkvæði eða um atkvæða-
greiðslu.
Enginn þingmannanna hefur
talað lengur en Helgi Hrafn sem á
kjörtímabilinu hefur talað sem nem-
ur 3.163 mínútum, eða 52,7 klukku-
stundum. Helgi Hrafn hefur talað
mun lengur en allir þeir fimm þing-
menn sem minnst töluðu til samans.
Og þrátt fyrir að sitja í stjórnarand-
stöðu þá hefur hann verið 1. flutn-
ingsmaður að níu frumvörpum, fleiri
en nokkur annar þessara þingmanna,
að núverandi og fyrrverandi ráðherr-
um á kjörtímabilinu undanskildum.
En ráðherrar í ríkisstjórn leggja eðli-
lega fram flest frumvörp. Loks hefur
hann verið fyrsti flutningsmaður að
69 fyrirspurnum og skýrslum.
Fámálir framsóknarmenn
Á hinum endanum var það þing-
konan unga úr framsókn, Jóhanna
María Sigmundsdóttir, sem var með
minnsta ræðutímann á kjörtímabil-
inu, aðeins 327 mínútur. Skammt
undan var samflokksmaður hennar
og annar ungur þingmaður, Haraldur
Einarsson með 349 mínútur og voru
þau í sérflokki hvað þennan þátt varð-
ar. Af þeim fimm þingmönnum með
minnstan ræðutíma eru fjórir úr röð-
um Framsóknarflokksins. En allir
eiga þeir það sameiginlegt að vera á
sínu fyrsta kjörtímabili. n
Helgi Hrafn
Gunnarsson
Ræðufjöldi: 1.400
Ræðutími: 3.163 mínútur (52,7
klst. eða 2,2 sólarhringar)
Frumvörp (1. flutningsmaður): 9
Fyrirspurnir og skýrslur (1. flutn-
ingsmaður): 69
Það kom verulega á óvart þegar
Helgi Hrafn, sem talinn er einn
frambærilegasti og vinsælasti
stjórnmálamaður landsins, og ein af
höfuðástæðum mikils fylgis Pírata í skoð-
anakönnunum, tilkynnti að hann gæfi ekki
kost á sér í næstu þingkosningum. Kvaðst
hann ætla að helga sig grasrótarstarfi
flokksins á næsta kjörtímabili. Það verður
sjónarsviptir að honum á þingi því Helgi
hefur bæði haldið flestar ræður og talað
mest af þeim sem hætta nú á þingi. Hefur
látið mikið til sín taka og borið sig eins og
þaulreyndur stjórnmálamaður þrátt fyrir
að vera á sínu fyrsta kjörtímabili.
Þessir hafa
talað mest
Fimm þingmenn töluðu í rúma níu
sólarhringa
1 Helgi Hrafn GunnarssonRæðutími: 3.163 mínútur (52,7 klst.
eða 2,2 sólarhringar)
2 Katrín JúlíusdóttirRæðutími: 2.649 mínútur (44 klst.)
3 Kristján L. MöllerRæðutími: 2.588 mínútur (43 klst.)
4 Ögmundur JónassonRæðutími: 2.419 mínútur (40,3 klst.)
5 Guðmundur SteingrímssonRæðutími: 2.235 mínútur (37,2 klst.)
Alls: 13.054 mínútur. Jafngildir 217 klukku-
stundum eða rúmum níu sólarhringum.
Upplýsingar um þetta kjörtímabil. Miðað við
mælingu 16. ágúst 2016.
Þessir hafa talað
minnst
Þingmenn sem látið hafa farið minna
fyrir sér
1 Jóhanna María Sigmunds-dóttir
Ræðutími: 327 mínútur (5,4 klst.)
2 Haraldur EinarssonRæðutími: 349 mínútur (5,8 klst.)
3 Sigrún Magnúsdóttir Umhverfis- og auðlindaráðherra
Ræðutími: 689 mínútur (11,4 klst.)
4 Ragnheiður Ríkharðs-dóttir
Formaður þingflokks
Ræðutími: 727 mínútur (12 klst.)
5 Páll Jóhann PálssonRæðutími: 777 mínútur (12,9 klst.)
Alls: 2.869 mínútur. Jafngildir 47 klukku-
stundum.
Illugi Gunnarsson
Mennta- og menningarmálaráðherra
Ræðufjöldi: 546
Ræðutími: 1.416 mínútur. (23,6 klst.)
Frumvörp (1. flutningsmaður): 18
Fyrirspurnir og skýrslur (1. flutnings-
maður): 163
Illugi var fyrst kjörinn á þing árið 2007.
Árið 2010 fór hann í leyfi frá þingstörfum
í kjölfar þess að rannsóknarnefnd Alþingis
vísaði málum peningamarkaðssjóða til
athugunar hjá sérstökum saksóknara. Illugi var stjórnarmaður
í Sjóði 9 hjá Glitni. Hálfu öðru ári síðar sneri hann aftur á þing
þegar þau mál voru látin niður falla. Á yfirstandandi kjör-
tímabili var nýverið hart sótt að ráðherranum vegna tengsla
hans og starfa fyrir Orku Energy í leyfinu. Var honum gefið að
sök að hafa sem ráðherra liðkað fyrir viðskiptum fyrirtækisins
í Kína. Illugi stóð af sér þá ágjöf í stóli en hefur þvertekið fyrir
að það mál tengist ákvörðun hans nú að sækjast ekki eftir
endurkjöri.
Einar K. Guðfinnsson
Forseti Alþingis
Ræðufjöldi: 1.230
Ræðutími: 644 mínútur (10,7 klst.)
Frumvörp (1. flutningsmaður): 4
Fyrirspurnir og skýrslur (1. flutn-
ingsmaður): 14
Einar var fyrst kjörinn á þing árið 1991 og
er einn reynslumesti þingmaður landsins
með 25 ára starfsreynslu að baki. Hefur bæði gegnt stöðu
sjávarútvegsráðherra og landbúnaðarráðherra en verið forseti
Alþingis síðan 2013.
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Fyrrv. innanríkisráðherra og þingkona
Ræðufjöldi: 337
Ræðutími: 962 mínútur (16 klst.)
Frumvörp (1. flutningsmaður): 33
Fyrirspurnir og skýrslur (1. flutnings-
maður): 104
Hanna Birna var fyrst kjörin á þing árið 2013 eftir
farsælan feril í borgarstjórn. Var álitin vonar-
stjarna kvenna innan Sjálfstæðisflokksins og var
gerð að innanríkisráðherra. Í kjölfar Lekamálsins sagði hún af sér sem
ráðherra í nóvember 2014 og tók sér leyfi frá þingstörfum. Hún sneri
aftur á þing í apríl 2015 en tilkynnti í júní síðastliðnum að hún myndi
ekki sækjast eftir endurkjöri. Kvaðst hún vilja leita nýrra áskorana.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Formaður þingflokks
Ræðufjöldi: 429
Ræðutími: 727 mínútur (12 klst.)
Frumvörp (1. flutningsmaður): 0 (meðflutn-
ingsmaður: 31)
Fyrirspurnir og skýrslur (1. flutningsmað-
ur): 8
Ragnheiður er þingflokksformaður Sjálfstæðis-
flokksins og var kjörin á þing árið 2007. Hefur á ferli sínum í stjórn-
málum staðið fast á sinni sannfæringu og verið óhrædd við að segja
sínar skoðanir, jafnvel þótt þær hafi stundum ekki endilega verið eftir
flokkslínum. Var í sumar orðuð við framboð fyrir Viðreisn í næstu
kosningum en hefur sagt þær sögusagnir úr lausu lofti gripnar.
Sjálfstæðisflokkur:
Björt framtíð: Guðmundur Steingrímsson
Ræðufjöldi: 772
Ræðutími: 2.235 mínútur (37,2 klst.)
Frumvörp (1. flutningsmaður): 7
Fyrirspurnir og skýrslur (1.
flutningsmaður): 56
Fyrrverandi formaður
Bjartrar framtíðar er
einn þriggja af sex
núverandi þingmönnum
flokksins sem ekki gefa
kost á sér á ný. Var fyrst
kjörinn á þing 2009 fyrir Framsóknarflokk-
inn en sat síðan utan flokka. Stofnaði Bjarta
framtíð ásamt fleirum úr Besta flokknum
en eftir fínt gengi í kosningunum 2013, þar
sem flokkurinn fékk 6 þingmenn kjörna,
hefur fylgið dalað verulega. Helmingur
þingmanna flokksins gefur ekki kost á sér
aftur.
Brynhildur
Pétursdóttir
Formaður
þingflokks
Ræðufjöldi: 768
Ræðutími: 1.832
mínútur (30,5
klst.)
Frumvörp (1. flutn-
ingsmaður): 5
Fyrirspurnir og skýrslur
(1. flutningsmaður): 77
Var kjörin á þing árið 2013 og hefur verið
formaður þingflokks Bjartrar framtíðar
síðan 2015. Þegar hún tilkynnti að hún gæfi
ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu
í lok maí sagði hún að komið væri gott.
Hana hlakkaði hins vegar til vera meira
heima hjá sér og hætta að búa á tveimur
stöðum.
Róbert
Marshall
Ræðufjöldi: 697
Ræðutími: 1.633 mínútur (27 klst.)
Frumvörp (1. flutningsmaður): 8
Fyrirspurnir og skýrslur (1. flutnings-
maður): 19
Róbert var kjörinn á
þing fyrir Samfylk-
inguna árið 2009
eftir að hafa starfað
sem fréttamaður og
aðstoðarmaður ráð-
herra. Sat síðan utan
flokka en gekk til liðs við
Bjarta framtíð og náði kjöri árið 2013. Var
þingflokksformaður flokksins 2013–2015.
Píratar:
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is