Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Síða 22
Helgarblað 19.–22. ágúst 201622 Fólk Viðtal Mekka íssins Erum í miðbæ Hveragerðis Ís í vél, 4 tegundir | Kúluís Pinnaís | Krap | Bragðarefur Ísfrappó | Sælgæti | Franskar Samlokur | Gos | Snakk Bland í poka | Pylsur | Kaffi Opnunartími mán-fim 10 - 21 / fös 10 - 22 lau 12 - 22 og sun 12 - 21 Breiðamörk 10, Hveragerði H armageddon hefur ver- ið í loftinu í nærri tíu ár og hefur náð miklum vinsæld- um fyrir beinskeytt við- töl, harða gagnrýni þeirra Frosta og Mána á Þjóðkirkjuna og undarlegar uppákomur í beinni út- sendingu. Máni hefur starfað á X- inu frá árinu 1997 þegar hann var rétt skriðinn yfir tvítugt og nýkominn úr meðferð. Hann lýsir sjálfum sér sem frjálshyggjusósíalista, femínista og Garðbæingi. „Lengi vel hataði ég Garðabæ, helst af því að ég elst upp í ömurlegu skólakerfi í Garðabæ og að mörgu leyti skrýtnu samfélagi. Æskan var ævintýralega skemmti- leg fyrir utan erfiðleikana í skóla- kerfinu, foreldrar mínir voru frábær- ir. Þegar ég var ungur þá var þetta algjör plebbastaður og þegar ég var tvítugur þá var Garðabær ekki þekkt- ur fyrir neitt nema að þar byggju bara pabbastrákar. Svo seinna nær maður sátt við sjálfan sig. Ég er mótaður af bænum, ég er Stjörnumaður, maður á að elska það sem mótar mann og ég væri ekki ég nema út af Garðabæ. Nú lít ég á bæinn og sé stóran hóp af afreksíþróttamönnum, tónlistar- mönnum og rithöfundum frá Garða- bæ, það er merkileg staðreynd að allt þetta hæfileikaríka fólk er yfirleitt ekki í Sjálfstæðisflokknum.“ „Enginn kvartað eins mikið og Biskups- stofa“ Margt hefur verið sagt um Þorkel Mána Pétursson og mörgu hægt að bæta við. Í nærri því áratug hefur vélbyssu- kjaftur Mána ómað í útvarpstækjum landsmanna í gegnum þáttinn Harmageddon á X-inu 977 sem hann stýrir ásamt Frosta Logasyni. Þeim Harmageddonbræðrum er fátt heilagt og ekkert óviðkomandi. Ásamt því að vera í útvarpi nánast á hverjum degi þá starfar Máni einnig sem umboðsmaður og hefur starfað sem knattspyrnuþjálfari. Ari Brynjólfsson hitti Mána og fór yfir stöðuna á honum og samfélaginu öllu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.