Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Side 24
Helgarblað 19.–22. ágúst 20162 Skrifstofan - Kynningarblað
Gæðafartölvur við allra
hæfi – á hóflegu verði
Computer.is, Skipholti 50C
C
omputer.is býður upp á
mikið úrval af fartölvum
af tegundunum Asus og
Lenovo sem eru bæði þekkt
og rómuð hágæðamerki í
fartölvum. Bilanatíðni er afar lág í
þessum tölvum og framleiðslugall
ar fátíðir. Þessar fartölvur býður
Computer.is í öllum stærðum og
gerðum þannig að allir geta fund
ið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem
kaupendurnir eru ástríðufullir
tölvuleikjaspilarar, námsmenn eða
fólk í atvinnulífinu í leit að góðri
vinnutölvu. Tölvurnar eru á mjög
samkeppnishæfu verði en þessa
dagana eru sérstök skólatilboð á
vinsælustu fartölvunum.
Computer.is er ein elsta starfandi
tölvuverslun landsins en fyrirtækið
hóf starfsemi í ágúst árið 1986 und
ir heitinu Tæknibær. Í upphafi tak
markaðist starfsemin við heildsölu
á samskiptabúnaði fyrir tölvur en í
dag er Computer.is sérverslun með
vandaðar tölvur og fylgihluti á betra
verði. Verslunin er staðsett að Skip
holti 50c en er jafnframt með öfluga
netverslun sem sendir vörur um allt
land samdægurs eða næsta dag ef
pöntun berst eftir kl. 15.00.
Minnstu fartölvurnar eru með
10 tommu skjá og þeim er hægt að
skella í litlar handtöskur og nota til
dæmis á ferðalögum. Flestum þykir
þó best að vinna með 13–15 tommu
tölvur en það eru jafnframt vinsæl
ustu stærðirnar. Sem fyrr segir geta
allir fundið eitthvað við sitt hæfi
og best er að koma í verslunina að
Skipholti 50c þar sem afgreiðslu
fólk með mikla þekkingu á fartölv
um gefur góð ráð og hjálpar til við
að velja réttu tölvuna fyrir hvern
og einn. Það er einnig gagnlegt að
skoða úrvalið á heimasíðu verslun
arinnar, computer.is. n
Auðvelt að kaupa skrifstofuvörur og
láta gott af sér leiða á sama tíma
M
úlalundur selur fjöl
breyttar skrifstofuvörur
sem öll fyrirtæki þurfa
á að halda. Með því að
kaupa þær af okkur eru
fyrirtæki í leiðinni að styðja við at
vinnusköpun fólks með skerta
starfsorku og ná þannig árangri á
sviði samfélagslegrar ábyrgðar án
aukavinnu eða kostnaðar,“ segir
Sigurður Viktor Úlfarsson, fram
kvæmdastjóri Múlalundar, Vinnu
stofu SÍBS, sem starfrækt er á lóð
Reykjalundar í Mosfellsbæ. Á síð
asta ári fengu um 70 einstaklingar
með skerta starfsorku tækifæri til að
spreyta sig á Múlalundi.
„Fyrirtæki geta verslað við okk
ur í gegnum vefverslun okkar mula
lundur.is, hringt og pantað, sent
töluvupóst eða kíkt til okkar. Versl
un Múlalundar er opin öllum alla
virka daga. Við sendum vörurnar
um hæl og ef keypt
er fyrir 8.500
krónur
eða meira
er enginn
sendingar
kostnaður
á höfuð
borgar
svæðinu.
Vörur koma
yfirleitt
næsta virka
dag,“ segir Sigurður.
Vöruframboð og þjónusta sam
anstendur af vörum framleiddum
á Múlalundi og öðrum vörum sem
Múlalundur selur til að viðskipta
vinir geti nálgast sínar skrifstofu
vörur allar á einum stað.
„Margar framleiðsluvörur Múla
lundar eru vörur sem fólk þekkir,
s.s. Eglamöppurnar, plastvasarn
ir, gatapokarnir, stóra veggdagatalið
okkar, fjölbreyttar möppur af ýms
um stærðum og gerðum og
margt fleira. Einnig
sérvinnum
við vörur fyr
ir tiltekna
viðskiptavini,
til dæmis
Andrésar
Andar
möppurnar
sem til eru á
flestum heimil
um. Þá framleið
um við sérhannað
ar verkstæðismöppur
fyrir verkstæði og bílaleigur, möpp
ur hannaðar undir atvinnuskírteini
sjómanna, mat og vínseðla fyrir
veitingastaði og hótel og margt fleira.
Starfsfólk Múlalundar framleiðir
seðlana frá grunni ásamt áprentun
eða þrykkingu. Ferðaskrifstofur hafa
einnig verið að nýta sér töskumerk
in okkar með merki fyrirtækisins. Þá
sker farangur ferðaskrifstofunnar sig
frá öðrum og viðskiptavinurinn fær
merki fyrir tækisins sem hann notar
áfram, jafnvel í mörg ár.“
Þessu til viðbótar vinnur starfs
fólk Múlalundar ýmsa handavinnu
fyrir fyrirtæki, s.s. við að strika
merkja vörur, pakka hlutum, setja í
umslög og margt fleira sem fyrirtæki
sjá hag sinn í að láta starfsfólk Múla
lundar sjá um – og skapa með því
verðmæt störf.
Starfsemi Múlalundar er
óneitan lega víðtæk og líklega fjöl
breyttari en flestir gera sér grein
fyrir: „Við getum flest,“ segir Sigurð
ur um þetta og hlær.
Ljóst er að starfsemi Múlalundar,
Vinnustofu SÍBS, er stórmerkileg og
vörur fyrirtækisins koma víða við
sögu í daglegu lífi fólks. Með því að
kaupa vörur frá Múlalundi – vörur
sem fyrirtæki þurfa hvort eð er að
kaupa fyrir sína daglegu starfsemi –
er verið að viðhalda og fjölga störf
um fyrir fólk með fötlun í samfé
laginu. n
Lenovo 14" Yoga 700 i5 Intel i5, 256GB
SSD, 8GB minni, 8 klst. rafhl. Tilb. 144.900
Asus 11,6" E202SA Fislétt, ódýr og með
8 klst. rafhlöðuendingu - Verð: 59.900
Lenovo 15,6" Y700 Leikjatölva Intel i5,
128GB SSD og 1TB HDD, 8GB DDR4, nVidia
GTX960M - 179.900
Asus 11,6" E202SA Fislétt, ódýr og með
8 klst. rafhlöðuendingu - Verð: 59.900