Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Síða 35
Helgarblað 19.–22. ágúst 2016 Lífsstíll 31 Álag í starfinu Hjúkrunarfræðingar starfa á mismun- andi stöðum í heilbrigðiskerfinu. Flestir hjúkrunarfræðingar vinna á Landspít- ala og öðrum heilbrigðisstofnunum en einnig vinna hjúkrunarfræðingar á heilsugæslustöðvum, öldrunarstofnunum, endurhæfingarstofnunum, dvalarheimilum og ýmsum öðrum stofnunum innan heilbrigðiskerfisins. Einnig vinnur talsverður hluti hjúkrunar- fræðinga hjá einkaaðilum eins og lyfjafyrirtækjum, fyrirtækjum sem starfa að vinnuvernd og fyrirtækjum sem selja hjúkrunar- og lækningavörur. Álag í starfi hjúkrunarfræðinga er misjafnt eftir því hvar innan heilbrigðiskerfisins þeir starfa. Flestir hjúkrunarfræðingar þurfa að vinna undir miklu vinnuálagi í starfi vegna fjölda veikra skjólstæðinga, fjölgunar aldraðra og skorts á hjúkrunarfræðingum til starfa. Forgangsatriði flestra hjúkrunarfræðinga er þó öryggi skjólstæðinga sinna og einnig að veita þeim sem besta hjúkrun. Það tekst sem betur fer oft en vegna álagsins þurfa hjúkrunarfræðingar oft að forgangsraða í störfum sínum til að tryggja að skjólstæðingar þeirra fái góða og örugga hjúkrun. Skólarnir Tveir háskólar bjóða upp á nám í hjúkrunarfræði, Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri. Grunnnám hjúkrunarfræðinga er fjögur ár og eftir námið útskrifast hjúkrunarfræðingar með B.Sc.-gráðu í hjúkrunarfræði. Til að mega starfa sem hjúkrunarfræðingur þarf viðkomandi að hafa gilt hjúkrunarleyfi og öðlast hann það eftir að hafa lokið námi í hjúkrunarfræði. Hjúkrunarfræðingar geta bætt við sig námi að loknu grunnámi og geta þá farið í meistaranám í hjúkrunarfræði sem er tveggja ára nám eða diplómanám í ýmsum sérgreinum hjúkrunar. Einnig er algengt að hjúkrunarfræðingar bæti við sig námi í öðrum greinum eins og viðskiptafræði, lögfræði eða opinberri stjórnsýslu. Námið Hjúkrunarnámið er fjögurra ára, 240 eininga nám. Hjúkrunarfræði er kennd í hjúkrunarfræðideild HÍ og HA. Það byggir á bæði bóklegu og verklegu námi og lýkur með BS-gráðu. Hægt er að bæta við sig bæði meistara- og doktorsnámi í hjúkrun við hjúkrunarfræðideild HÍ auk þess sem deildin býður upp á diplómanám á ýmsum sér- sviðum hjúkrunar. Má þar nefna gjörgæslu- hjúkrun, svæfingarhjúkrun, skurðhjúkrun, öldrunarhjúkrun, geðhjúkrun, hjúkrun aðgerðarsjúklinga og viðbótarnám í hjúkr- unarstjórnun. Háskólinn á Akureyri býður einnig upp á framhaldsnám. Þar er boðið upp á þverfaglegt diplóma og meistaranám í heilbrigðisvísindum. Í HA er hægt að stunda hjúkrunarnám í fjarnámi. Námið er fjölbreytt og nýtist vel bæði innan og utan heilbrigðiskerfisins. Atvinnumöguleikar hjúkrunarfræðinga erlendis eru einnig miklir og fjölbreyttir. Að námi loknu geta hjúkrunar- fræðingar valið sér starf á ýmsum sviðum hjúkr- unar, í heilsugæslu, á sjúkrahúsum, á öldrunar- stofnunum, í kennslu og stjórnun. hjúkra segir Róbert hafa verið að vekja karlmenn til umhugsunar um að skoða þann möguleika af alvöru að fara í hjúkrunarnám. Erlendis fara miklu fleiri karlmenn í þetta nám og þar af leiðandi eru þeir töluvert fleiri að störfum á spítölum þar en hér heima. Hann segir brýnt að á þessu verði breyting og vonandi gerist það á næstu árum. Ingi Þór Ágústsson er 44 ára gam- all og útskrifaðist úr hjúkrunarfræði árið 1997 og síðar úr MPA-námi (Master of Public Administration). Hann hefur verið viðskiptastjóri hjá Icepharma frá árinu 2009. Eftir út- skrift úr hjúkrunarfræðinni hóf hann störf á Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað og starfaði þar á almennri deild. Árið 1998 hóf hann störf fyrir Friðargæsluna og starfaði í tæplega ár í breska hernum í Bosníu- Hersegóvínu. Að því loknu hóf hann störf á Heilbrigðis stofnun Vestfjarða og vann bæði á skurð- og slysadeild sem og almennum deildum í fimm ár. „Ég hef svo gaman af mannlegum samskiptum og ætli það hafi ekki ver- ið meginástæðan fyrir því að ég valdi hjúkrun. Ég sá líka fyrir mér að þetta gæti orðið skemmtilegt starf í fjöl- breyttu umhverfi. Það þarf ekki endi- lega að vinna á sjúkrahúsi eins raunin hefur orðið í mínu tilfelli. Ég tók mér frí í eitt ár eftir menntaskólann og í kjölfarið tók ég þá ákvörðun að fara í hjúkrunarnám. Ég sé aldrei eftir þeirri ákvörðun en launin hefðu mátt vera betri á þessum tíma. Maður er búinn að kynnast mörgu góðu og skemmti- legu fólki og hefur búið víðs vegar um landið og erlendis,“ sagði Ingi Þór. Ingi Þór segist ekki hafa svör á tak- teinum um af hverju karlmenn hafi ekki sýnt þessu fagi áhuga. Kannski að einhverju leyti vissir fordómar, lág laun og lengstum hefur þetta ver- ið kvenmannsstétt. „Þetta eru ástæð- urnar að mínu mati sem hafa aftrað karlmönnum að fara út í hjúkrunar- námið.“ Að starfa á sjúkrahúsi er skemmtilegt „Ég er nokkuð viss um að á þessu verður breyting á næstu árum þegar ungt fólk áttar sig á því að starfið er mjög fjölbreytilegt á allan hátt. Að starfa á sjúkrahúsi er skemmtilegt, þar vinnur meginþorri í hjúkrunar- stétt, en ýmsir aðrir möguleikar eru í boði. Það má ekki gleyma því í þessari umræðu að námið er krefjandi og það þarf að leggja hart að sér. Námið er umfram allt áhugavert og eitthvað sem maður býr að alla ævi. Launin og vaktavinnan heillar ekki einhverja og svo hefur umræðan um umönnunar- stéttir í samfélaginu ekki verið bein- línis hvetjandi og hamlað því að karl- menn leggi þetta fag fyrir sig. Það eru hins vegar margir kostir í starfinu og ég hvet karlmenn til að skoða þenn- an möguleika af alvöru. Ekki loka dyr- um, vertu heldur jákvæður því starfið er gefandi í góðu umhverfi. Þetta hef- ur verið gríðarlega góður skóli hvað mig varðar og ég sé aldrei eftir að hafa gengið þennan veg,“ segir Ágúst Þór. Birgir Örn Ólafsson er 36 ára Hver- gerðingur, kvæntur og tveggja barna faðir. Hann útskrifaðist úr hjúkrunar- fræði frá Háskóla Íslands árið 2004, lauk diplómanámi í skurðhjúkrun frá HÍ árið 2008 og var að útskrifast úr meistaranámi í júní síðastliðnum. Birgir er skurðhjúkrunarfræðingur og starfar á skurðstofum Landspítala við Hringbraut og hefur gert meira eða minna síðan hann var hjúkr- unarnemi. Einnig er hann í hlutastarfi á heilbrigðis- og upplýsingadeild Landspítala sem klínískur ráðgjafi. „Hugmyndin að stofnun þessar- ar Facebook-síðu þar sem við erum að hvetja karlmenn til að fara í hjúkr- un kemur frá Helgu Ólafs sem er rit- stjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga. Hún heldur utan um síðuna og skrif- ar inn á hana. Það er stefna Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga að fjölga hjúkrunarfræðingum og þá ekki síst karlmönnum í stéttinni og hefur um- fjöllun um þetta efni birst af og til í Tímariti hjúkrunarfræðinga. Liður í þessari vakningu var að stofna síð- una Karlmenn hjúkra,“ segir Birgir Örn. Hjúkrun er líka starf fyrir karla „Heilt yfir er umhverfið í starfinu samt afskaplega gefandi og heillandi Íslandi er aðeins um 2 prósent Laun Algeng dagvinnulaun nýútskrifaðs hjúkrunarfræðings eru um 359 þúsund kr. á mánuði miðað við fullt starf og heildarlaun í kringum 467 þúsund. Meðal dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga eru 488 þúsund kr. og heildarlaun um 679 þúsund miðað við fullt starf. Hjúkrunarfræðingar eru að meðaltali í 80 prósent starfshlutfalli. Flestir hjúkrunarfræðingar vinna vaktavinnu en einnig vinnur talsverður hluti hjúkrunarfræðinga dagvinnu. Mun á dagvinnulaunum og heildarlaunum hjúkrunarfræðinga má að stórum hluta rekja til greiðslu fyrir vaktaálag vegna vinnu á kvöldin, um helgar og á stórhá- tíðardögum en einnig vegna yfirvinnu sem til kemur vegna álags og manneklu á vinnustöðum hjúkrunarfræðinga. Mikil ganga Sem dæmi má nefna að vaktstjóri á bráðamót- töku gengur um ellefu kílómetra á annasamri átta klukkustunda vakt. Starf hjúkrunarfræðingsins Var ákveðinn sem unglingur í að verða hjúkrunarfræðingur Birgir Örn segir að hann hafi sem unglingur verið ákveðinn í að verða hjúkrunarfræðingur. Það var það sem hann langaði til að gera og hann sjái ekki eftir því. Starfið er skemmtilegt, fjölbreytt og ekki síður fyrir karlmenn en konur. „Það sem hefur kannski haldið aftur af karlmönnum að fara í hjúkr- unarfræði er að þetta hefur af mörg- um verið talið kvennastarf. Við verð- um að koma því meira á framfæri hvað hjúkrunarstarfið felur í sér og hvað það er fjölbreytt. Með því væri hægt að fjölga hjúkrunarfræðing- um og þá sér í lagi karlmönnum í stéttinni. Margir hafa kannski einnig skakka mynd af vinnutímanum og við séum alltaf að vinna á þrískipt- um vöktum og mikil kvöld- og nætur- vinna sé þar að baki. Þetta er bara alls ekki þannig því ég held að allt að helmingur hjúkrunarfræðinga á Íslandi vinni nær eingöngu dag- vinnu. Mikið af hjúkrunarstörfum er unnið á daginn eins og í skurð- og svæfingarhjúkrun, vinna á göngu- og dagdeildum og í heilsugæslunni. Einnig er hægt að benda á kennslu og rannsóknarvinnu sem hjúkrunar- fræðingar eru að sinna af miklum dug. Ef við gerum fleirum það ljóst að þetta er fjölbreytt starf gætum við snúið þessari þróun við. Flestir sem á annað borð hafa áhuga á störfum í þessum geira geta örugglega fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Birgir Örn. Birgir Örn segir að heilbrigðisráð- herra hafi gefið það út nýlega að það þyrfti að fjölga hjúkrunarrýmum um 400. Það þýðir að það vantar hjúkr- unarfræðinga af báðum kynjum á næstu árum. Karlmenn eiga ekki síst að skoða hjúkrun sem hugsanlegan starfsvettvang. „Það er hugsanlegt að launin hafi fælt karlmenn frá hjúkrunarfræðinni. Laun hjúkrunarfræðinga hjá hinu opin bera eru ekki mikið síðri en hjá öðrum starfsstéttum, hvort sem um er að ræða viðskipta- eða lögfræðinga svo eitthvað sé nefnt. Launin hafa svo sannarlega skánað hjá hjúkrunar- fræðingum og launin eiga því ekki að fæla frá fólk sem er að hugsa um að leggja hjúkrunina fyrir sig. Ég er ánægður í mínu starfi, vinn mikið í teymisvinnu sem skurðhjúkrunar- fræðingur sem hentar mér vel. Svo eru aðrir sem velja sér að vinna á hjúkrunardeildum og allt þar á milli. Starfið er fjölbreytt og ég skora á alla að skoða þennan möguleika til hlítar,“ segir Birgir Örn. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.