Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Side 38
Helgarblað 19.–22. ágúst 201634 Menning
Þ
egar keyrt er út Eyjafjörð
að Svalbarðseyri tekur
á móti manni blár
jakkafataklæddur málm-
risi með hatt og lukt. Þessi
háfætti og alvörugefni safnvörður
er sköpunarverk Huglistar, hóps
geðfatlaðs listafólks, og vísar
hann forvitnum ferðalöngum á
Safnasafnið.
Safnið hefur verið starfrækt í
rúm tuttugu ár af hjónunum Magn-
hildi Sigurðardóttur geðhjúkrunar-
fræðingi og Níels Hafstein myndlist-
armanni, fyrst í Reykjavík en síðar
fyrir norðan í Gamla barnaskólanum
eða Þinghúsinu og kaupfélagshús-
inu Gömlu-búð sem þau fluttu upp
eftir höfninni, gerðu upp og tengdu
með nýrri byggingu.
Safnið er opið á sumrin og eru þar
settar upp metnaðarfullar sýningar á
verkum lærðra jafnt sem sjálflærðra
listamanna, jaðarlistamanna sem
af ýmsum ástæðum hafa ekki orðið
hluti af meginstraumnum.
Hjónin eru óþreytandi í að svara
spurningum safngesta um verkin og
listamennina, bjóða upp á nýbak-
aða ástarpunga frá nágrannakonu
og halda uppistand með safni töfr-
andi leikfanga víðs vegar að úr heim-
inum. Þarna er hægt að gleyma sér í
ævintýralegum og litríkum steypu-
höggmyndum Ragnars Bjarnasonar,
agnarsmáum grafítskúlptúrum
Kópavogsbúans Jaroslaws Lenski og
brúðum frá öllum heimshornum.
Alþýðulistin milli þilja
„Löngu áður en við stofnuðum
safnið var orðið ljóst að það stefndi
í óefni með þessa grein myndlist-
arinnar,“ segir Níels um ástæður
þess að Safnasafnið var stofnað árið
1995. Listasafnið hafi sýnt alþýðu-
listinni lítinn áhuga, en í vörslu
Þjóðminjasafnsins hafi myndverk ís-
lenskrar alþýðu fyrst og fremst verið
skoðuð út frá sjónarhóli þjóðfræða.
Níels segir að Nýlistasafnið hafi
reynt að koma til aðstoðar eftir að
það var stofnað 1978. „Á þeim tíma
fannst mér ekki annað hægt en að
ungir myndlistarmenn tækju skref
í þá átt að bjarga alþýðulistinni á
sama tíma og þeir björguðu nútíma-
listinni, því Listasafn Íslands hafði
áhuga á hvorugu þá.“
Hins vegar hafi Nýlistasafnið fyrst
og fremst verið hugsað sem safn og
sýningarrými ungra listamanna og
var því ljóst að stofna yrði sjálfstætt
safn um alþýðulistina, og það gerðu
Magnhildur og Níels sem höfðu sjálf
safnað þrívíðum gripum íslenskra
alþýðulistamanna um nokkurt
skeið.
„Orðið alþýðulist er frekar óhent-
ugt hugtak því það er niðurlægingar-
tónn í því. Þegar Bólu-Hjálmar,
þetta firnasterka ljóðskáld, kom til
sögunnar var hann kallaður „al-
þýðuskáld“ en þeir sem höfðu far-
ið til náms í Kaupmannahöfn voru
skáld með stórum staf – þótt þeir
væru hvorki betri né verri sumir
hverjir. Þessi skilgreining færðist svo
yfir á þá sem unnu við myndsköpun.
Alþýðulistamennirnir eru sjálflærðir
en hinir skólalærðir. Við höfum reynt
að taka þessi hugtök upp hér líkt og
gert er í Bandaríkjunum, því við telj-
um þau ásættanleg,“ segir hann.
„Í Evrópu eru hugtökin á reiki: Art
Brut, Visionary Art, Raw Art, Folk-
Art og mörg fleiri orð sem eru not-
uð sitt á hvað,“ segir Níels, sem tók
sig til fyrir 14 árum og þróaði flokk-
unarkerfi sem hann segir að nýtist
til að draga saman alla myndlist og
sýna hvernig uppspretta sköpunar-
innar sé ein og söm – hvort sem hún
fái form sitt í sjálfsprottinni sýn eða
lærðri fagurfræði. Þetta kerfi sem
hann kallar „Hringferil myndlistar“
inniheldur 16 þætti sem notaðir eru
við mat á ríflega 6.100 verkum safns-
ins og tölvuskráningu þeirra.
» Loftsíur
» Smurolíusíur
» Eldsneytissíur
» Kælivatnssíur
» Glussasíur
Túrbínur
Bætir ehf. býður upp á
viðgerðarþjónustu fyrir
flestar gerðir túrbína.
Sími 567-2050 - Smiðshöfði 7 - 110 Reykjavík
Viðgerða- og varahlutaþjónusta í yfir 30 ár
Bætir ehf hefur í rúm 30 ár boðið uppá alhliða viðgerða- og varahlutaþjónustu fyrir breiðann
hóp viðskiptavina. Við þjónustum og útvegum varahluti í flestar tegundir dísilvéla og höfum
mikla reynslu í ZF og Twin Disc gírum. Bætir ehf hefur um árabil boðið uppá há gæða
varahluti, frá framleiðendum á borð við IPD og Interstate Mcbee, sem henta m.a. í vélar frá:
Caterpillar® Cummins® Detroit Diesel®
Nöfn vélaframleiðenda eru hér aðeins til upplýsinga og eru vörumerkin eign hvers framleiðanda. Cat® og Caterpillar® eru skrásett vörumerki í eigu Caterpillar Inc. Cummins® er skrásett vörumerki í eigu Cummins Engine Company. Detroit Diesel® er skráett vörumerki í eigu Detroit Diesel Corporation.
Kímni, léttleiki og
leiðrétt listasaga
Safnasafnið hefur sýnt listaverk alþýðulistamanna og einfara í íslenskri myndlist í rúmlega 20 ár
„Erlendir gestir
halda að ómældu
opinberu fé sé varið til
rekstrar og verkefna, sem
er ekki raunin. En það
er efni í annað og mun
alvarlegra viðtal.
Safnvörð-
urinn Huglist,
listahópur fólks
með geðraskanir,
bjó til hinn ein-
kennandi safn-
vörð Safnasafns-
ins. Mynd MAgnhildur
SigurðArdóttir
óþekktar
listakonur
Níels Hafstein
segir að þegar
útsaumsverk
missi hlutverk
sitt öðlist það
nýtt gildi og eigi
erindi við skap-
andi myndlist.
Mynd MAgnhildur
SigurðArdóttir
Verðlaunuð
Niels og Magn-
hildur hlutu Eyrar-
rósina, viðurkenn-
ingu fyrir afburða
menningarver-
kefni á lands-
byggðinni, árið
2012 fyrir rekstur
Safnasafnsins.
Kristján guðjónsson
kristjan@dv.is