Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2016, Blaðsíða 39
Helgarblað 19.–22. ágúst 2016 Menning 35 Einfarar og áhersla á nærum- hverfið Er hægt að tala um að það séu ein- hver sameiginleg einkenni á listsköp- un sjálflærðra listamanna víðs vegar um heim? „Sjálflærðir listamenn eru tengdir umhverfi sínu, átthaganum, þeir búa yfirleitt til einföld verk – sérstak- lega þeir sem eru hreinir „naívistar“. Verk þeirra eru persónulýsingar, sýn á umhverfi, sögu, goðsagnir og ævin- týri, landið, miðin og fólkið í sveitinni. Sjónvarpsáhorf og notkun samfé- lagsmiðla opnar glugga út í heim fyrir þetta fólk. Það hrífst kannski af rokkstjörnum og öðru frægðar- fólki og samsamar sig því en nær ekki fyrirmyndinni, sem betur fer, því skekkjurnar eru ígildi stökkbreyting- anna sem nærir snilldina!“ segir Níels. „Lærðir listamenn fylgjast betur með því sem er að gerast, nota netið, fara á sýningar, kaupa bækur, leita uppi hluti og ferðast til útlanda. Þeir eru því í nánari tengslum við helstu hræringar. Þeir mynda hópa og eiga í fræðandi samskiptum. Sjálflærð- ir listamenn eru yfirleitt einir, stofna aldrei félög eða gallerí. Þeir hafa því litlar fregnir hver af öðrum nema eitt- hvað sérstakt komi til,“ segir hann. „Annað sameiginlegt einkenni sjálflærðra listamanna er að þeir kunna ekki „anatómíu,“ hafa ekki lært að teikna beinagrind og ekki kannað hvernig vöðvar virka, handleggir og útlimir verða því ýmist í styttra eða lengra lagi.“ Blaðamanni verður með- al annars hugsað til barnslegra tré- karla Björns Líndal Guðmundssonar og málverka Gígju Thoroddsen sem eru sýnd í safninu í sumar. „Í alþýðulist hér ber meira á léttleika en erlendis. Íslendingar eru kímnir og nota bjarta liti, þeir forð- ast drunga, nema það fólk sem vinn- ur sig út úr erfiðleikum í sjálfskipaðri listmeðferð.“ Oft meira spennandi en list lærðra „Alþýðulistin er yfirleitt sjálfsprottin og iðkendur hennar leita því ekki að áhrifum eða fyrirmyndum eins og aðrir myndlistarmenn, þeir eru ekki í neinni samkeppni um að vekja athygli eða hrella fólk til að komast í sviðsljósið. Verk sjálflærðra eru því meira spennandi og snerta mann dýpra oft á tíðum,“ segir Níels, þegar hann er spurður hvort alþýðulista- menn geti jafnvel tekið skólalærðum listamönnum fram. „Þótt það sé margt stórkostlegt gert í nútímamyndlist bæði hér heima og erlendis er mikið af þeirri list sem er hampað í bæði söfnum og gallerí- um og keypt dýrum dómum drasl, og stjórnast af skipulagðri spákaup- mennsku. Ég held að margir listunn- endur átti sig á þessu núna, á netinu eru upptökur af góðum fyrirlesurum sem sýna með dæmum hvað mörgu í nútímalist skortir hugkvæmni, glæsi- brag og reisn, eða nána snertingu við þjóðlífið. En ég held að meginkjarni íslenskrar alþýðulistar standist tím- ans tönn því hann er sammannlegur, í takti við sálarlíf viðkomandi höfunda. Þetta sannast til dæmis í verkum Sölva Helgasonar.“ Útsaumur, trékarlar og Kíko Korriró Á hverju sumri eru settar upp nýjar sýningar í sölum Safnasafnsins og í ár er boðið upp á þverskurð af safn- eigninni auk nýrra verka. Í aðalsýn- ingarrýminu í ár eru trékarlar Björns Líndal Guðmundssonar frá Laufási í Víðidal en í kringum þá er verkum ýmissa þekktari listamanna raðað, svo sem Dieters Roth, Birgis Andrés- sonar og Hildar Hákonardóttur til að nefna einhverja. „Það má líta á þetta sem samþykki lærðra listamanna við þátttöku þeirra sem hafa ekki gengið í skóla. Þetta er ákveðinn stuðningur í báðar áttir.“ Í öðru rými er sýnt úr svokallaðri Kíko Korriró-stofu, Þórðar Valdimars- sonar myndlistarmanns. „Á yngri árum nam Þórður alþjóðastjórnmál við Kaliforníuháskóla í Los Angel- es. Þórður sótti í frægðina, var með fréttamannapassa frá dagblaðinu Tímanum og átti innangengt í kvik- myndaver í Hollywood þar sem hann kynntist frægum kvikmyndastjörn- um. Eftir heimkomu frá langvinnu námi erlendis, og vonbrigði með við- brögð ráðamanna við skrifum sínum í þágu helsta atvinnuvegs þjóðarinn- ar, dró hann í hlé og sinnti list sinni eingöngu. Hann hafði lítinn áhuga á að sýna en hélt áfram að skapa, fyllti margar stórar möppur og hvern pappakassann eftir annan. Svo þegar hann féll frá 2002 voru um 120–130 þúsund verk sem biðu þess að fjallað yrði um þau,“ segir Níels. „Á efri hæðinni drögum við fram útsaumsverk í eigu safnsins, verk sem við álítum að eigi betra skilið en að vera einungis litið á sem hag- nýta hluti. Við teljum að þegar út- saumsverk missir hlutverk sitt öðlist það nýtt gildi og eigi erindi við skap- andi myndlist. Til að leggja áherslu á þetta buðum við ungum listamanni, Loja Höskuldssyni, að sýna verk sín á móti 36 óþekktum konum. Jafnframt gáfum við út aðra bók, sem fjallar um sýningu kvennanna, og er henni fylgt úr hlaði með ítarlegum inngangi, greiningu á saumgerðum, efni og garni, og ljósmyndum af vettvangi. Þá buðum við Huldu Hákon að sýna, en hún fjallar í verkum sínum hér um efni sem stendur alla jafna ekki til boða í sýningarsölum lands- ins, og tengist sjónum á margvíslegan hátt. En þar sem sýnt er í tíu rýmum, auk bókastofu og anddyris, þá er erfitt að telja allt upp sem gleður augað.“ Ónýt listasaga Auk sýningarstarfsemi hafa verið gefnar út Sýnisbækur safneignar sem Níels segir að sé meðal annars ætl- að að leiðrétta Íslenska listasögu sem Ólafur Kvaran ritstýrði. „Hann leit algerlega framhjá þeirri staðreynd að listasaga þjóðarinnar hófst með landnámi. Þetta viðhorf ritstjórans er fáránlegt og útgáfan að mestu ónýt því margir viðurkenndir og vandaðir fræðimenn hafa sýnt fram á að myndlistarlífið var með miklum blóma í landinu fram eftir öldum, svo sem Kristján Eldjárn, Selma Jónsdótt- ir, Elsa E. Guðjónsson, Þóra Sigurðar- dóttir, Hörður Ágústsson og Guðbjörg Kristjánsdóttir. Þá vantar í Íslenska listasögu marga af bestu og fram- sæknustu listamönnum síðari tíma, hugmyndasmiði og forystufólk í lista- lífi landsins.“ Safnasafnið er opið daglega til 4. september frá klukkan 10 til 17, en eftir það munu Magnhildur og Níels taka á móti hópum uns veður versna. „Það er afar gefandi að standa í anddyrinu og taka á móti fólki sem nær svo góðu sambandi við arfleifð sína og er ófeim- ið við að tjá sig um hana. Erlendir gestir skilja ekki hvernig á því stendur að listasafn í sveit á Íslandi skuli hafa náð þeim árangri að komast í hóp sex stærstu og frægustu alþýðulistasafna, og halda að ómældu opinberu fé sé varið til rekstrar og verk efna, sem er ekki raunin. En það er efni í annað og mun alvarlegra viðtal.“ n Eyravegi 23, Selfossi - S: 555 1314 - ha@hannyrdabudin.is Hannyrðab udin.isNý hei masíða Ótrúlegtúrval! „Þótt það sé margt stórkostlegt gert í nútímamyndlist bæði hér heima og erlendis er mikið af þeirri list sem er hampað í bæði söfn- um og galleríum og keypt dýrum dómum drasl, og stjórnast af skipulagðri spákaupmennsku. Laumulistamaður Þórður Magnússon, eða Kíko Korriró, skapaði um 130 þúsund verk sem hafa varðveist en hann sýndi sárasjaldan á meðan hann lifði. Hér má sjá hluta verkanna. Mynd MagnhiLdur SigurðardÓttir „Í alþýðulist hér ber meira á léttleika en erlendis. Íslendingar eru kímnir og nota bjarta liti. Sposkir trékarlar Í kringum tréfígúrur Björns Líndal Guðmunds- sonar frá Laufási í Víðidal hefur verkum ýmissa þekktari listamanna verið raðað. Mynd MagnhiLdur SigurðardÓttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.