Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2016, Blaðsíða 2
Helgarblað 26.–29. ágúst 20162 Fréttir
Gömlu ráðherrabílarnir
seldir á 13,8 milljónir
Sex nýir keyptir á kjörtímabilinu fyrir 67,5 milljónir
A
lls fengust um 13,8 milljónir
króna með sölu á sex göml-
um ráðherrabifreiðum sem
endurnýjaðar hafa verið á
kjörtímabilinu. Líkt og DV
hefur fjallað ítarlega um hafa sex
nýjar og glæsilegar ráðherrabifreið-
ar verið keyptar í endurnýjun ráð-
herrabílaflotans undanfarin misseri,
fyrir alls 67,5 milljónir króna. Mis-
munurinn á sölu- og kaupverði bíl-
anna nemur 53,7 milljónum króna
sem fellur á ríkissjóð.
Tvær nýjar keyptar í vor
Það eru Ríkiskaup sem annast kaup
og sölu bifreiða fyrir stjórnarráðið
þar sem söluandvirði gamalla bif-
reiða rennur að jafnaði til fjármögn-
unar á nýjum. Gömlu ráðherrabíl-
arnir voru boðnir hæstbjóðanda á
vefsíðunni bilauppbod.is en nýj-
ar keyptar í kjölfar örútboðs innan
rammasamninga ríkisins.
Tvær nýjar bifreiðar voru keypt-
ar árið 2014, tvær 2015 og tvær nú
síðastliðið vor. Dýrasta ráðherrabif-
reiðin í flotanum nú er bifreið utan-
ríkisráðherra, Land Rover Discovery,
sem keyptur var á rúmar 13,2 millj-
ónir króna. Af gömlu ráðherrabif-
reiðunum sem seldar voru fékkst
hæsta upphæðin fyrir bifreið sem
seld var við sameiningu atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðuneytisins,
3,4 milljónir króna. Minnst fékkst
eðlilega fyrir elsta bílinn af öllum, 11
ára gamlan BMW forsætisráðuneyt-
isins, sem fór á rúmlega 1,1 milljón.
Það var núna í lok júlí sem geng-
ið var frá sölunni á sjötta og síðasta
ráðherrabílnum sem endurnýjaður
hefur verið á þessu kjörtímabili, en
þá var Audi A6, 2008 árgerð, ráð-
herrabíll mennta- og menningar-
málaráðherra, seldur á 2,3 milljónir
rúmar.
Fjórir ráðherrar á eldri bílum
Rétt er að halda því til haga að ráð-
herrar hafa enga aðkomu að því
að kaupa og selja ráðherrabifreið-
ar ráðuneyta sinna. Það er á hendi
embættismanna viðkomandi ráðu-
neyta og sjá Ríkiskaup sem fyrr
segir um viðskiptin. Ákvörðun um
kaup á ráðherrabílum eru teknar á
grundvelli faglegra og rekstrarlegra
forsendna, samkvæmt upplýsingum
sem DV fékk á sínum tíma hjá for-
sætisráðuneytinu.
Miðað við núverandi ráðherra-
skipan þá eru fjórir ráðherrar sem
ekki hafa fengið nýjar bifreiðar á
kjörtímabilinu; Ragnheiður Elín
Árnadóttir, iðnaðar-og viðskipta-
ráðherra, sem ekur um á 2005 ár-
gerð af Land Cruiser 120, Sigrún
Magnúsdóttir, umhverfis- og auð-
lindaráðherra, sem er á 2005 ár-
gerð af Lexus, Eygló Harðardóttir,
félags- og húsnæðismálaráðherra,
sem er á 2008 árgerð af Land Rover
Freelander 2 og Kristján Þór Júlí-
usson heilbrigðisráðherra sem er á
Volvo XC90, árgerð 2008. Miðað við
aldur þessara bifreiða er væntan-
lega ekki langt í að ráðist verði í að
endurnýja þær. n
Innanríkisráðherra
BMW X5 40e xDrive
Verð: 9.150.000 Kaupár: 2016
Söluverð fyrri
bifreiðar:
2,5 milljónir
Utanríkisráðherra
Land Rover
Discovery
Verð: 13.229.810
Kaupár: 2014
Söluverð
fyrri
bifreiðar:
3 milljónir
Fjármála- og
efnahagsráðherra
M. Benz E250
Verð: 9.587.850
Kaupár: 2014
Söluverð fyrri
bifreiðar:
1,5 milljónir
Sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra
Land Cruiser 150 VX
Verð: 12.699.900 Kaupár: 2015
Söluverð fyrri
bifreiðar:
3,4 milljónir
Forsætisráðherra
M. Benz S-350
BlueTec Sedan
Verð: 12.785.000
Kaupár: 2015
Söluverð fyrri bifreiðar:
1,1 milljón
Mennta- og menningarmálaráðherra
Volvo XC90
Verð: 10.490.000 Kaupár: 2016
Söluverð fyrri bifreiðar:
2,3 milljónir
Sex nýir bílar keyptir á alls: 67,5 milljónir króna
Sex gamlir bílar seldir á alls: 13,8 milljónir króna
Mismunur: 53,7 milljónir króna
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Kr
in
gl
an
Kr
in
gl
um
ýr
ar
br
au
t
Miklabraut
Miklabraut
Við
erum
hér!
Tilb
oð
17 10 bitar fyrir 4-5
5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa.
Stór af frönskum og 2l. Pepsi.
kjúklinga
vefjur og borgarar