Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2016, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2016, Síða 13
Helgarblað 26.–29. ágúst 2016 Fréttir 13 og meðferð persónuupplýsinga sem til verða við rafræna vöktun. Persónuvernd skoði málið Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónu- verndar, segir að vöktun á almanna- færi sé almennt einungis heimil ef hún er á hendi lögreglu. Einkaaðil- um er hins vegar heimilt að vakta eig- in eignarlóð í öryggis- og eignavörslu- skyni. Viðvörun um vöktun með tilheyrandi fræðslu þarf þá að vera til staðar. „Persónuvernd hefur ekki fengið fregnir af þessu fyrirkomulagi IKEA og ljóst að þetta er eitthvað sem gæti þurft að skoða nánar,“ segir Helga. Tæknin þróast hraðar en lögin Aðspurður hvort þessi aðferð sé á gráu svæði eða hvort þeir telji sig vera í full- um rétti segir Þórarinn að hann treysti sér ekki til að fullyrða um það. „Málið er að tækninni fleytir stöð- ugt fram og ég bara stórlega efast um að Persónuvernd hafi nokkrar reglur um þá tækni sem þú ert að lýsa. Það er endalaust að koma ný og ný tækni og aðferðir, bæði þeirra sem eru óheiðar- legir og þeirra sem reyna að koma í veg fyrir það. Alltaf þetta endalausa vígbúnaðarkapphlaup. En án þess að geta fullyrt það með Persónuvernd þá efast ég um að þeir hafi sett af reglum yfir þá hluti sem eru að gerast í tækni- framförum. Ég þekki það ekki. En ég held að bílar séu ekki persónur.“ En það er fólkið sem er í þeim, skýtur blaðamaður inn í og bendir á að almenningur lendi í myndavélinni hvort sem þeir eigi erindi í IKEA eða ekki. Fólk geti verið á leið í Toyota- umboðið við hliðina á IKEA. „Ef þeir eru ekki að koma til okk- ar þá skiptum við okkur ekki af þeim,“ segir Þórarinn. Aðspurður hvort einhver vinnsla eða söfnun á upplýsingum eigi sér stað með þessari númeraplötuskönnun segir Þórarinn: „Ekki svo ég viti, nei.“ Löggjöfin óháð framförum Forstjóri Persónuverndar tekur hins vegar af öll tvímæli og segir óum- deilt að persónuverndarlöggjöfin taki einnig til upplýsinga sem óbeint megi rekja til einstaklinga, s.s. bílnúmera. Hvað nýja tækni varðar segir Helga enn fremur að gildandi persónu- verndarlöggjöf sé tæknilega hlutlaus, þ.e. hún gildir almennt óháð þeirri tækni og þeim tækniframförum sem verði og að ekki sé þörf á að setja nýj- ar reglur í hvert skipti sem ný tækni eða hugbúnaður til vinnslu persónu- upplýsinga komi fram. Þvert á móti sé það hlutverk þeirra sem bera ábyrgð á slíkri vinnslu að fullnægja þeim kröf- um sem lögin gera og nota búnað sem samrýmist gildandi reglum – óháð þeirri tækni sem notuð er. n Er bíllinn klár fyrir sumarið? Við einföldum líf bíleigandans Ferðabox Reiðhjóla- grindur Þverslár 26. Janúar 2016 8 Fréttir Vikublað 26.–28. janúar 2016 45 Íslendingar í ævilöngu banni frá IKEA n Tíu manna öryggisdeild starfar hjá IKEA n Allt að tveggja milljóna óútskýrð rýrnun á mánuði n Árið í fyrra var metár þegar kemur að búðarhnupli í n Allnokkur mál fyrir dóm F jörtíu og fimm Íslendingar eru í ævilöngu banni frá verslun IKEA hérlendis en stefna stærstu verslunar landsins varðandi búðar- hnupl er skýr. Þjófar eru einfaldlega ekki velkomnir. Árið 2015 var metár varðandi búðarhnupl ef mið er tekið af tilkynningum til lögreglu en Samtök verslunar og þjónustu hafa gagnrýnt þá staðreynd að flest mál eru felld niður og erfitt er fyrir versl- anir að fá bætur vegna tjónsins sem þær verða fyrir. „Örugglega rænd á hverjum degi“ Verslun IKEA í Kauptúni í Garða- bæ er stærsta verslun landsins. Á virkum degi koma um 3.000 manns í verslunina og á laugardegi eða sunnudegi má búast við um 6.000 manns í verslunina. Met var sett síð- astliðin jól þegar 10 þúsund manns lögðu leið sína í verslunina á einum degi, þrjú prósent íslensku þjóðar- innar. Það þarf því ekki að koma á óvart að mál tengt búðarhnupli komi reglulega upp í versluninni. „Við erum örugglega rænd á hverj- um degi,“ segir Stefán Árnason, fjár- málastjóri fyrirtækisins, sem einnig er yfir tíu manna öryggisdeild IKEA á Íslandi. Finna tómar umbúðir Í nóvember síðastliðnum varð blaða- maður vitni að því þegar öryggis- verðir stöðvuðu ungt par með barn vegna gruns um þjófnað. Parið hafði samviskusamlega skannað talsvert af vörum inn í sjálfsafgreiðslukassa en ekki tekið upp kort til þess að greiða vöruna. Þau gengu því næst hröðum skrefum að útgöngudyrunum þar sem árvökull starfsmaður greip inn í. Uppákoman var öll hin vandræða- legasta og afsökun parsins var sú að þau hefðu hreinlega gleymt að renna kortinu í gegn. Stefán kannast við málið en að hans sögn eru öll mál kærð til lög- reglu. Tíðni búðarhnupls, sem kemst upp, hefur aukist hjá fyrir- tækinu undanfarið. „Við vitum svo sem ekki hvort við séum að verða betri varðandi eftirlit eða þá að búðarhnupl sé að aukast,“ segir Stefán. Hann bendir á að reglulega finni starfsmenn tómar umbúðir í krókum og kimum búðarinnar, sem er vísbending um að þjófnaður hafi átt sér stað. Óútskýrð rýrnun IKEA er um 1–2 milljónir króna á mánuði. Skjót afgreiðsla vekur spurningar Umræðan um afgreiðslu lögreglu er eitthvað sem Stefán tengir sterkt við. Hann nefnir sem dæmi að þann 10. janúar síðastliðinn hafi maður verið stöðvaður við útgang verslunarinn- ar fyrir þjófnað. Með í för var eigin- kona mannsins sem að sögn Stefáns er reglulega í fjölmiðlum. „Við áttum myndefni af brotinu og þarna er um borðleggjandi mál að ræða,“ segir Stefán og bætir við að lögreglumenn sem komið hafi í vettvang hafi verið sama sinnis. Föstudaginn 15. janúar skrifaði Stefán kæru til lögreglu og lét fylgja með myndefni sem sannar þjófn- aðinn. Bréfið var boðsent um kl. 14 þennan dag til lögreglu. „Þann 19. janúar fæ ég bréf sem er dagsett 15. janúar. Niðurstaðan er sú að hinn meinti þjófur sé sekur um refsivert hátterni en engu að síður er fallið frá málsókn. Þessi niðurstaða liggur fyrir á tæpum tveimur klukkustund- um á föstudeginum. Ég fagna þess- um afgreiðsluhraða en ég furða mig á niðurstöðunni,“ segir Stefán, sem helst vildi sjá þjófnaðarmál, þar sem óyggjandi sannanir liggja fyrir, fá skjóta formlega afgreiðslu hjá yf- irvöldum. „Það gengur ekki að niðurstaða mála sé háð duttlungum lögreglu- manna,“ segir Stefán ákveðinn. Hann hefur óskað eftir rökstuðningi vegna ákvörðunarinnar. Freistingar fjarlægðar IKEA hefur tekið fast á sínum öryggismálum. Meðal annars voru reglur varðandi vöruskil hertar og skilaði það þeim árangri að rýrnun minnkaði um helming. Þá tók versl- unin nýlega upp skilaeftirlit sem þegar hefur orðið til þess að einn viðskiptavinur má ekki lengur skila vörum hjá versluninni. „Sá skilaði ítrekað sömu vör- unni, litlum og frekar dýrum díóðu- ljósum. Starfsmaður okkar gekk á þennan tiltekna viðskiptavin sem gat ekki gefið neinar skýringar á athæfi sínu og yfirgaf verslunina án þess að hirða um að taka með sér ljósin sem ætlunin var að skila,“ segir Stefán. Aðspurður út í sjálfsafgreiðslu- kassana, þar sem blaðamaður varð vitni að þjófnaði, segir Stefán: „Reynslan að utan var sú að rýrnun við sjálfsafgreiðslukassa væri jafn- mikil og við hefðbundna búðarkassa enda gera starfsmenn óafvitandi Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Mikið eftirlit Um hundrað myndavélar eru á víð og dreif um húsnæði IKEA við Kauptún. Mynd ÞorMar Vignir gunnarSSon iKEa Stærsta verslun landsins tekur á móti um 3.000 viðskiptavinum á virkum degi og 6.000 viðskiptavinum á laugar- eða sunnudegi. Þjófar eru hins vegar ekki velkomnir. Mynd Sigtryggur ari „Við erum örugglega rænd á hverjum degi Glerhreinsir • Gólfsápa • WC hreinsir Rykmoppur og sápuþykkni frá Pioneer Eclipse sem eru hágæða amerískar hreinsi- vörur. Teppahreinsivörur frá HOST Hágæða hreinsivörur – hagaeda.is og marpol.is – Sími: 660 1942 Frábærar þýskar ryksugur frá SEBO Decitex er merki með allar hugsanlegar moppur og klúta í þrifin. UNGER gluggaþvottavörur, allt sem þarf í gluggaþvott Erum einnig með: Marpól er með mikið úrval af litlum frábærum gólfþvottavélum Tilboð fyrir hótel og gistiheimili í apríl/maí! Fréttir 9 Vikublað 26.–28. janúar 2016 Persónugerður markpóstur er mælanlegur miðill og árangursríkur www.umslag.is2010- 2014 Umslag tryggir hámarksárangur við útsendingu markpósts • Mismunandi skilaboð • Mismunandi myndir • Mismunandi markhópar Við getum prentað nöfn og heimilisföng á allan mark- póst. Stór og lítil upplög. Markhópalistar eru í boði sé þess óskað eða við áritum eftir þínum excel lista. }Ein prentun *Samkvæmt könnun Gallup á meðal markaðsstjóra um notkun á miðlum árið 2015 mun markpóstur vera næsta val á eftir internetinu. 31% auglýsenda ætla að nota markpóst meira árið 2015* - hvað ætlar þú að gera? 45 Íslendingar í ævilöngu ba ni frá IKEAn Tíu manna öryggisdeild starfar hjá IKE n Allt að tveggja milljóna óútskýrð rýrnun á mánuði n Árið í fyrra var metár þegar kemur að búðarhnupli í n Allnokkur mál fyrir dóm mistök. Það er alltaf starfsmaður á vakt og fylgist með kössunum og ör- yggisvörður, auk þess sem mynda- vélar eru við hvern kassa. Þrátt fyrir það láta sumir freistast,“ segir Stefán. 45 í ævilöngu banni Viðurlög IKEA við búðarhnupli eru ströng og ef til vill ekki á allra vitorði. „Lögregla hvetur verslanir til þess að kæra allan þjófnað og það gerum við samviskusamlega,“ segir Stefán. All- nokkur mál hafi farið fyrir dómstóla og endað með dómi þrátt að stjórn- endur verslunarinnar hafi oft rekið sig á að málum sé vísað frá. IKEA er hins vegar með eina ófrávíkjanlega reglu varðandi þjófnað. „Þeir sem verða uppvísir að þjófnaði hjá okkur fá ævilangt bann í versluninni okk- ar,“ segir Stefán og upplýsir blaða- mann um að 45 Íslendingar séu í ævilöngu banni frá verslun IKEA hérlendis. „Það kemur reglulega fyr- ir að einstaklingar, sem hafa gerst sekir um búðarhnupl í versluninni, heimsækja okkur eins og ekkert hafi í skorist. Ef við verðum varir við þessa einstaklinga þá er þeim ein- faldlega vísað út úr versluninni enda ekki velkomnir hér. Suma þekkjum við strax og þá er þeim mætt í dyrun- um,“ segir Stefán. Í gagnrýni Lárusar M. K. Ólafs- sonar, lögfræðings Samtaka verslun- ar og þjónustu, kom fram að pottur væri brotinn varðandi bótakröfur fyrirtækja fyrir dómstólum. Tíma- frekt og flókið mál sé að fara fram á slíkar bætur og einfalda þurfi ferlið verulega. Stefán tekur undir þetta og segir að hann muni aðeins eftir tveimur málum þar sem IKEA hafi fengið greiddar bætur vegna þjófn- aðar. „Í fyrra skiptið var um að ræða 600 þúsund króna bætur vegna „Stólamálsins“ fræga sem vakti mikla athygli í fjölmiðlum. Miðað við umfang brotanna var bótakrafan í raun alltof lág,“ segir Stefán. Í síðara skiptið kom maður inn af götunni, af fúsum og frjálsum vilja, og viðurkenndi brot sín. „Hann sagðist hafa verið í óreglu en náð að snúa blaðinu við og vildi gera upp skuldir sínar,“ segir Stefán. Vel var tekið á móti manninum. n „Stólamálið“ fræga Gerendur tengdir fjölskylduböndum Fyrir tveimur árum var „Stólamálið“ svokall- aða á allra vörum. Það snerist um umfangs- mikinn þjófnað úr verslun IKEA. Þegar málið komst upp var talið að það hefði staðið yfir, með hléum, í sex ár og orðið sífellt viðameira eftir því sem á leið. Meðal grunuðu voru lögfræðingar, eigandi lögfræðistofu, fram- kvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu og hjúkrunarfræðingur. Gerendurnir tengdust í flestum tilvikum fjölskylduböndum. Upp komst um málið í nóvember 2011 þegar starfsmaður í húsgagnadeild tilkynnti ör- yggisdeild um ranga birgðastöðu á tiltekinni tegund stóla. Fjórum slíkum stólum hafði verið skilað þótt enginn hefði verið seldur. Þá lögðust starfsmenn IKEA yfir skilasögu viðkomandi einstaklinga og höfðu þeir þá allir skilað mjög dýrum vörum sem aldrei eða sjaldan höfðu verið seldar. Málinu lauk með því að gerendurnir borguðu 600 þúsund króna kröfu IKEA og sluppu með skrekkinn. „Krafan var í raun alltof lág,“ segir Stefán sem skýtur á að andvirði þýfisins hafi verið um 10 milljónir yfir langt tímabil. Eitt par fékk 30 daga skilorðsbund- inn dóm vegna málsins. Metár í búðarhupli Tilkynningar til lögreglu aldrei verið fleiri – árin eftir hrun sambærileg Alls voru 1.106 tilvik um búðarhnupl tilkynnt til lögreglu árið 2015. Fara þarf aftur til ársins 2009 og 2010 til sjá viðlíka tölur en til samanburðar bárust 846 tilkynningar árið 2014, aukning milli ára er því um 31%. Ár Fjöldi tilkynninga 2006 623 2007 723 2008 1.059 2009 1.103 2010 1.045 2011 770 2012 797 2013 945 2014 846 2015 1.106 „Ég fagna þessum afgreiðsluhraða en ég furða mig á niðurstöðunni Stefán Árnason IKEA hefur náð verulegum árangri í baráttu sinni gegn búðarhnupli. „Við erum að læra af reynslunni og tæknin verður sífellt betri,“ segir Stefán. Mynd ÞorMar Vignir gunnarSSon „Þetta er eitthvað sem gæti þurft að skoða nánar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.