Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2016, Blaðsíða 18
Helgarblað 26.–29. ágúst 201618 Fólk Viðtal
Sandra Sigrún dæmd í 37 ára
fangelsi í Bandaríkjunum
Þ
rjátíu og sjö ár,“ segir dóm-
arinn og ljóst er að Sandra
mun eyða næstu áratugum
í fangelsi. Hún verður rúm-
lega sextug þegar hún get-
ur um frjálst höfuð strokið. Þessi
unga móðir hlaut þyngsta dóm sem
Íslendingur hefur hlotið. Dómar-
inn hefur varla sleppt orðunum
þegar Sandra Sigrún hrynur niður í
gólfið. Hún grætur og öskrar. Lög-
reglumaður sparkar í hana og skip-
ar henni að standa á fætur. Magga
hleypur að þeim og segir honum að
hann sparki ekki í barnið hennar.
Hann lítur á hana og segir blákalt:
„She´s mine.“ Hún er fangi og þar
með eign ríkisins.
„Að horfa upp á hana þarna er
það það versta og ógeðslegasta
sem ég hef nokkurn tímann upplif-
að í lífinu,“ segir Margrét þegar hún
lýsir einu erfiðasta augnabliki ævi
sinnar.
Fjölskyldan er gríðarlega ósátt
við hvernig mál Söndru var með-
höndlað fyrir dómstólum og segir
Magga bandarískt réttarkerfi vera
eins og völundarhús sem ómögu-
legt sé að átta sig á. Sandra var til að
mynda dæmd fyrir vopnaburð þó
svo ekkert vopn hafi verið til stað-
ar. Vopnið var í raun fingur ofan í
tösku. Þá hefur reynslulausn ver-
ið afnumin í Virginíuríki og mun
Sandra því eyða bróðurparti ævi
sinnar innan fangelsismúranna. Í
eitt skipti varaði Sandra mömmu
sína við að horfa á sjónvarps-
þættina vinsælu Orange is the new
black. Þar er sögusviðið bandarískt
kvennafangelsi: „Mamma, ekki
horfa á þessa þætti. Þetta er ná-
kvæmlega eins hérna inni, nema
bara verra,“ sagði hún.
Elskar Ísland og vill komast
heim
Snemma á níunda áratugnum
lágu leiðir Möggu og Bandaríkja-
mannsins Bill Fenton saman en Bill
gegndi herþjónustu á Keflavíkur-
flugvelli. Þau gengu í hjónaband
árið 1981 og fluttust búferlum
til Flórídaríkis í Bandaríkjunum
tveimur árum síðar. Það var mik-
il gleðistund þegar þau eignuðust
eldri dótturina, Kristínu Heru, árið
1984 og eftir nokkur ár lá leiðin til
Íslands á ný og starfaði Bill áfram
hjá varnarliðinu í Keflavík. Þar kom
Sandra Sigrún í heiminn og bjó
fyrstu tvö ár ævi sinnar. Árið 1992
fluttist fjölskyldan búferlum á ný,
í þetta sinn til Virginia Beach, fjöl-
mennustu borgar Virginíuríkis á
austurströnd Bandaríkjanna.
Fjölskyldan hefur sterk tengsl
við Ísland og hefur komið minnst
einu sinni á ári til Íslands. Þá
fermdist Sandra Sigrún hér á landi
og lítur fyrst og fremst á sig sem Ís-
lending. Fjölskyldan er í góðu sam-
bandi við ættingja og vini, auk þess
sem íslenskar hefðir ríkja á heim-
ilinu. Gestir hafa séð fjölskyldunni
fyrir íslenskum mat. Söndru líður
hvergi betur enn á Íslandi.
„Hún dýrkar Ísland og vill bara
vera Íslendingur. Á Íslandi líður
henni vel og upplifir öryggi. Hún
spurði mig oft af hverju við gætum
ekki bara flutt til Íslands, en hún
var viss um að þar myndi hún ekki
lenda í rugli.”
Sandra kom síðast til Íslands
með móður sinni í september árið
2010 og fóru þær mæðgur meðal
annars á Ljósanótt í Keflavík. „Hún
hágrét í flugvélinni á leiðinni heim.
Hún vildi vera áfram á Íslandi.
„Fólkið er gott á Íslandi, mamma,
í Ameríku eru allir alltaf að rífast í
manni,“ sagði hún við mig.“
Bílslys og ofbeldi breytti öllu
Sandra var um fimmtán ára, ung-
ur og efnilegur námsmaður með
bjarta framtíð þegar hún missti
tökin á lífinu og sökk á kaf í fíkni-
efnaneyslu. Magga telur að þar
hafi tvö atvik skipt sköpum. Sandra
hafði þá orðið fyrir alvarlegu kyn-
ferðisofbeldi af hálfu manns sem
var kvæntur frænku hennar. Áfallið
og vanlíðanin í kjölfar þess áttu eft-
ir að hafa langvarandi áhrif. „Síðar
þetta sama ár lenti hún í alvarlegu
bílslysi, þá var keyrt á hana og hún
mjaðmarbrotnaði illa. Henni var
ávísað mjög sterkum verkjalyfjum
og varð fljótlega háð þeim. Ég vissi
áður að hún hafði verið að fikta við
áfengi en þarna byrjaði vandamál-
ið fyrir alvöru, fyrst verkjalyf og svo
harðari efni. Þegar hún var komin
út í kókaínneyslu bað hún mig um
hjálp og óskaði eftir að ég myndi
senda hana eitthvert þar sem hún
gæti fengið hjálp. Hún vissi það
sjálf að vandamálið væri alvarlegt.
Hún fór tvisvar í meðferð þetta ár
en það dugði ekki til.“
Ekki er óalgengt að ungmenni
sem leiðast út í neyslu og glæpi
hafi sem börn verið greind með
einhvers konar þroskaraskan-
ir, hegðunarörðugleika eða náms-
erfiðleika. Sú var ekki raunin með
Söndru.
„Það voru aldrei nein vandræði.
Henni gekk alltaf mjög vel í skóla,
enda er hún afskaplega vel gefin
og klár. Hún var forvitin og henni
fannst skemmtilegt að grúska í
hlutunum og vildi vita hvernig allt
virkaði. Henni fannst til dæmis
óskaplega gaman að taka í sund-
ur hluti, eins og klukkur og tölv-
ur, og setja síðan saman aftur.
Skólinn samþykkti hana í sérstakt
prógramm sem komið var á fyrir
krakka sem voru klárir í tölvum þar
sem þeim var kennt að byggja og
búa til tölvur.
Ekki varð meira úr skólagöngu
hjá Söndru eftir þetta og lenti hún
að sögn Möggu á hrakhólum; fékk
vinnu tímabundið á hinum og
þessum stöðum en gekk illa að
halda sér frá dópinu. „Á sumum
vinnustöðum hérna úti þarf fólk að
gangast undir eiturlyfjapróf til að
fá að halda vinnunni og það stóðst
hún auðvitað aldrei.“
Næstu árin tóku við fjölmargar
fíkniefnameðferðir sem skiluðu
litlu. Sandra sökk djúpt í kókaínn-
eyslu. Hún átti eftir að leiðast út í
afbrot meðfram neyslunni og hlaut
nokkra styttri dóma fyrir smávægi-
leg brot á borð við fíkniefnavörslu,
búðarhnupl og hraðakstur. „Það
var alltaf verið að taka hana fyr-
ir eitthvað, en aldrei voru þetta þó
alvarleg brot, engin ofbeldisbrot
eða neitt þannig. Hún fór fyrst í
fangelsi 22 ára og sat þá inni í sex
Sandra Sigrún er 24 ára gömul og rís á fætur þegar dómarinn les upp dóminn. Hún er íklædd appelsínu-
gulum samfestingi, einkennisbúningi bandarískra gæsluvarðhaldsfanga, hlekkjuð á höndum og fótum.
Sandra er ákærð vegna tveggja bankarána í Virgínuríki sem hún framdi árið 2013. Ári síðar stendur móðir
Söndru, Margrét Fenton, eða Magga eins og hún er alltaf kölluð, fyrir aftan dóttur sína og bíður á milli
vonar og ótta. Ekki eru mörg ár síðan dóttir hennar var ungur og efnilegur námsmaður en villtist svo af leið.„Hún
dýrkar
Ísland og vill
bara vera
Íslendingur.
Á Íslandi líður
henni vel og
upplifir öryggi.
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is