Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2016, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2016, Blaðsíða 32
Helgarblað 26.–29. ágúst 201632 Menning Fáanleg í ýmsum stærðum og útfærslum Unnið hefur verið að þróun á smíði húsanna í mörg ár og er komin mikil reynsla af byggingu þeirra við ólíkar aðstæður. Gluggagerðin | Súðarvogi 3–5 | 104 Reykjavík | Sími 566 6630 | gluggagerdin.is FALLEG ÍSLENSK SUMARHÚS Þjóðleg sumarhús sem falla einstaklega vel að íslensku landslagi Kjöreign ehf - Ármúla 21 - 108 Reykjavík Sími: 533-4040 - www.kjoreign.is Dan Wiium Hdl, lögg. fasteignasali, Sími 896-4013 Ólafur Guðmundsson Sölustjóri, sími 896-4090 Þórarinn Friðriksson Lögg. fasteignasali, sími 844-6353 Rakel Salóme Eydal Skjalagerð Sigurbjörn Skarphéðinsson Lögg. fasteignasali, skjalagerð Kjöreign fasteignasala – traust og örugg þjónusta í 40 ár Ásta María Benónýsdóttir Fjármál Klám, „splatter“ og trúarbrögð í teiknimynd J a hérna hér. Það er eiginlega ekki annað hægt að segja um þessa mynd. Maður ímyndar sér að Seth Rogen og vinir hans hafi fengið sér vel í pípu þegar þeir fengu hugmyndina, sem snýst í stuttu máli um vörur í stórmarkaði sem allar eru gæddar skynjun. Pulsurnar eru strák- ar og brauðin stelpur, sem er augljós brandari en tekinn svo langt að hann verður fyndinn. Við erum hér komin ansi langt frá teiknimyndum Disney. Myndin er bæði „splatter“-mynd og klámmynd, en með matvörur í öllum aðalhlut- verkum með vessa sem leka í allar átt- ir. Hver einasta persóna er steríótýpa, súrkálin eru nasistar, tabaskósósurn- ar eru svo miklir Mexíkanar að sumir vilja vafalaust byggja múr í kringum þá og hér eru jafnvel arabi og gyðing- ur sem eru alltaf að rífast. Í kringum þetta tekst svo að tvinna endalausa orðaleiki sem eru flestir ágætir. Ofan á allt er boðskapurinn þó mikilvægur. Trúarbrögðin eru til þess fallin að láta fólk sætta sig við von- lausa stöðu í stað þess að reyna að breyta henni. Og jafnvel þó að maður sjái í gegnum þau dugir ekki að segja öðrum hvað þeir eru vitlausir, held- ur á að ganga á undan með góðu for- dæmi og færa rök fyrir máli sínu. Í raun hefði þetta alveg geng- ið upp sem barnvænleg Pixar-mynd með heimspekilegu ívafi, en í stað- inn er farin sú leið að raða inn blóts- yrðum og klúrum bröndurum. Sem er ágætt líka. Á einhvern undarlegan hátt fangar pulsupartíið þá Trump- tíma sem við lifum betur en margar aðrar myndir. Og tekst að gera eitt- hvað nýtt í leiðinni. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir Sausage Party IMDb 7,3 RottenTomatoes 83% Metacritic 67 Leikstjóri: Conrad Vernon og Greg Tiernan Handrit: Seth Rogen og fleiri Aðalhlutverk: Seth Rogen, Kristen Wiig, Jonah Hill og fleiri 89 mínútur Dónalegar pulsur Skyni gæddar en orðljótar pulsur eru í aðalhlutverki í teikni- myndinni Sausage Party. Grípandi glæpasaga Þ að er tilbreyting að fá á markað hollenska glæpa- sögu og óneit- anlega léttist á manni brúnin þegar í ljós kemur að hún er ljóm- andi góð. Höfundurinn Marion Pauw er sögð vera drottning hollenskra spennusagna og hlaut spennusagnaverðlaunin Gullnu snöruna fyrir bókina. Kvik- mynd var gerð eftir sögunni og ver- ið er að undirbúa bandaríska mynd byggða á bókinni. Þetta kemur ekki á óvart því sagan sem sögð er í þessari bók er hin áhugaverðasta. Íris er lögfræðingur og einstæð móðir sonar sem er erfiður. Hinn ungi Ray er lokaður inni á stofnun eftir að hafa verið dæmdur fyrir afar hrottaleg morð á konu og ungri dóttur hennar. Leiðir Írisar og Ray liggja saman og ýmislegt óvænt kemur í ljós. Konan í myrkrinu er vel samin og vel hugs- uð glæpasaga, örugglega ein sú besta sem nú er á markaði hér á landi. Íris og Ray skiptast á að segja söguna. Ray er einhverf- ur og höfundi tekst sér- lega vel að lýsa umkomuleysi hans í lokuðu og fjandsamlegu umhverfi. Vandræðum Írisar í uppeldi á ung- um og erfiðum syni er einnig lýst á eftirminnilegan hátt. Þannig fær les- andinn snemma samúð með tveim- ur aðalpersónum bókarinnar. Rósíta, konan sem er myrt, verður ekki jafn eftirminnileg í huga lesandans. Í vel unninni bók hefði mátt styrkja þann þráð betur. Sagan heldur athygli lesandans frá upphafi til enda og í henni eru vendingar sem koma á óvart. Konan í myrkrinu er grípandi og vel skrifuð glæpasaga sem glæpasagnaunnend- ur verða að lesa. Rétt er svo að hrósa þýðingu Rögnu Sigurðardóttur, sem er hin ágætasta. n „Sagan heldur athygli lesandans frá upphafi til enda og í henni eru vendingar sem koma á óvart. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Bækur Konan í myrkrinu Höfundur: Marion Pauw Þýðandi: Ragna Sigurðardóttir Útgefandi: Veröld 338 blaðsíður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.